Vandamálaráðuneytið útnefndi hinn fimmtán ára Viðar til sigurs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 12:00 Viðar ásamt Lilju Dögg Alferðsdóttur menningarmálaráðherra. Stjórnarráðið Hinn fimmtán ára gamli Viðar Már Friðjónsson hlaut fyrstu verðlaun í efniskeppni Vandamálaráðuneytisins, sem snerist um að búa til efni á fjölbreyttri íslensku. Patrekur Jaime og Sunneva Einars, ráðuneytisstjórar verkefnisins höfðu vakið athygli í auglýsingum fyrir keppnina. Framlag Viðars í keppninni, sem leiddi hann til sigurs, var endurgerð atriðis úr stórmyndinni Dune 2. Atriðið hafði hann þýtt yfir á íslensku auk þess sem hann föndraði leikmuni, endurgerði atriðið á upptöku og klippti. Afurðin, Dúna: Seinni hluti, er aðgengileg á vef verkefnisins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafnfirðingurinn Viðar Már þegar framleitt tvær aðrar bíómyndir ásamt vinum sínum og sýnt aðra þeirra í Bæjarbíói. Aðspurður hvað hann ætli að gera við þrjú hundruð þúsund kallinn sem hann fékk í verðlaun segist hann vera að vinna að þáttum með vinum sínum og eitthvað af peningunum gæti nýst í það. Í tilkynningu segir að vandamálaráðuneytið hafi fengið til liðs við sig margs konar hæfileikafólk til þess að hvetja sem flesta til þess að gera fjölbreytt samfélagsmiðlaefni á fjölbreyttri íslensku. Meðal þeirra eru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime og Sunneva Einars. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Vandamálið (@vandamalid) „Þátttakendur í keppninni sýndu og sönnuðu að íslenskan er bæði sprelllifandi og mjög skapandi tungumál og átti dómnefnd keppninnar út töluvert vöndu að ráða,“ segir í tilkynningu. Alls bárust rúmlega 160 innsendingar í efniskeppnina sem skipulögð var af hinu nýja „ráðuneyti“ í vetur. Það er menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið sem standa að baki verkefninu. Menning Íslensk tunga Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira
Framlag Viðars í keppninni, sem leiddi hann til sigurs, var endurgerð atriðis úr stórmyndinni Dune 2. Atriðið hafði hann þýtt yfir á íslensku auk þess sem hann föndraði leikmuni, endurgerði atriðið á upptöku og klippti. Afurðin, Dúna: Seinni hluti, er aðgengileg á vef verkefnisins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafnfirðingurinn Viðar Már þegar framleitt tvær aðrar bíómyndir ásamt vinum sínum og sýnt aðra þeirra í Bæjarbíói. Aðspurður hvað hann ætli að gera við þrjú hundruð þúsund kallinn sem hann fékk í verðlaun segist hann vera að vinna að þáttum með vinum sínum og eitthvað af peningunum gæti nýst í það. Í tilkynningu segir að vandamálaráðuneytið hafi fengið til liðs við sig margs konar hæfileikafólk til þess að hvetja sem flesta til þess að gera fjölbreytt samfélagsmiðlaefni á fjölbreyttri íslensku. Meðal þeirra eru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime og Sunneva Einars. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Vandamálið (@vandamalid) „Þátttakendur í keppninni sýndu og sönnuðu að íslenskan er bæði sprelllifandi og mjög skapandi tungumál og átti dómnefnd keppninnar út töluvert vöndu að ráða,“ segir í tilkynningu. Alls bárust rúmlega 160 innsendingar í efniskeppnina sem skipulögð var af hinu nýja „ráðuneyti“ í vetur. Það er menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið sem standa að baki verkefninu.
Menning Íslensk tunga Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira