„Ástæðan fyrir því að ég er með yngri mönnum er hreinlega sú að menn á mínum aldri, eða eldri, þeir eru allir látnir,“ sagði Cher í The Jennifer Hudson Show.
Hún gaf þó alvörugefnari skýringu á málinu. „Áður fyrr voru menn á mínum aldri bara skíthræddir við að nálgast mig,“ sagði hún og útskýrði að það ætti ekki við um yngri menn.
„Þeir eru svo djarfir,“ svaraði þáttarstjórnandinn, Jennifer Hudson.
„Aldir upp af konum eins og mér,“ bætti Cher við.
Fjölmargir miðlar vestanhafs hafa fjallað um þessi ummæli Cher, þar á meðal er fjölmiðillinn Salon sem bendir á að meðaldánaraldur karlmanna í Bandaríkjunum séu 76 ár.