Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 08:01 Remy Martin rann til á gólfi Smárans, á svæði sem búið var að líma auglýsingarborða á, og reif hásin. Stöð 2 Sport Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn ÍTK, hagsmunasamtaka sem stofnuð voru á síðustu ári, en í stjórninni sitja fulltrúar fimm íslenskra körfuboltafélaga. Yfirlýsingin birtist í kjölfar alvarlegra hásinarmeiðsla Remys Martin, leikmanns Keflavíkur, í leik við Grindavík í Smáranum í fyrrakvöld. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan virðist Martin renna til á auglýsingu sem búið var að líma á keppnisgólfið. Stjórn ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja megi beint til auglýsinga á gólfum körfuboltavalla, þar sem þær séu mun sleipari en gólfið sjálft. Hún leggur því til að slíkar auglýsingar verði með öllu bannaðar. Ljóst er að Remy Martin tekur ekki meiri þátt í úrslitakeppninni í vor, eftir að hafa farið á kostum með bikarmeisturum Keflavíkur í vetur, og ÍTK bendir á að meiðsli eins og hann glímir nú við geti orðið til þess að ferlinum ljúki. Yfirlýsingu samtakanna má sjá í heild hér að neðan. Einvígi Keflavíkur og Grindavíkur heldur áfram á laugardagskvöld en Grindavík er 1-0 yfir eftir nauman sigur í leiknum í Smáranum á þriðjudagskvöld. Yfirlýsing stjórnar ÍTK: Stjórn Íslensks Toppkörfubolta (ÍTK) leggur til að allar auglýsingar sem límdar eru á gólf körfuknattleiksvalla innanhúss verði bannaðar frá og með næsta tímabili. ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja má beint til slíkra auglýsinga en áferðin á þeim gerir þær vanalega mun sleipari viðkomu en leikvöllurinn sjálfur. Í gær lenti einn besti leikmaður í deildinni og lykilleikmaður Keflavíkur í því að renna á slíkri auglýsingu með þeim afleiðingum að hann sleit hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta er ekki fyrsta dæmið um leikmann sem meiðist vegna þess í stórleik en vonandi það síðasta. Það er næg meiðslahætta í körfubolta fyrir svo ekki sé bætt við óþarfa meiðslaáhættu vegna auglýsinga á velli. Slík meiðsli eins og Remy Martin varð fyrir í gær geta hæglega endað feril leikmanna. Virðingarfyllst Stjórn ÍTK Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2024 19:46 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn ÍTK, hagsmunasamtaka sem stofnuð voru á síðustu ári, en í stjórninni sitja fulltrúar fimm íslenskra körfuboltafélaga. Yfirlýsingin birtist í kjölfar alvarlegra hásinarmeiðsla Remys Martin, leikmanns Keflavíkur, í leik við Grindavík í Smáranum í fyrrakvöld. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan virðist Martin renna til á auglýsingu sem búið var að líma á keppnisgólfið. Stjórn ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja megi beint til auglýsinga á gólfum körfuboltavalla, þar sem þær séu mun sleipari en gólfið sjálft. Hún leggur því til að slíkar auglýsingar verði með öllu bannaðar. Ljóst er að Remy Martin tekur ekki meiri þátt í úrslitakeppninni í vor, eftir að hafa farið á kostum með bikarmeisturum Keflavíkur í vetur, og ÍTK bendir á að meiðsli eins og hann glímir nú við geti orðið til þess að ferlinum ljúki. Yfirlýsingu samtakanna má sjá í heild hér að neðan. Einvígi Keflavíkur og Grindavíkur heldur áfram á laugardagskvöld en Grindavík er 1-0 yfir eftir nauman sigur í leiknum í Smáranum á þriðjudagskvöld. Yfirlýsing stjórnar ÍTK: Stjórn Íslensks Toppkörfubolta (ÍTK) leggur til að allar auglýsingar sem límdar eru á gólf körfuknattleiksvalla innanhúss verði bannaðar frá og með næsta tímabili. ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja má beint til slíkra auglýsinga en áferðin á þeim gerir þær vanalega mun sleipari viðkomu en leikvöllurinn sjálfur. Í gær lenti einn besti leikmaður í deildinni og lykilleikmaður Keflavíkur í því að renna á slíkri auglýsingu með þeim afleiðingum að hann sleit hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta er ekki fyrsta dæmið um leikmann sem meiðist vegna þess í stórleik en vonandi það síðasta. Það er næg meiðslahætta í körfubolta fyrir svo ekki sé bætt við óþarfa meiðslaáhættu vegna auglýsinga á velli. Slík meiðsli eins og Remy Martin varð fyrir í gær geta hæglega endað feril leikmanna. Virðingarfyllst Stjórn ÍTK
Yfirlýsing stjórnar ÍTK: Stjórn Íslensks Toppkörfubolta (ÍTK) leggur til að allar auglýsingar sem límdar eru á gólf körfuknattleiksvalla innanhúss verði bannaðar frá og með næsta tímabili. ÍTK telur að nóg sé komið af slæmum meiðslum sem rekja má beint til slíkra auglýsinga en áferðin á þeim gerir þær vanalega mun sleipari viðkomu en leikvöllurinn sjálfur. Í gær lenti einn besti leikmaður í deildinni og lykilleikmaður Keflavíkur í því að renna á slíkri auglýsingu með þeim afleiðingum að hann sleit hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Þetta er ekki fyrsta dæmið um leikmann sem meiðist vegna þess í stórleik en vonandi það síðasta. Það er næg meiðslahætta í körfubolta fyrir svo ekki sé bætt við óþarfa meiðslaáhættu vegna auglýsinga á velli. Slík meiðsli eins og Remy Martin varð fyrir í gær geta hæglega endað feril leikmanna. Virðingarfyllst Stjórn ÍTK
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15 „Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57 Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58 „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2024 19:46 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. 30. apríl 2024 23:15
„Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. 30. apríl 2024 21:57
Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1. maí 2024 08:58
„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31
PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2024 19:46