Tíu KR-ingar skoruðu níu í gölnum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2024 21:16 Benóný Breki Andrésson skoraði tvö marka KR í kvöld Vísir/Anton Brink KR komst áfram í Mjólkurbikar karla í kvöld eftir skrautlegan leik við KÁ, Knattspyrnufélaginu Ásvöllum, í Hafnarfirði. KR lenti óvænt undir í leiknum vegna marks Bjarka Sigurjónssonar beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Fyrir hlé skoraði Benóný Breki Andrésson hins vegar tvö og Luke Rae eitt, staðan 3-1 í hálfleik. Hér er markið sem kom fjórðu deildarliði K.Á. óvænt yfir gegn KR. Sérdeilis prýðileg afgreiðsla, Bjarki Sigurjónsson⚽️@mjolkurbikarinn pic.twitter.com/xwhMrtMASl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Rae skoraði öðru sinni snemma í síðari hálfleik en fór í kjölfarið meiddur af velli aðeins tveimur mínútum síðar, enn einn KR-ingurinn sem meiðist snemma móts. Hann fylgir í kjölfar Arons Sigurðarsonar, Hrafns Tómassonar, Theódórs Elmars Bjarnasonar og Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem allir hafa farið meiddir af velli í upphafi móts. Skömmu eftir að Rae fór út af fór félagi hans, markvörðurinn Sam Blair, sömu leið. Hann meiddist þó ekki heldur fékk hann beint rautt spjald og vítaspyrna dæmd. Friðleifur Friðleifsson skoraði af punktinum og minnkaði muninn í 4-2 og KÁ manni fleiri í 35 mínútur. Axel Óskar Andrésson skoraði hins vegar á 57. mínútu til að koma KR í 5-2. Heimamenn, sem leika í 4. deild, voru þá sprungnir á limminu í lok leiks. Alex Þór Hauksson skoraði á 85. mínútu, Óðinn Bjarkason skoraði tvö á 87. og 89. mínútu áður en Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark og það níunda hjá KR. Lokatölur 9-2 fyrir Vesturbæinga eftir vægast sagt skrautlegan leik. HK-ingar áfram George Nunn var hetja HK sem fór áfram í bikarnum í kvöld eftir sigur á Þrótti í Laugardal. Hann kom HK yfir snemma leiks en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði snemma í síðari hálfleik. Nunn skoraði svo sigurmark HK-inga á 87. mínútu til að skjóta Kópavogsliðinu áfram. Mörkin úr leikjunum má sjá á vef RÚV hér. Mjólkurbikar karla KR HK Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
KR lenti óvænt undir í leiknum vegna marks Bjarka Sigurjónssonar beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Fyrir hlé skoraði Benóný Breki Andrésson hins vegar tvö og Luke Rae eitt, staðan 3-1 í hálfleik. Hér er markið sem kom fjórðu deildarliði K.Á. óvænt yfir gegn KR. Sérdeilis prýðileg afgreiðsla, Bjarki Sigurjónsson⚽️@mjolkurbikarinn pic.twitter.com/xwhMrtMASl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Rae skoraði öðru sinni snemma í síðari hálfleik en fór í kjölfarið meiddur af velli aðeins tveimur mínútum síðar, enn einn KR-ingurinn sem meiðist snemma móts. Hann fylgir í kjölfar Arons Sigurðarsonar, Hrafns Tómassonar, Theódórs Elmars Bjarnasonar og Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem allir hafa farið meiddir af velli í upphafi móts. Skömmu eftir að Rae fór út af fór félagi hans, markvörðurinn Sam Blair, sömu leið. Hann meiddist þó ekki heldur fékk hann beint rautt spjald og vítaspyrna dæmd. Friðleifur Friðleifsson skoraði af punktinum og minnkaði muninn í 4-2 og KÁ manni fleiri í 35 mínútur. Axel Óskar Andrésson skoraði hins vegar á 57. mínútu til að koma KR í 5-2. Heimamenn, sem leika í 4. deild, voru þá sprungnir á limminu í lok leiks. Alex Þór Hauksson skoraði á 85. mínútu, Óðinn Bjarkason skoraði tvö á 87. og 89. mínútu áður en Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark og það níunda hjá KR. Lokatölur 9-2 fyrir Vesturbæinga eftir vægast sagt skrautlegan leik. HK-ingar áfram George Nunn var hetja HK sem fór áfram í bikarnum í kvöld eftir sigur á Þrótti í Laugardal. Hann kom HK yfir snemma leiks en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði snemma í síðari hálfleik. Nunn skoraði svo sigurmark HK-inga á 87. mínútu til að skjóta Kópavogsliðinu áfram. Mörkin úr leikjunum má sjá á vef RÚV hér.
Mjólkurbikar karla KR HK Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira