Þurfum við að koma Íslandi aftur á rétta braut? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 07:00 Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Þessi hvatningarorð sem eiga að glæða vonarglætu í brjóstum örvæntingarfullra kjósenda eru ekki beinlínis í samræmi við stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Síður en svo. Ísland meðal ríkustu landa heimsins. Ísland er eitt öruggasta land í heimi. Á Íslandi er einhver mesti jöfnuður sem fyrirfinnst og félagslegur hreyfanleiki sömuleiðis; hér eru jöfnust tækifæri. Íslendingar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims og lifa einna lengst. Hér er kynjajafnrétti mest í heimi, mesta atvinnuþátttaka kvenna og hér er einn mesti stuðningurinn við barnafjölskyldur. Á Íslandi atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist og mest aðgengi að atvinnutækifærum. Hér er einhver mesti kaupmáttur launa á byggðu bóli og við höfum líklega besta lífeyriskerfi í heimi. Á Íslandi er hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku og hér er hreinna loft en annars staðar. Að vera í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd þýðir samt ekki, að ekki megi gera betur. Þá skiptir máli að treysta þeim til þess sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Í Reykjavíkurborg sem Samfylkingin hefur stýrt áratugum saman, finnast nefnilega sannarlega örvæntingafullir kjósendur. Reykvíkingar sem borga himinhá fasteignagjöld, en fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. Við erum með yfirfullar ruslatunnur þrátt fyrir hlutastarf við flokkun. Reykvíkingar sem finna ekki samastað í borginni á yfirfullum og rándýrum þéttingarreitum. Við sitjum föst í bílaumferð dag hvern. Og búum í höfuðborginni sem er á hausnum og fær hvergi lán. Það væri nær að Samfylkingin lofaði Reykvíkingum að „rífa hlutina í gang“ og koma borginni aftur á rétta braut. Þar sem hún hefur sannarlega umboð og tækifæri til, ekki í framtíðinni heldur núna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Þessi hvatningarorð sem eiga að glæða vonarglætu í brjóstum örvæntingarfullra kjósenda eru ekki beinlínis í samræmi við stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Síður en svo. Ísland meðal ríkustu landa heimsins. Ísland er eitt öruggasta land í heimi. Á Íslandi er einhver mesti jöfnuður sem fyrirfinnst og félagslegur hreyfanleiki sömuleiðis; hér eru jöfnust tækifæri. Íslendingar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims og lifa einna lengst. Hér er kynjajafnrétti mest í heimi, mesta atvinnuþátttaka kvenna og hér er einn mesti stuðningurinn við barnafjölskyldur. Á Íslandi atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist og mest aðgengi að atvinnutækifærum. Hér er einhver mesti kaupmáttur launa á byggðu bóli og við höfum líklega besta lífeyriskerfi í heimi. Á Íslandi er hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku og hér er hreinna loft en annars staðar. Að vera í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd þýðir samt ekki, að ekki megi gera betur. Þá skiptir máli að treysta þeim til þess sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Í Reykjavíkurborg sem Samfylkingin hefur stýrt áratugum saman, finnast nefnilega sannarlega örvæntingafullir kjósendur. Reykvíkingar sem borga himinhá fasteignagjöld, en fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. Við erum með yfirfullar ruslatunnur þrátt fyrir hlutastarf við flokkun. Reykvíkingar sem finna ekki samastað í borginni á yfirfullum og rándýrum þéttingarreitum. Við sitjum föst í bílaumferð dag hvern. Og búum í höfuðborginni sem er á hausnum og fær hvergi lán. Það væri nær að Samfylkingin lofaði Reykvíkingum að „rífa hlutina í gang“ og koma borginni aftur á rétta braut. Þar sem hún hefur sannarlega umboð og tækifæri til, ekki í framtíðinni heldur núna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun