„Við eigum að geta varist föstum leikatriðum“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 22:05 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld. „Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann