Jólasveinarnir langt á undan áætlun Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. maí 2024 08:01 Það er margt líkt með jólasveinum og forsetaframbjóðendum. vísir Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru jafn ólíkir og þeir eru margir, rétt eins og íslensku jólasveinarnir. En hvaða jólasveinn er þinn frambjóðandi? Þrettán manns skiluðu inn framboði til forseta Íslands þann 26. apríl síðastliðinn. Jafn margir og fjöldi íslensku jólasveinanna. Af því tilefni hefur verið settur saman listi þar sem hver frambjóðandi fær úthlutað viðeigandi jólasveini. Tveir voru dæmdir úr leik vegna ófullnægjandi meðmælalista en annar náði að kæra ákvörðun landskjörstjórnar og verður í framboði. Því eru tólf í framboði til forseta Íslands en við látum það ekki skemma fyrir. Við gerð listans var leitað til álitsgjafa úti í bæ og inni á ritstjórn. Hér gefur að líta hann og hver veit nema foreldrar og önnur skyldmenni jólasveinanna láti sjá sig. Stekkjastaur af Arnarnesi Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og héraðsdómari, tilkynnti framboð til forseta Íslands eftir áramót, fyrstur allra og langt á undan hinum. Það eru kostir og gallar við að vera fyrstur á blað. Arnar er búinn að fara tvo hringi í kringum landið en hefur líka gleymst dálítið í umræðunni á kostnað þeirra sem hafa komið á eftir honum. Arnar er ekki óumdeildur og hefur oft ratað í fréttirnar vegna skoðana sinna á ýmsum málum. Hann vill virkja lýðræðið betur og í tilefni framboðsins hefur hann notað hina sígildu línu „Nú er hún Snorrabúð stekkur“ úr Íslandskvæði Jónasar. Arnar þekkir stekki vel og kom fyrstur og því gefur auga leið að hann sé Stekkjastaur. Jólasveinninn sem kemur fyrstur til byggða og er stinnur eins og tré. Þó skal ekki segja hvort Arnar laumist í fjárhúsin og leiki á fé bóndans. Arnar Þór og Stekkjastaur. Hvor er hvað?Vísir/Vilhelm/MS Gleyminn gaur með grátt skegg Baldur Þórhallsson er stjórnmálafræðingur af Suðurlandi. Sveitastrákur sem tók við búi afa síns í Rangárvallarýslu áður en hann flutti til Reykjavíkur Baldur tilkynnti framboð sitt í lok mars eftir að hafa dregið það lengi. Sótt hefur verið hart að honum undanfarið, sérstaklega í tengslum við Icesave en líka vegna mynda sem teknar voru af honum í erlendum næturklúbbi. Sumum hefur þótt gengið fullhart að Baldri en öðrum ekki. Í ljósi búskapartengingar hans er við hæfi að Baldur sé Giljagaur. Baldur er vissulega ekki með gráan haus eins og í vísunni en er með myndarlegt grátt skegg. Giljagaur er víst líka býsna gleyminn en Baldur viðurkenndi einmitt að hann myndi ekki hvað hann kaus í Icesave-atkvæðagreiðslunni um árið. Giljagaur og Baldur Þórhallsson, tveir sveitastrákar.MS/Vísir/Vilhelm Stúfur þrástagast á sveitinni Halla Hrund Logadóttir kom með seinni skipum inn í baráttuna og mældist með örfá prósent til að byrja með enda lítt þekkt. Á nokkrum vikum hefur hún farið stigvaxandi og hefur nú tekið forystuna í könnunum. Halla þótti hörð í horn að taka sem orkumálastjóri og átti til dæmis í ritdeilum við formann Samtaka iðnaðarins. Í framboði hennar til forseta kveður við annan tón, hún hamrar stöðugt á sömu stefjunum: samtakamætti, samvinnu og þjóðernislegum vísunum í sveitina. Halla Hrund er Stúfur, spútnik-frambjóðandinn sem fáum virðist líka illa við. Hún virðist ná til kjósenda allra flokka og heilla með þjóðernislegum áherslum. Einhverjum hefur þótt Halla endurtekningarsöm og forðast erfiðar spurningar. Hún tali í innantómum frösum og svari eins og pólitíkus. Enn sem komið er hefur það ekki haft áhrif. En skrímsladeild Morgunblaðsins er sögð farin af stað svo það er spurning hvernig málin þróast. Halla Hrund hefur komið eins og stormsveipur inn í baráttuna og rétt eins og Stúfur nýtur hún fylgis þvert á alla þjóðfélagshópa.Vísir/Vilhelm/MS Byssubrjálaður plötusnúður sleikir þvörur Kári Hansen skilaði meðmælalista til yfirkjörstjórnar en hafði ekki fyrir því að safna nema níu meðmælum. Eflaust þykir mörgum það kjánaleg tímasóun á meðan öðrum þykir það töff gjörningur. Hann er ekki í framboði en fær samt að vera með á þessum lista enda mesti jólasveinninn miðað við meðmælasöfnunina. Einstæður 38 ára plötusnúður sem er með byssudellu og áhuga á japanskri Shinto-trú. Kári væri Þvörusleikir sem heldur með báðum höndum um sleipa þvöruna. Þannig myndi hann munda þvöruna eins og japanskt katana. Kára Hansen vantaði ekki nema 1491 meðmæli til að geta farið í framboð.MS Pottaskefill með tröllatrú á ríkisráði Eiríkur Ingi Jóhannsson öðlaðist landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var víða valinn maður ársins. Eiríkur er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. Lítið hefur farið fyrir Eiríki Inga í umræðunni og er hann nokkuð óskrifað blað. Hann vill aðskilja framkvæmdarvaldið frá löggjafarvaldinu, raða í ríkisráð og herða landamærin. Eiríkur hefur mælst með innan við eitt prósent fylgi í skoðanakönnunum. Þess vegna er hann Pottaskefill sem þarf að sætta sig við skófirnar og skafa atkvæðin úr botni pottsins. Það er á brattann að sækja fyrir Eirík Inga.MS/Vísir/Vilhelkm Óþekktur embættismaður laumast í askana Helga Þórisdóttir er óþekkti embættismaðurinn í hópi frambjóðenda. Hún hefur unnið sem lögfræðingur í þrjátíu ár og verið forstjóri Persónuverndar undanfarin átta ár. Helga hóf framboðið sitt á að brjóta persónuverndarákvæði í Facebook-auglýsingu og gekk líka brösuglega að safna meðmælum. Henni tókst það á endanum en hefur síðan mælst með innan við eitt prósent í skoðanakönnunum. Allt stefnir í að Helga muni, eins og Eiríkur Ingi og nokkrir aðrir, þurfa að sætta sig við brauðmylsnur upp úr kjörkössunum. Helga er því Askasleikir. Helga veit að bókvitið verður ekki í askana látið.Vísir/Vilhelm/MS Hurðum skellt með leikrænum tilþrifum Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi ritstjóri Kvennablaðsins, er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum. Upphaflega sagðist Steinunn Ólína ætla að bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir byði sig fram af því hún treysti ekki forsætisráðherranum (sem sat þá enn í embætti). Svo fór að Steinunn beið ekki eftir Katrínu heldur bauð sig fram degi á undan forsætisráðherranum. Steinunn er yfirlýsingaglöð og segir það sem hún meinar án þess að skafa af því. Það liggur því beinast við að Steinunn Ólína sé Hurðaskellir. Bæði hafa þau hátt og láta ekki lítið fyrir sér fara. Hins vegar er útlitið ekki gott prósentulega séð fyrir Steinunni þó margt geti vissulega breyst. Hún mun að minnsta kosti ná að skella nokkrum hurðum áður en kosið verður. Steinunn Ólína hefur verið harðorð í garð Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi ríkisstjórnar hennar.MS/Vísir/Vilhelm Amerískur forseti unga fólksins Halla Tómasdóttir er fulltrúi atvinnulífsins í baráttunni um Bessastaði. Hún bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut þá næstflest atkvæði á eftir Guðna, um 28 prósent. Nú freistast hún til að hljóta flest atkvæði. Halla fór í nám til Bandaríkjanna í Auburn University í Montgomery þó hún hafi skráð hinn virtari Auburn-háskóla í Alabama á LinkedIn-síðu sína. Eftir námið bjó Halla og starfaði um árabil í Bandaríkjunum og er undir miklum bandarískum áhrifum. Halla hefur sagst vera fulltrúi unga fólksins og stofnaði kosningaskrifstofu unga fólksins fyrir kosningarnar. En hún vill reyndar líka koma á fót samfélagsþjónustu að bandarískum stíl. Hver elskar ekki ólaunaða þrælavinnu? Halla er Skyrgámur enda fór hún í víking til Bandaríkjanna eins og íslenska skyrið. Það er líka fátt sem ungu fólki finnst jafngott og skyr. Halla Tómasdóttir hefur gert það gott í Bandaríkjunum eins og íslenska skyrið.Vísir/Vilhelm/MS Vonarstjarna Valhallar Katrín Jakobsdóttir hefur verið stjórnmálamaður í rúm tuttugu ár frá því hún var varaborgarfulltrúi R-listans í Reykjavík upp úr aldamótum. Hún fór síðan á þing, varð menntamálaráðherra og síðan forsætisráðherra og vill nú verða forseti. Katrín var lengi ein helsta vonarstjarna vinstri manna en virðist nú orðin helsta vonarstjarna Sjálfstæðismanna, allavega í þessum kosningum. Enginn frambjóðandi mælist jafn vinsæll hjá Sjálfstæðismönnum og Katrín, ekki einu sinni þeirra fyrrum félagi Arnar Þór. Katrín er þjóðleg og vill leggja rækt við íslenskuna en býr líka yfir blóðugri glæpasagnaslagsíðu. Katrín er þess vegna Bjúgnakrækir. Eins og íslenska bjúgan bjó Katrín eitt sinn yfir gríðarlegu persónufylgi en það hefur dalað með tímanum og nýir ferskari kostir virðast njóta meiri vinsælda. Bjúgnakrækir er brögðóttur og snar, rétt eins og Katrín.MS/Vísir/Vilhelm Stóreygur grínisti gægist inn um gluggann Jón Gnarr hefur skemmt Íslendingum í marga áratugi með gríni á borð við Fóstbræður, Tvíhöfða og Vaktaseríurnar. En Jón er ekki bara grínari. Eftir Hrunið var fólk komið með nóg af hefðbundnum stjórnmálum og náði Jón að nýta sér það með Besta flokknum, grínframboði sem var samt ekki grín. Hann gjörsigraði borgarstjórnarkosningar og var borgarstjóri Reykjavíkur frá 2009 til 2013. Nú ætlar Jón að reyna að endurtaka leikinn nema í öðru embætti. Staðan er hins vegar snúin, mótherjarnir eru sterkir og það er ekki alveg jafn auðvelt að grína sig í gegnum baráttuna. Jón hefur sagt að það sé offramboð af leiðindum og því vilji hann bjóða sig fram. Hingað til hefur barátta Jóns ekki beint einkennst af miklu gríni, hann hefur helst eytt tíma í að kvarta undan því að Katrín Jakobsdóttir hafi boðið sig fram. Jón Gnarr er Gluggagægir enda hefur hann gægst inn í þjóðarsálina í fjölda ára. Hann er líka stóreygur sem ýkist þegar hann notar gleraugu. Svo er hann frábær í að leika óþægilegar týpur og Gluggagægir er óþægilegasti jólasveinninn. Líkindin eru sláandi.Vísir/Vilhelm/MS Raðframbjóðandi finnur þef af friði Ástþór Magnússon hefur boðið sig sex sinnum fram til forseta (tvisvar hafa framboð hans verið dæmd ógild). Það væri hægt að skrifa heilan greinabálk um öll hans ævintýri en hér verður látið nægja að fjalla um framboðið í ár. Ástþór hefur verið duglegur að auglýsa framboðið og friðarsamtökin Frið 2000. Kostnaðurinn við auglýsingaherferð Ástþórs hleypur á milljónum króna og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Auglýsingarnar hafa líka verið heldur óvenjulegar. Fyrst má nefna rætna auglýsingu um Baldur og Felix sem birtist á Facebook. Þrátt fyrir að símanúmer og vefsíða Ástþórs væru skráð fyrir auglýsingunni þóttist hann ekki kannast við hana. Auglýsingunni var í kjölfarið eytt. Ástþór ávarpaði þjóðina í byrjun apríl og kallaði þar Baldur, Jón Gnarr og Katrínu hermangaraþríeykið. Ávarpið endaði síðan á myndbandi af kjarnorkusprengju að falla á Ísland. Helsta markmið Ástþórs er að virkja Bessastaði til friðar og hefur hann skrifað heila bók þess efnis (sem heitir Virkjum Bessastaði). Hann hefur einnig sagst munu fljúga til Moskvu til að semja um frið við Pútín Rússlandsforseta. Ástþór er Gáttaþefur. Maðurinn sem finnur þefinn af friði við hvert fótmál og er tilbúinn að leita hann uppi hvað sem það kostar. Ástþór er sennilega eini frambjóðandinn sem hefur unnið sér það til frægðar að hafa mætt í jólasveinabúning í dómssal en hann gerði það árið 2002. Ástþór ætlar að virkja Bessastaði til friðar. Uppskriftina að því megi finna í bókinni hans.MS/Vísir/Vilhelm Ísdrottning sem kann að krækja í kjósendur Ísdrottningin og athafnakonan Ásdís Rán hefur farið víða og unnið við ýmislegt. Hún bjó um tíma í Búlgaríu þar sem hún vann meðal annars við fyrirsætustörf. Ásdís hefur verið yfirlýsingaglöð í tengslum við framboð sitt og ætlar meðal annars að koma tveimur Rottweiler-hundum á Bessastaði og flytja inn nýjasta Bentley-inn. Ásdís segist vera ópólitísk og kemur til dyranna eins og hún er klædd, hvort sem það er í Gucci-dragt eða bikiníi eins og hún orðar það sjálf. Ásdís er Ketkrókur enda kann hún á ýmsu lag. Hún hefur einnig talað opinberlega um Ketó- og lágkolvetnamataræði sitt en slíkt einkennist gjarnan af kjöti. Að lokum mætti segja að fá störf séu jafn líkamleg og fyrirsætustörf. Og hvað er mannslíkaminn annað en kjöt? Ásdís Rán er áhugaþyrlumaður og þriggja barna móðir.MS/Vísir/Vilhelm Síðastur en ekki sístur Senuþjófur forsetakosninganna 2024 er án efa Viktor Traustason sem birtist upp úr þurru þegar skila átti meðmælum til landskjörstjórnar 26. apríl síðastliðinn. Framboð Viktors var úrskurðað ógilt og sagðist hann þá efast um lögfræðiþekkingu landskjörstjórnar. Hann kærði niðurstöðuna og fékk frest til að safna fleiri meðmælum sem hann og gerði. Og er nú í framboði. Af viðtölum og kappræðum að dæma er greinilega um einlægan húmorista að ræða. Aðspurður út í atvinnustöðu sína sagði hann tvær leiðir til að skilgreina það, hann myndi sjálfur segjast vera milli starfa en aðrir myndu örugglega kalla hann atvinnulausan aumingja. Viktor er Kertasníkir enda stal hann sviðsljósinu. Einhverjir vilja meina að Viktor sé frambjóðandinn sem Píratar hafa beðið eftir, maður sem talar eins og alvöru netverji. Aðrir segja að hér sé kominn einlægur frambjóðandi sem er ekkert að fegra hlutina. Eitt af kosningaloforðum Viktors er að þingmenn geti ekki verið ráðherrar.MS/Vísir/Vilhelm Andleg vera á líkamlegri vegferð Sigríður Hrund Pétursdóttir kom snemma inn í baráttuna og kallaði sjálfa sig Frú forseta. Sigríður var sigurviss frá fyrsta degi og skrifaði meira að segja skálduð eftirmæli um sjálfa sig. Hins vegar gekk framboðið á afturfótunum frá byrjun. Hún tilkynnti um framboðið með flugeldum í fimmtugsafmæli sínu og fékk í kjölfarið kvartanir frá óánægðum nágrönnum. Skömmu eftir það hætti Hödd Vilhjálmsdóttir störfum sem upplýsingafulltrúi Sigríðar. Þrátt fyrir að auglýsa grimmt í blöðum tókst Sigríði ekki einu sinni að safna nægilega mörgum meðmælum til að bjóða sig fram. Einhverjir töldu það áfellisdóm fyrir Félag kvenna í atvinnulífinu en Sigríður fór með formennsku í félaginu fyrir ekki svo löngu. Sigríður Hrund er Jólakötturinn. Kjósendum var lofað að Frú forseti færi á Bessastaði eða allavega í kosningabaráttuna en keyptu köttinn í sekknum. Frú forseti kemst ekki á Bessastaði í ár (nema henni verði boðið þangað).Vísir/Steingrímur Dúi/Vilhelm Forseti með buff Það er ekki oft sem forseti er bæði lúði og nörd en Guðna Th. Jóhannessyni tókst að vera hvort tveggja í senn. Hann var (og er) forseti sem klæddi sig í fyndna sokka og setti á sig buff en gat líka nördað yfir sig með sagnfræðitali. Guðni er þess vegna Leppalúði. Hann er líka eiginlegur faðir forsetaframbjóðendanna tólf, í það minnsta mun einn þeirra taka við af honum. Einn frambjóðendanna tólf mun taka við af Guðna. Eins og góðum föður sæmir mun Guðni örugglega kenna eftirmanni sínum það sem þarf að vita.Vísir/Vilhelm/Þjóðminjasafnið Grýla elskar börnin sín Grýla er þá síðust á listanum og það blasir líka við hver hún er. Ólafur Ragnar Grímsson er Grýla. Óli Grís verður Óli Grýla. Maðurinn sem ól óbeint upp alla jólasveinana sem eru í framboði, Forsetinn sem var með tangarhald á þjóðinni frá 1996 til 2016. Hann var forseti í tuttugu ár en hefði miðað við vinsældirnar örugglega getað haldið áfram út í hið óendanlega. Grýla elskar alla jólasveinana en á sér þó alltaf uppáhaldsjólavein. Um þessar mundir er það Bjúgnakrækir enda eru þau um margt lík, Ólafur Ragnar og Katrín Jakobsdóttir. Hún fetar í það minnsta sambærilega leið og hann fór þremur áratugum fyrr. Ólafur Ragnar Grímsson var ekki óumdeildur forseti en sat þó í heil fimm kjörtímabil.MS/Vísir/Arnar Forsetakosningar 2024 Grín og gaman Jólasveinar Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Einar segir forsetaembættið um ekki neitt Einar Kárason rithöfundur fer yfir stöðuna í baráttunni um Bessastaði, að hætti hússins. Hann furðar sig á tilstandinu. 3. maí 2024 13:24 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þrettán manns skiluðu inn framboði til forseta Íslands þann 26. apríl síðastliðinn. Jafn margir og fjöldi íslensku jólasveinanna. Af því tilefni hefur verið settur saman listi þar sem hver frambjóðandi fær úthlutað viðeigandi jólasveini. Tveir voru dæmdir úr leik vegna ófullnægjandi meðmælalista en annar náði að kæra ákvörðun landskjörstjórnar og verður í framboði. Því eru tólf í framboði til forseta Íslands en við látum það ekki skemma fyrir. Við gerð listans var leitað til álitsgjafa úti í bæ og inni á ritstjórn. Hér gefur að líta hann og hver veit nema foreldrar og önnur skyldmenni jólasveinanna láti sjá sig. Stekkjastaur af Arnarnesi Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og héraðsdómari, tilkynnti framboð til forseta Íslands eftir áramót, fyrstur allra og langt á undan hinum. Það eru kostir og gallar við að vera fyrstur á blað. Arnar er búinn að fara tvo hringi í kringum landið en hefur líka gleymst dálítið í umræðunni á kostnað þeirra sem hafa komið á eftir honum. Arnar er ekki óumdeildur og hefur oft ratað í fréttirnar vegna skoðana sinna á ýmsum málum. Hann vill virkja lýðræðið betur og í tilefni framboðsins hefur hann notað hina sígildu línu „Nú er hún Snorrabúð stekkur“ úr Íslandskvæði Jónasar. Arnar þekkir stekki vel og kom fyrstur og því gefur auga leið að hann sé Stekkjastaur. Jólasveinninn sem kemur fyrstur til byggða og er stinnur eins og tré. Þó skal ekki segja hvort Arnar laumist í fjárhúsin og leiki á fé bóndans. Arnar Þór og Stekkjastaur. Hvor er hvað?Vísir/Vilhelm/MS Gleyminn gaur með grátt skegg Baldur Þórhallsson er stjórnmálafræðingur af Suðurlandi. Sveitastrákur sem tók við búi afa síns í Rangárvallarýslu áður en hann flutti til Reykjavíkur Baldur tilkynnti framboð sitt í lok mars eftir að hafa dregið það lengi. Sótt hefur verið hart að honum undanfarið, sérstaklega í tengslum við Icesave en líka vegna mynda sem teknar voru af honum í erlendum næturklúbbi. Sumum hefur þótt gengið fullhart að Baldri en öðrum ekki. Í ljósi búskapartengingar hans er við hæfi að Baldur sé Giljagaur. Baldur er vissulega ekki með gráan haus eins og í vísunni en er með myndarlegt grátt skegg. Giljagaur er víst líka býsna gleyminn en Baldur viðurkenndi einmitt að hann myndi ekki hvað hann kaus í Icesave-atkvæðagreiðslunni um árið. Giljagaur og Baldur Þórhallsson, tveir sveitastrákar.MS/Vísir/Vilhelm Stúfur þrástagast á sveitinni Halla Hrund Logadóttir kom með seinni skipum inn í baráttuna og mældist með örfá prósent til að byrja með enda lítt þekkt. Á nokkrum vikum hefur hún farið stigvaxandi og hefur nú tekið forystuna í könnunum. Halla þótti hörð í horn að taka sem orkumálastjóri og átti til dæmis í ritdeilum við formann Samtaka iðnaðarins. Í framboði hennar til forseta kveður við annan tón, hún hamrar stöðugt á sömu stefjunum: samtakamætti, samvinnu og þjóðernislegum vísunum í sveitina. Halla Hrund er Stúfur, spútnik-frambjóðandinn sem fáum virðist líka illa við. Hún virðist ná til kjósenda allra flokka og heilla með þjóðernislegum áherslum. Einhverjum hefur þótt Halla endurtekningarsöm og forðast erfiðar spurningar. Hún tali í innantómum frösum og svari eins og pólitíkus. Enn sem komið er hefur það ekki haft áhrif. En skrímsladeild Morgunblaðsins er sögð farin af stað svo það er spurning hvernig málin þróast. Halla Hrund hefur komið eins og stormsveipur inn í baráttuna og rétt eins og Stúfur nýtur hún fylgis þvert á alla þjóðfélagshópa.Vísir/Vilhelm/MS Byssubrjálaður plötusnúður sleikir þvörur Kári Hansen skilaði meðmælalista til yfirkjörstjórnar en hafði ekki fyrir því að safna nema níu meðmælum. Eflaust þykir mörgum það kjánaleg tímasóun á meðan öðrum þykir það töff gjörningur. Hann er ekki í framboði en fær samt að vera með á þessum lista enda mesti jólasveinninn miðað við meðmælasöfnunina. Einstæður 38 ára plötusnúður sem er með byssudellu og áhuga á japanskri Shinto-trú. Kári væri Þvörusleikir sem heldur með báðum höndum um sleipa þvöruna. Þannig myndi hann munda þvöruna eins og japanskt katana. Kára Hansen vantaði ekki nema 1491 meðmæli til að geta farið í framboð.MS Pottaskefill með tröllatrú á ríkisráði Eiríkur Ingi Jóhannsson öðlaðist landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var víða valinn maður ársins. Eiríkur er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. Lítið hefur farið fyrir Eiríki Inga í umræðunni og er hann nokkuð óskrifað blað. Hann vill aðskilja framkvæmdarvaldið frá löggjafarvaldinu, raða í ríkisráð og herða landamærin. Eiríkur hefur mælst með innan við eitt prósent fylgi í skoðanakönnunum. Þess vegna er hann Pottaskefill sem þarf að sætta sig við skófirnar og skafa atkvæðin úr botni pottsins. Það er á brattann að sækja fyrir Eirík Inga.MS/Vísir/Vilhelkm Óþekktur embættismaður laumast í askana Helga Þórisdóttir er óþekkti embættismaðurinn í hópi frambjóðenda. Hún hefur unnið sem lögfræðingur í þrjátíu ár og verið forstjóri Persónuverndar undanfarin átta ár. Helga hóf framboðið sitt á að brjóta persónuverndarákvæði í Facebook-auglýsingu og gekk líka brösuglega að safna meðmælum. Henni tókst það á endanum en hefur síðan mælst með innan við eitt prósent í skoðanakönnunum. Allt stefnir í að Helga muni, eins og Eiríkur Ingi og nokkrir aðrir, þurfa að sætta sig við brauðmylsnur upp úr kjörkössunum. Helga er því Askasleikir. Helga veit að bókvitið verður ekki í askana látið.Vísir/Vilhelm/MS Hurðum skellt með leikrænum tilþrifum Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi ritstjóri Kvennablaðsins, er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum. Upphaflega sagðist Steinunn Ólína ætla að bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir byði sig fram af því hún treysti ekki forsætisráðherranum (sem sat þá enn í embætti). Svo fór að Steinunn beið ekki eftir Katrínu heldur bauð sig fram degi á undan forsætisráðherranum. Steinunn er yfirlýsingaglöð og segir það sem hún meinar án þess að skafa af því. Það liggur því beinast við að Steinunn Ólína sé Hurðaskellir. Bæði hafa þau hátt og láta ekki lítið fyrir sér fara. Hins vegar er útlitið ekki gott prósentulega séð fyrir Steinunni þó margt geti vissulega breyst. Hún mun að minnsta kosti ná að skella nokkrum hurðum áður en kosið verður. Steinunn Ólína hefur verið harðorð í garð Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi ríkisstjórnar hennar.MS/Vísir/Vilhelm Amerískur forseti unga fólksins Halla Tómasdóttir er fulltrúi atvinnulífsins í baráttunni um Bessastaði. Hún bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut þá næstflest atkvæði á eftir Guðna, um 28 prósent. Nú freistast hún til að hljóta flest atkvæði. Halla fór í nám til Bandaríkjanna í Auburn University í Montgomery þó hún hafi skráð hinn virtari Auburn-háskóla í Alabama á LinkedIn-síðu sína. Eftir námið bjó Halla og starfaði um árabil í Bandaríkjunum og er undir miklum bandarískum áhrifum. Halla hefur sagst vera fulltrúi unga fólksins og stofnaði kosningaskrifstofu unga fólksins fyrir kosningarnar. En hún vill reyndar líka koma á fót samfélagsþjónustu að bandarískum stíl. Hver elskar ekki ólaunaða þrælavinnu? Halla er Skyrgámur enda fór hún í víking til Bandaríkjanna eins og íslenska skyrið. Það er líka fátt sem ungu fólki finnst jafngott og skyr. Halla Tómasdóttir hefur gert það gott í Bandaríkjunum eins og íslenska skyrið.Vísir/Vilhelm/MS Vonarstjarna Valhallar Katrín Jakobsdóttir hefur verið stjórnmálamaður í rúm tuttugu ár frá því hún var varaborgarfulltrúi R-listans í Reykjavík upp úr aldamótum. Hún fór síðan á þing, varð menntamálaráðherra og síðan forsætisráðherra og vill nú verða forseti. Katrín var lengi ein helsta vonarstjarna vinstri manna en virðist nú orðin helsta vonarstjarna Sjálfstæðismanna, allavega í þessum kosningum. Enginn frambjóðandi mælist jafn vinsæll hjá Sjálfstæðismönnum og Katrín, ekki einu sinni þeirra fyrrum félagi Arnar Þór. Katrín er þjóðleg og vill leggja rækt við íslenskuna en býr líka yfir blóðugri glæpasagnaslagsíðu. Katrín er þess vegna Bjúgnakrækir. Eins og íslenska bjúgan bjó Katrín eitt sinn yfir gríðarlegu persónufylgi en það hefur dalað með tímanum og nýir ferskari kostir virðast njóta meiri vinsælda. Bjúgnakrækir er brögðóttur og snar, rétt eins og Katrín.MS/Vísir/Vilhelm Stóreygur grínisti gægist inn um gluggann Jón Gnarr hefur skemmt Íslendingum í marga áratugi með gríni á borð við Fóstbræður, Tvíhöfða og Vaktaseríurnar. En Jón er ekki bara grínari. Eftir Hrunið var fólk komið með nóg af hefðbundnum stjórnmálum og náði Jón að nýta sér það með Besta flokknum, grínframboði sem var samt ekki grín. Hann gjörsigraði borgarstjórnarkosningar og var borgarstjóri Reykjavíkur frá 2009 til 2013. Nú ætlar Jón að reyna að endurtaka leikinn nema í öðru embætti. Staðan er hins vegar snúin, mótherjarnir eru sterkir og það er ekki alveg jafn auðvelt að grína sig í gegnum baráttuna. Jón hefur sagt að það sé offramboð af leiðindum og því vilji hann bjóða sig fram. Hingað til hefur barátta Jóns ekki beint einkennst af miklu gríni, hann hefur helst eytt tíma í að kvarta undan því að Katrín Jakobsdóttir hafi boðið sig fram. Jón Gnarr er Gluggagægir enda hefur hann gægst inn í þjóðarsálina í fjölda ára. Hann er líka stóreygur sem ýkist þegar hann notar gleraugu. Svo er hann frábær í að leika óþægilegar týpur og Gluggagægir er óþægilegasti jólasveinninn. Líkindin eru sláandi.Vísir/Vilhelm/MS Raðframbjóðandi finnur þef af friði Ástþór Magnússon hefur boðið sig sex sinnum fram til forseta (tvisvar hafa framboð hans verið dæmd ógild). Það væri hægt að skrifa heilan greinabálk um öll hans ævintýri en hér verður látið nægja að fjalla um framboðið í ár. Ástþór hefur verið duglegur að auglýsa framboðið og friðarsamtökin Frið 2000. Kostnaðurinn við auglýsingaherferð Ástþórs hleypur á milljónum króna og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Auglýsingarnar hafa líka verið heldur óvenjulegar. Fyrst má nefna rætna auglýsingu um Baldur og Felix sem birtist á Facebook. Þrátt fyrir að símanúmer og vefsíða Ástþórs væru skráð fyrir auglýsingunni þóttist hann ekki kannast við hana. Auglýsingunni var í kjölfarið eytt. Ástþór ávarpaði þjóðina í byrjun apríl og kallaði þar Baldur, Jón Gnarr og Katrínu hermangaraþríeykið. Ávarpið endaði síðan á myndbandi af kjarnorkusprengju að falla á Ísland. Helsta markmið Ástþórs er að virkja Bessastaði til friðar og hefur hann skrifað heila bók þess efnis (sem heitir Virkjum Bessastaði). Hann hefur einnig sagst munu fljúga til Moskvu til að semja um frið við Pútín Rússlandsforseta. Ástþór er Gáttaþefur. Maðurinn sem finnur þefinn af friði við hvert fótmál og er tilbúinn að leita hann uppi hvað sem það kostar. Ástþór er sennilega eini frambjóðandinn sem hefur unnið sér það til frægðar að hafa mætt í jólasveinabúning í dómssal en hann gerði það árið 2002. Ástþór ætlar að virkja Bessastaði til friðar. Uppskriftina að því megi finna í bókinni hans.MS/Vísir/Vilhelm Ísdrottning sem kann að krækja í kjósendur Ísdrottningin og athafnakonan Ásdís Rán hefur farið víða og unnið við ýmislegt. Hún bjó um tíma í Búlgaríu þar sem hún vann meðal annars við fyrirsætustörf. Ásdís hefur verið yfirlýsingaglöð í tengslum við framboð sitt og ætlar meðal annars að koma tveimur Rottweiler-hundum á Bessastaði og flytja inn nýjasta Bentley-inn. Ásdís segist vera ópólitísk og kemur til dyranna eins og hún er klædd, hvort sem það er í Gucci-dragt eða bikiníi eins og hún orðar það sjálf. Ásdís er Ketkrókur enda kann hún á ýmsu lag. Hún hefur einnig talað opinberlega um Ketó- og lágkolvetnamataræði sitt en slíkt einkennist gjarnan af kjöti. Að lokum mætti segja að fá störf séu jafn líkamleg og fyrirsætustörf. Og hvað er mannslíkaminn annað en kjöt? Ásdís Rán er áhugaþyrlumaður og þriggja barna móðir.MS/Vísir/Vilhelm Síðastur en ekki sístur Senuþjófur forsetakosninganna 2024 er án efa Viktor Traustason sem birtist upp úr þurru þegar skila átti meðmælum til landskjörstjórnar 26. apríl síðastliðinn. Framboð Viktors var úrskurðað ógilt og sagðist hann þá efast um lögfræðiþekkingu landskjörstjórnar. Hann kærði niðurstöðuna og fékk frest til að safna fleiri meðmælum sem hann og gerði. Og er nú í framboði. Af viðtölum og kappræðum að dæma er greinilega um einlægan húmorista að ræða. Aðspurður út í atvinnustöðu sína sagði hann tvær leiðir til að skilgreina það, hann myndi sjálfur segjast vera milli starfa en aðrir myndu örugglega kalla hann atvinnulausan aumingja. Viktor er Kertasníkir enda stal hann sviðsljósinu. Einhverjir vilja meina að Viktor sé frambjóðandinn sem Píratar hafa beðið eftir, maður sem talar eins og alvöru netverji. Aðrir segja að hér sé kominn einlægur frambjóðandi sem er ekkert að fegra hlutina. Eitt af kosningaloforðum Viktors er að þingmenn geti ekki verið ráðherrar.MS/Vísir/Vilhelm Andleg vera á líkamlegri vegferð Sigríður Hrund Pétursdóttir kom snemma inn í baráttuna og kallaði sjálfa sig Frú forseta. Sigríður var sigurviss frá fyrsta degi og skrifaði meira að segja skálduð eftirmæli um sjálfa sig. Hins vegar gekk framboðið á afturfótunum frá byrjun. Hún tilkynnti um framboðið með flugeldum í fimmtugsafmæli sínu og fékk í kjölfarið kvartanir frá óánægðum nágrönnum. Skömmu eftir það hætti Hödd Vilhjálmsdóttir störfum sem upplýsingafulltrúi Sigríðar. Þrátt fyrir að auglýsa grimmt í blöðum tókst Sigríði ekki einu sinni að safna nægilega mörgum meðmælum til að bjóða sig fram. Einhverjir töldu það áfellisdóm fyrir Félag kvenna í atvinnulífinu en Sigríður fór með formennsku í félaginu fyrir ekki svo löngu. Sigríður Hrund er Jólakötturinn. Kjósendum var lofað að Frú forseti færi á Bessastaði eða allavega í kosningabaráttuna en keyptu köttinn í sekknum. Frú forseti kemst ekki á Bessastaði í ár (nema henni verði boðið þangað).Vísir/Steingrímur Dúi/Vilhelm Forseti með buff Það er ekki oft sem forseti er bæði lúði og nörd en Guðna Th. Jóhannessyni tókst að vera hvort tveggja í senn. Hann var (og er) forseti sem klæddi sig í fyndna sokka og setti á sig buff en gat líka nördað yfir sig með sagnfræðitali. Guðni er þess vegna Leppalúði. Hann er líka eiginlegur faðir forsetaframbjóðendanna tólf, í það minnsta mun einn þeirra taka við af honum. Einn frambjóðendanna tólf mun taka við af Guðna. Eins og góðum föður sæmir mun Guðni örugglega kenna eftirmanni sínum það sem þarf að vita.Vísir/Vilhelm/Þjóðminjasafnið Grýla elskar börnin sín Grýla er þá síðust á listanum og það blasir líka við hver hún er. Ólafur Ragnar Grímsson er Grýla. Óli Grís verður Óli Grýla. Maðurinn sem ól óbeint upp alla jólasveinana sem eru í framboði, Forsetinn sem var með tangarhald á þjóðinni frá 1996 til 2016. Hann var forseti í tuttugu ár en hefði miðað við vinsældirnar örugglega getað haldið áfram út í hið óendanlega. Grýla elskar alla jólasveinana en á sér þó alltaf uppáhaldsjólavein. Um þessar mundir er það Bjúgnakrækir enda eru þau um margt lík, Ólafur Ragnar og Katrín Jakobsdóttir. Hún fetar í það minnsta sambærilega leið og hann fór þremur áratugum fyrr. Ólafur Ragnar Grímsson var ekki óumdeildur forseti en sat þó í heil fimm kjörtímabil.MS/Vísir/Arnar
Forsetakosningar 2024 Grín og gaman Jólasveinar Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Einar segir forsetaembættið um ekki neitt Einar Kárason rithöfundur fer yfir stöðuna í baráttunni um Bessastaði, að hætti hússins. Hann furðar sig á tilstandinu. 3. maí 2024 13:24 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00
Einar segir forsetaembættið um ekki neitt Einar Kárason rithöfundur fer yfir stöðuna í baráttunni um Bessastaði, að hætti hússins. Hann furðar sig á tilstandinu. 3. maí 2024 13:24