Tíu KR-ingar skoruðu níu í gölnum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2024 21:16 Benóný Breki Andrésson skoraði tvö marka KR í kvöld Vísir/Anton Brink KR komst áfram í Mjólkurbikar karla í kvöld eftir skrautlegan leik við KÁ, Knattspyrnufélaginu Ásvöllum, í Hafnarfirði. KR lenti óvænt undir í leiknum vegna marks Bjarka Sigurjónssonar beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Fyrir hlé skoraði Benóný Breki Andrésson hins vegar tvö og Luke Rae eitt, staðan 3-1 í hálfleik. Hér er markið sem kom fjórðu deildarliði K.Á. óvænt yfir gegn KR. Sérdeilis prýðileg afgreiðsla, Bjarki Sigurjónsson⚽️@mjolkurbikarinn pic.twitter.com/xwhMrtMASl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Rae skoraði öðru sinni snemma í síðari hálfleik en fór í kjölfarið meiddur af velli aðeins tveimur mínútum síðar, enn einn KR-ingurinn sem meiðist snemma móts. Hann fylgir í kjölfar Arons Sigurðarsonar, Hrafns Tómassonar, Theódórs Elmars Bjarnasonar og Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem allir hafa farið meiddir af velli í upphafi móts. Skömmu eftir að Rae fór út af fór félagi hans, markvörðurinn Sam Blair, sömu leið. Hann meiddist þó ekki heldur fékk hann beint rautt spjald og vítaspyrna dæmd. Friðleifur Friðleifsson skoraði af punktinum og minnkaði muninn í 4-2 og KÁ manni fleiri í 35 mínútur. Axel Óskar Andrésson skoraði hins vegar á 57. mínútu til að koma KR í 5-2. Heimamenn, sem leika í 4. deild, voru þá sprungnir á limminu í lok leiks. Alex Þór Hauksson skoraði á 85. mínútu, Óðinn Bjarkason skoraði tvö á 87. og 89. mínútu áður en Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark og það níunda hjá KR. Lokatölur 9-2 fyrir Vesturbæinga eftir vægast sagt skrautlegan leik. HK-ingar áfram George Nunn var hetja HK sem fór áfram í bikarnum í kvöld eftir sigur á Þrótti í Laugardal. Hann kom HK yfir snemma leiks en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði snemma í síðari hálfleik. Nunn skoraði svo sigurmark HK-inga á 87. mínútu til að skjóta Kópavogsliðinu áfram. Mörkin úr leikjunum má sjá á vef RÚV hér. Mjólkurbikar karla KR HK Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
KR lenti óvænt undir í leiknum vegna marks Bjarka Sigurjónssonar beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Fyrir hlé skoraði Benóný Breki Andrésson hins vegar tvö og Luke Rae eitt, staðan 3-1 í hálfleik. Hér er markið sem kom fjórðu deildarliði K.Á. óvænt yfir gegn KR. Sérdeilis prýðileg afgreiðsla, Bjarki Sigurjónsson⚽️@mjolkurbikarinn pic.twitter.com/xwhMrtMASl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Rae skoraði öðru sinni snemma í síðari hálfleik en fór í kjölfarið meiddur af velli aðeins tveimur mínútum síðar, enn einn KR-ingurinn sem meiðist snemma móts. Hann fylgir í kjölfar Arons Sigurðarsonar, Hrafns Tómassonar, Theódórs Elmars Bjarnasonar og Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem allir hafa farið meiddir af velli í upphafi móts. Skömmu eftir að Rae fór út af fór félagi hans, markvörðurinn Sam Blair, sömu leið. Hann meiddist þó ekki heldur fékk hann beint rautt spjald og vítaspyrna dæmd. Friðleifur Friðleifsson skoraði af punktinum og minnkaði muninn í 4-2 og KÁ manni fleiri í 35 mínútur. Axel Óskar Andrésson skoraði hins vegar á 57. mínútu til að koma KR í 5-2. Heimamenn, sem leika í 4. deild, voru þá sprungnir á limminu í lok leiks. Alex Þór Hauksson skoraði á 85. mínútu, Óðinn Bjarkason skoraði tvö á 87. og 89. mínútu áður en Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark og það níunda hjá KR. Lokatölur 9-2 fyrir Vesturbæinga eftir vægast sagt skrautlegan leik. HK-ingar áfram George Nunn var hetja HK sem fór áfram í bikarnum í kvöld eftir sigur á Þrótti í Laugardal. Hann kom HK yfir snemma leiks en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði snemma í síðari hálfleik. Nunn skoraði svo sigurmark HK-inga á 87. mínútu til að skjóta Kópavogsliðinu áfram. Mörkin úr leikjunum má sjá á vef RÚV hér.
Mjólkurbikar karla KR HK Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira