Jafnaðarmannastefnan – stefna velferðar Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2024 06:00 Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Reykjavík Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar