Trump sektaður um meira en milljón króna Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2024 16:04 Donald Trump í dómsal í New York í morgun. AP/Justin Lane Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. Níu þúsund dalir samsvara tæplega 1,3 milljónum króna. Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Cohen greiddi Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn í upphafi apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Síðan þá hefur Trump ítrekað látið reyna á múlinn, meðal annars með því að kalla vitni í málinu gegn sér „drulludela“. Merchan vísaði í dag til níu færslna á samfélagsmiðli Trumps, Truth Social, sem hann segir brjóta gegn þagnarskyldunni og skipaði hann forsetanum fyrrverandi að fjarlægja þær. Saksóknarar hafa bent Merchan á fjölda færslna sem þeir segja að fari gegn þagnarskyldunni og hafa þeir haldið því fram að ítrekuð brot Trumps ógni réttarhöldunum. Þeir bentu á fjórar nýjar færslur í morgun, en samkvæmt frétt New York Times á að taka þær fyrir í dag. Framboð Trumps hefur þegar sent út fjáröflunarpóst þar sem talað er um úrskurðinn í morgun. „Demókratadómari úrskurðaði gegn mér,“ segir í titli póstsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá stendur þar að „Demókratadómari“ hafi sagt Trump vanvirða réttinn og markmiðið sé að þagga niður í honum. „Standið með Trump,“ segir þar einnig og er fólk beðið um að senda forsetanum fyrrverandi peninga. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Níu þúsund dalir samsvara tæplega 1,3 milljónum króna. Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Cohen greiddi Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn í upphafi apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Síðan þá hefur Trump ítrekað látið reyna á múlinn, meðal annars með því að kalla vitni í málinu gegn sér „drulludela“. Merchan vísaði í dag til níu færslna á samfélagsmiðli Trumps, Truth Social, sem hann segir brjóta gegn þagnarskyldunni og skipaði hann forsetanum fyrrverandi að fjarlægja þær. Saksóknarar hafa bent Merchan á fjölda færslna sem þeir segja að fari gegn þagnarskyldunni og hafa þeir haldið því fram að ítrekuð brot Trumps ógni réttarhöldunum. Þeir bentu á fjórar nýjar færslur í morgun, en samkvæmt frétt New York Times á að taka þær fyrir í dag. Framboð Trumps hefur þegar sent út fjáröflunarpóst þar sem talað er um úrskurðinn í morgun. „Demókratadómari úrskurðaði gegn mér,“ segir í titli póstsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá stendur þar að „Demókratadómari“ hafi sagt Trump vanvirða réttinn og markmiðið sé að þagga niður í honum. „Standið með Trump,“ segir þar einnig og er fólk beðið um að senda forsetanum fyrrverandi peninga.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28
Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27