„Aldrei verið eins stressuð í lífinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:20 Kolbrún fagnar á bekknum Vísir/Vilhelm Stjarnan vann ótrúlegan þriggja stiga sigur gegn Keflavík 85-82. Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigurinn. „Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira