Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 22:48 Lögregluþjónar að störfum í Þýskalandi í dag. AP/Hendrik Schmidt Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti. Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti.
Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25
UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent