Segir verðlaunafé valda sundrung meðal íþróttafólks Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 16:31 Spretthlauparinn Allyson Felix hefði svo sannarlega rakað inn verðlaunafé á Ólympíuleikum ef það hefði verið í boði þegar hún keppti. Getty/Tim Clayton Sir Steve Redgrave, fimmfaldur ólympíumeistari í róðri, er alls ekki hrifinn af ákvörðun alþjóða frjálsíþróttasambandsins um að veita í fyrsta sinn verðlaunafé á Ólympíuleikunum í París í sumar. Tilkynnt var í apríl að ólympíumeistarar allra greina í frjálsum íþróttum myndu fá 50.000 Bandaríkjadali hver í verðlaun, eða rúmar sjö milljónir króna. Þar með verður alþjóða frjálsíþróttasambandið fyrst allra í sögunni til að veita verðlaunafé á Ólympíuleikunum, og að mati Redgrave er það ekki í anda ólympíuhugsjónarinnar. Á Ólympíuleikunum 2028 í Los Angeles verður svo gengið skrefi lengra því þá fá gull-, silfur- og bronsverðlaunahafar í frjálsum íþróttum allir verðlaun. „Allir þessir gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum geta unnið sér inn umtalsverðar fjárhæðir bæði fyrir og svo sannarlega eftir leikana í París, svo þarna er verið að gefa fólki peninga sem þarf þá ekki,“ sagði Redgrave við BBC. Steve Redgrave, annar frá vinstri, vann fimm ólympíugullverðlaun í róðri á sínum tíma.Getty/Ross Kinnaird „Þarna verða til „við og þau“-kringumstæður,“ sagði Redgrave sem er í fjórða sæti yfir þá Breta sem unnið hafa flest ólympíugull, eftir að hafa unnið fimm slík á árunum 1984-2000. „Ég spjaraði mig ágætlega – þó að ég hafi nú fengið meiri pening eftir að ég hætti en þegar ég var að róa – en ég er á móti þessu,“ sagði Redgrave og bætti við að hann vildi frekar að peningunum yrði dreift á milli annarra íþróttagreina. Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira
Tilkynnt var í apríl að ólympíumeistarar allra greina í frjálsum íþróttum myndu fá 50.000 Bandaríkjadali hver í verðlaun, eða rúmar sjö milljónir króna. Þar með verður alþjóða frjálsíþróttasambandið fyrst allra í sögunni til að veita verðlaunafé á Ólympíuleikunum, og að mati Redgrave er það ekki í anda ólympíuhugsjónarinnar. Á Ólympíuleikunum 2028 í Los Angeles verður svo gengið skrefi lengra því þá fá gull-, silfur- og bronsverðlaunahafar í frjálsum íþróttum allir verðlaun. „Allir þessir gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum geta unnið sér inn umtalsverðar fjárhæðir bæði fyrir og svo sannarlega eftir leikana í París, svo þarna er verið að gefa fólki peninga sem þarf þá ekki,“ sagði Redgrave við BBC. Steve Redgrave, annar frá vinstri, vann fimm ólympíugullverðlaun í róðri á sínum tíma.Getty/Ross Kinnaird „Þarna verða til „við og þau“-kringumstæður,“ sagði Redgrave sem er í fjórða sæti yfir þá Breta sem unnið hafa flest ólympíugull, eftir að hafa unnið fimm slík á árunum 1984-2000. „Ég spjaraði mig ágætlega – þó að ég hafi nú fengið meiri pening eftir að ég hætti en þegar ég var að róa – en ég er á móti þessu,“ sagði Redgrave og bætti við að hann vildi frekar að peningunum yrði dreift á milli annarra íþróttagreina.
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira