Spurðu fólkið Halla Tómasdóttir skrifar 28. apríl 2024 16:00 Gildir lýðræðið bara á fjögurra ára fresti? Eru kjósendur utan þjónustusvæðis þess á milli? Eftir fjármálahrunið 2008 leið mörgum eins og þeir væru leiksoppar ráðamanna, engu skipti hvað hinum „venjulega manni“ fyndist, hann væri ekki með á leikvellinum. Sjálfsmynd þjóðarinnar var brotin – eða hreinlega ekki til. Ekkert sameiningarafl. Enginn spegill að horfa í. Við vorum handfylli ólíkra einstaklinga sem ákváðum að gera eitthvað í þessu – við yrðum að finna leið til að tala saman og finna hvert þessi þjóð vildi stefna. „Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara, þá endarðu bara einhvers staðar,“ sagði kötturinn við Lísu í Undralandi. Það skiptir máli að reyna að átta sig á því hvert maður vill fara. En hvernig er hægt að finna út hvað fólki finnst? Það eru margar aðferðir til þess, þróaðar af rannsakendum og ráðgjöfum með mikla reynslu - við ákváðum að læra af þeim bestu. Fyrsta skrefið var að finna hóp sem endurspeglaði þjóðina hvað aldur, kyn, búsetu og aðra lykilþætti varðaði. Tölfræðingar kunna þetta og vinna með Þjóðskrána sem grunn. Hún nær yfir alla þjóðina og sé hópurinn nógu stór, gefur hann marktæka mynd af heildinni. Þetta er kallað slembiúrtak. Við fengum Þjóðskrá til að taka slembiúrtak af íslensku þjóðinni sem við buðum til fundar – Þjóðfundar í Laugardalshöll þann 14. nóvember 2009. Við buðum 1200 Íslendingum á öllum aldri og úr öllum áttum að taka þátt og til viðbótar buðum við 300 fulltrúum hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana samfélagsins. Þannig varð til 1500 manna hópur sem tók þátt í þessum merkilega fundi. Hópnum var skipt niður á 9 manna borð, til viðbótar var einn „borðstjóri“ sem sá um að dagskrá væri fylgt, allir kæmust að, allar skoðanir væru virtar og ræddar, þær skiluðu sér og væru skráðar. Öllu var til haga haldið með bestu aðferðum sem völ var á. Hugmyndin var að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings til að greina þau grundvallargildi sem samfélagið ætti að vera reist á, og móta þannig okkar framtíðarsýn. Heiðarleiki var það gildi sem skar sig algjörlega úr sem mikilvægast fyrir samfélagið, en á eftir komu jafnrétti, virðing, réttlæti og ábyrgð. Þarna fundum við leiðarljós þjóðarinnar – áttavitann okkar. Forseti þarf ekki að leita í eigin huga eftir þeim gildum sem hann setur á oddinn. Þjóðin er búin að segja okkur hver þau eru. Reyndar eru 15 ár síðan og sumt kann að hafa breyst. Það kann að vera að þau sem voru börn þá og eru orðin fullorðin núna, hafi sitt að segja. Það þarf að spyrja þau. Sennilega væri gott að endurtaka leikinn og greina hvaða gildi þjóðinni eru hugstæðust núna. Þetta vil ég gera. Ég vil spyrja fólkið, hlusta á svörin og breyta samkvæmt þeim. Forseti er ekki fulltrúi eigin áhugamála, hann er fulltrúi þjóðarinnar. Ég veit að þetta er hægt, í góðum hópi hef ég gert það áður og vil gera það aftur. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Gildir lýðræðið bara á fjögurra ára fresti? Eru kjósendur utan þjónustusvæðis þess á milli? Eftir fjármálahrunið 2008 leið mörgum eins og þeir væru leiksoppar ráðamanna, engu skipti hvað hinum „venjulega manni“ fyndist, hann væri ekki með á leikvellinum. Sjálfsmynd þjóðarinnar var brotin – eða hreinlega ekki til. Ekkert sameiningarafl. Enginn spegill að horfa í. Við vorum handfylli ólíkra einstaklinga sem ákváðum að gera eitthvað í þessu – við yrðum að finna leið til að tala saman og finna hvert þessi þjóð vildi stefna. „Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara, þá endarðu bara einhvers staðar,“ sagði kötturinn við Lísu í Undralandi. Það skiptir máli að reyna að átta sig á því hvert maður vill fara. En hvernig er hægt að finna út hvað fólki finnst? Það eru margar aðferðir til þess, þróaðar af rannsakendum og ráðgjöfum með mikla reynslu - við ákváðum að læra af þeim bestu. Fyrsta skrefið var að finna hóp sem endurspeglaði þjóðina hvað aldur, kyn, búsetu og aðra lykilþætti varðaði. Tölfræðingar kunna þetta og vinna með Þjóðskrána sem grunn. Hún nær yfir alla þjóðina og sé hópurinn nógu stór, gefur hann marktæka mynd af heildinni. Þetta er kallað slembiúrtak. Við fengum Þjóðskrá til að taka slembiúrtak af íslensku þjóðinni sem við buðum til fundar – Þjóðfundar í Laugardalshöll þann 14. nóvember 2009. Við buðum 1200 Íslendingum á öllum aldri og úr öllum áttum að taka þátt og til viðbótar buðum við 300 fulltrúum hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana samfélagsins. Þannig varð til 1500 manna hópur sem tók þátt í þessum merkilega fundi. Hópnum var skipt niður á 9 manna borð, til viðbótar var einn „borðstjóri“ sem sá um að dagskrá væri fylgt, allir kæmust að, allar skoðanir væru virtar og ræddar, þær skiluðu sér og væru skráðar. Öllu var til haga haldið með bestu aðferðum sem völ var á. Hugmyndin var að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings til að greina þau grundvallargildi sem samfélagið ætti að vera reist á, og móta þannig okkar framtíðarsýn. Heiðarleiki var það gildi sem skar sig algjörlega úr sem mikilvægast fyrir samfélagið, en á eftir komu jafnrétti, virðing, réttlæti og ábyrgð. Þarna fundum við leiðarljós þjóðarinnar – áttavitann okkar. Forseti þarf ekki að leita í eigin huga eftir þeim gildum sem hann setur á oddinn. Þjóðin er búin að segja okkur hver þau eru. Reyndar eru 15 ár síðan og sumt kann að hafa breyst. Það kann að vera að þau sem voru börn þá og eru orðin fullorðin núna, hafi sitt að segja. Það þarf að spyrja þau. Sennilega væri gott að endurtaka leikinn og greina hvaða gildi þjóðinni eru hugstæðust núna. Þetta vil ég gera. Ég vil spyrja fólkið, hlusta á svörin og breyta samkvæmt þeim. Forseti er ekki fulltrúi eigin áhugamála, hann er fulltrúi þjóðarinnar. Ég veit að þetta er hægt, í góðum hópi hef ég gert það áður og vil gera það aftur. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun