Þurfum við að koma Íslandi aftur á rétta braut? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 07:00 Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Þessi hvatningarorð sem eiga að glæða vonarglætu í brjóstum örvæntingarfullra kjósenda eru ekki beinlínis í samræmi við stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Síður en svo. Ísland meðal ríkustu landa heimsins. Ísland er eitt öruggasta land í heimi. Á Íslandi er einhver mesti jöfnuður sem fyrirfinnst og félagslegur hreyfanleiki sömuleiðis; hér eru jöfnust tækifæri. Íslendingar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims og lifa einna lengst. Hér er kynjajafnrétti mest í heimi, mesta atvinnuþátttaka kvenna og hér er einn mesti stuðningurinn við barnafjölskyldur. Á Íslandi atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist og mest aðgengi að atvinnutækifærum. Hér er einhver mesti kaupmáttur launa á byggðu bóli og við höfum líklega besta lífeyriskerfi í heimi. Á Íslandi er hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku og hér er hreinna loft en annars staðar. Að vera í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd þýðir samt ekki, að ekki megi gera betur. Þá skiptir máli að treysta þeim til þess sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Í Reykjavíkurborg sem Samfylkingin hefur stýrt áratugum saman, finnast nefnilega sannarlega örvæntingafullir kjósendur. Reykvíkingar sem borga himinhá fasteignagjöld, en fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. Við erum með yfirfullar ruslatunnur þrátt fyrir hlutastarf við flokkun. Reykvíkingar sem finna ekki samastað í borginni á yfirfullum og rándýrum þéttingarreitum. Við sitjum föst í bílaumferð dag hvern. Og búum í höfuðborginni sem er á hausnum og fær hvergi lán. Það væri nær að Samfylkingin lofaði Reykvíkingum að „rífa hlutina í gang“ og koma borginni aftur á rétta braut. Þar sem hún hefur sannarlega umboð og tækifæri til, ekki í framtíðinni heldur núna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Þessi hvatningarorð sem eiga að glæða vonarglætu í brjóstum örvæntingarfullra kjósenda eru ekki beinlínis í samræmi við stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Síður en svo. Ísland meðal ríkustu landa heimsins. Ísland er eitt öruggasta land í heimi. Á Íslandi er einhver mesti jöfnuður sem fyrirfinnst og félagslegur hreyfanleiki sömuleiðis; hér eru jöfnust tækifæri. Íslendingar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims og lifa einna lengst. Hér er kynjajafnrétti mest í heimi, mesta atvinnuþátttaka kvenna og hér er einn mesti stuðningurinn við barnafjölskyldur. Á Íslandi atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist og mest aðgengi að atvinnutækifærum. Hér er einhver mesti kaupmáttur launa á byggðu bóli og við höfum líklega besta lífeyriskerfi í heimi. Á Íslandi er hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku og hér er hreinna loft en annars staðar. Að vera í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd þýðir samt ekki, að ekki megi gera betur. Þá skiptir máli að treysta þeim til þess sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Í Reykjavíkurborg sem Samfylkingin hefur stýrt áratugum saman, finnast nefnilega sannarlega örvæntingafullir kjósendur. Reykvíkingar sem borga himinhá fasteignagjöld, en fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. Við erum með yfirfullar ruslatunnur þrátt fyrir hlutastarf við flokkun. Reykvíkingar sem finna ekki samastað í borginni á yfirfullum og rándýrum þéttingarreitum. Við sitjum föst í bílaumferð dag hvern. Og búum í höfuðborginni sem er á hausnum og fær hvergi lán. Það væri nær að Samfylkingin lofaði Reykvíkingum að „rífa hlutina í gang“ og koma borginni aftur á rétta braut. Þar sem hún hefur sannarlega umboð og tækifæri til, ekki í framtíðinni heldur núna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun