Leggja til kröfu um sólarsellur á þaki nýbygginga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. apríl 2024 13:21 Hér er verið að leggja sólarsellur á þak heimilis í Frankfurt. Í skýrslu starfshópsins segir að gert sé ráð fyrir að sólarorka verði einn mikilvægasti orkugjafinn í heiminum innan skamms. vísir/AP Sólarorka mun gegna lykilatriði í orkuskiptum segir formaður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Gera á kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur samkvæmt tillögum starfshópsins. Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins. Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins.
Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent