Heyrt kjaftasögurnar um eldri mennina sem stýri henni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2024 07:00 Kristrún fer um víðan völl í Einkalífinu, ræðir á hispurslausan hátt um æskuna í Fossvoginum og hvernig hún fann sig óvænt í þeirri stöðu að vera orðin formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist alltaf hafa verið róleg í æsku en að ár í Bretlandi hafi dregið hana út úr skelinni. Hún segir tilviljanir hafa skipt miklu máli í hennar lífi og segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kristrún er gestur. Þar fer Kristrún yfir víðan völl, ræðir æskuna í Fossvoginum, árin sem hún lærði spænsku í San Sebastián og kynntist fyrstu ástinni. Þá lýsir hún fyrstu kynnum sínum af eiginmanni sínum og því hvernig hefur tekist að samþætta fjölskyldulífið með þingmanns- og formannsstörfunum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Kristrún Frostadóttir Ræðir við fólk þvert á flokka Kristrún ræðir líka sínar helstu fyrirmyndir í stjórnmálum. Þar nefnir hún félaga sína sem eru formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum en líka gamla formenn Samfylkingarinnar líkt og Margréti Frímannsdóttur, Össur Skarphéðinsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún svarar líka spurningum um vinskap sinn við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands. Hún segir þeim vel til vina, þau hafi kynnst í gegnum Arctic Circle á sínum tíma. Hún bendir á að hún tali líka við Guðna Th. Jóhannesson núverandi forseta og miklu fleiri. „Ég tala alveg við Ólaf Ragnar en ég tala líka við Guðna og allskonar fólk og þvert á stjórnmálaflokka. En ég hef alveg heyrt þessar sögur, að það sé einhver á bakvið mig og þetta eiga aðallega að vera eldri karlmenn sem eru að stýra mér. Það þykir rosalega vinsæl kenning, sem er auðvitað bara hlægilegt,“ segir Kristrún. „Ég auðvitað leita mér ráða hjá reynslumiklu fólki en það er alveg þvert á hið pólitíska landslag og það er líka bara þvert á aldur, og kyn og reynslu og allt þetta. Þú auðvitað bara tekur inn allskonar upplýsingar en í lok dags þá tekur maður ákvörðun sjálfur á eigin forsendum.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Alþingi Samfylkingin Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kristrún er gestur. Þar fer Kristrún yfir víðan völl, ræðir æskuna í Fossvoginum, árin sem hún lærði spænsku í San Sebastián og kynntist fyrstu ástinni. Þá lýsir hún fyrstu kynnum sínum af eiginmanni sínum og því hvernig hefur tekist að samþætta fjölskyldulífið með þingmanns- og formannsstörfunum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Kristrún Frostadóttir Ræðir við fólk þvert á flokka Kristrún ræðir líka sínar helstu fyrirmyndir í stjórnmálum. Þar nefnir hún félaga sína sem eru formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum en líka gamla formenn Samfylkingarinnar líkt og Margréti Frímannsdóttur, Össur Skarphéðinsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún svarar líka spurningum um vinskap sinn við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands. Hún segir þeim vel til vina, þau hafi kynnst í gegnum Arctic Circle á sínum tíma. Hún bendir á að hún tali líka við Guðna Th. Jóhannesson núverandi forseta og miklu fleiri. „Ég tala alveg við Ólaf Ragnar en ég tala líka við Guðna og allskonar fólk og þvert á stjórnmálaflokka. En ég hef alveg heyrt þessar sögur, að það sé einhver á bakvið mig og þetta eiga aðallega að vera eldri karlmenn sem eru að stýra mér. Það þykir rosalega vinsæl kenning, sem er auðvitað bara hlægilegt,“ segir Kristrún. „Ég auðvitað leita mér ráða hjá reynslumiklu fólki en það er alveg þvert á hið pólitíska landslag og það er líka bara þvert á aldur, og kyn og reynslu og allt þetta. Þú auðvitað bara tekur inn allskonar upplýsingar en í lok dags þá tekur maður ákvörðun sjálfur á eigin forsendum.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Alþingi Samfylkingin Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira