Andleg heilsa unga fólksins og áhrif samfélagsmiðla Halla Tómasdóttir skrifar 22. apríl 2024 15:01 Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu. Hana langaði til að hjálpa þeim, því þetta væri í reynd alvarlegasti heimsfaraldur okkar tíma. Við höfum síðan rætt mikið saman um þessi mál, reynt að átta okkur á helstu ástæðum þessarar stöðu og hvað sé til ráða. Þó orsakirnar séu af ýmsum toga, erum við mæðgur sammála um að aukin skjánotkun barna og ungs fólks og of mikill tími á samfélagsmiðlum hefur haft afdrifarík áhrif á andlega heilsu unga fólksins. Þessi veruleiki hefur dregið úr mikilvægum tíma í návist annars fólks og því einmanaleiki aukist, ungt fólk les minna, ver minni tíma úti í náttúrunni og sefur verr vegna sítengingar í gegnum síma og samfélagsmiðla. Í nýrri bók eftir Jonathan Haidt, prófessor í félagssálfræði við New York háskólann, er að finna sláandi niðurstöður sem styðja þessa niðurstöðu. Unglingarnir okkar eyða nú að meðaltali 5 klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, 9 klukkutímum í skjánotkun og fá 237 tilkynningar í símann sinn daglega. 95% unglinga eru virk á samfélagsmiðlum og 33% eru næstum því stöðugt tengd þeim. Jonathan segir að á árunum 2010-2015, þegar snjallsímar urðu að staðalbúnaði og samfélagsmiðlar hönnuðu ávanabindandi algorythma hafi markað endalok eðlilegs uppvaxtar barna og unglinga. Í stað þess að alast uppí leik, úti sem inni og í góðum tengslum við aðra, hafi líf unga fólksins okkar færst yfir í skjá- og samfélagsmiðlaumhverfi sem hefur svo skaðleg áhrif á þau að kvíði, þunglyndi og sjálfskaði hefur meira en tvöfaldast. Jonathan segir að við höfum verndað börnin okkar of mikið í raunheimum, en of lítið í online heimum. Í samtali við foreldra og ungt fólk um allt land, virðist mér að þessi vandi sé flestum augljós. En hvað er til ráða? Jonathan leggur til fjórar aðgerðir til úrbóta. Í fyrsta lagi segir hann að börn ættu ekki að fá snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi í menntaskóla. Í öðru lagi ættu börn ekki að vera á samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur. Í þriðja lagi leggur hann til skóla án snjallsíma. Síðast en ekki síst leggur hann til að börnin fái meira frelsi og sjálfstæði og ábyrgð í raunheinum. Allt eru þetta góð ráð, en til að það takist að ná um þau samstöðu þarf samfélagslegt átak, því unga fólkið okkar segist sjálft ekki geta dregið úr ávanabindandi samfélagsmiðla notkun nema að aðrir geri það líka. Það er von mín að skólar, foreldrar og íslenskt samfélag komi saman að átaki í þessum málum. Þegar unga fólkinu okkar líður ekki vil, líður engu okkar vel. Ég myndi líka leggja til samtal um samfélagsþjónustu ungs fólks. Það myndi gera unga fólkinu okkar sem og samfélaginu gott að verja ári af ævi sinni í þjónustu fyrir okkar góða samfélag. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Halla Tómasdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu. Hana langaði til að hjálpa þeim, því þetta væri í reynd alvarlegasti heimsfaraldur okkar tíma. Við höfum síðan rætt mikið saman um þessi mál, reynt að átta okkur á helstu ástæðum þessarar stöðu og hvað sé til ráða. Þó orsakirnar séu af ýmsum toga, erum við mæðgur sammála um að aukin skjánotkun barna og ungs fólks og of mikill tími á samfélagsmiðlum hefur haft afdrifarík áhrif á andlega heilsu unga fólksins. Þessi veruleiki hefur dregið úr mikilvægum tíma í návist annars fólks og því einmanaleiki aukist, ungt fólk les minna, ver minni tíma úti í náttúrunni og sefur verr vegna sítengingar í gegnum síma og samfélagsmiðla. Í nýrri bók eftir Jonathan Haidt, prófessor í félagssálfræði við New York háskólann, er að finna sláandi niðurstöður sem styðja þessa niðurstöðu. Unglingarnir okkar eyða nú að meðaltali 5 klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, 9 klukkutímum í skjánotkun og fá 237 tilkynningar í símann sinn daglega. 95% unglinga eru virk á samfélagsmiðlum og 33% eru næstum því stöðugt tengd þeim. Jonathan segir að á árunum 2010-2015, þegar snjallsímar urðu að staðalbúnaði og samfélagsmiðlar hönnuðu ávanabindandi algorythma hafi markað endalok eðlilegs uppvaxtar barna og unglinga. Í stað þess að alast uppí leik, úti sem inni og í góðum tengslum við aðra, hafi líf unga fólksins okkar færst yfir í skjá- og samfélagsmiðlaumhverfi sem hefur svo skaðleg áhrif á þau að kvíði, þunglyndi og sjálfskaði hefur meira en tvöfaldast. Jonathan segir að við höfum verndað börnin okkar of mikið í raunheimum, en of lítið í online heimum. Í samtali við foreldra og ungt fólk um allt land, virðist mér að þessi vandi sé flestum augljós. En hvað er til ráða? Jonathan leggur til fjórar aðgerðir til úrbóta. Í fyrsta lagi segir hann að börn ættu ekki að fá snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi í menntaskóla. Í öðru lagi ættu börn ekki að vera á samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur. Í þriðja lagi leggur hann til skóla án snjallsíma. Síðast en ekki síst leggur hann til að börnin fái meira frelsi og sjálfstæði og ábyrgð í raunheinum. Allt eru þetta góð ráð, en til að það takist að ná um þau samstöðu þarf samfélagslegt átak, því unga fólkið okkar segist sjálft ekki geta dregið úr ávanabindandi samfélagsmiðla notkun nema að aðrir geri það líka. Það er von mín að skólar, foreldrar og íslenskt samfélag komi saman að átaki í þessum málum. Þegar unga fólkinu okkar líður ekki vil, líður engu okkar vel. Ég myndi líka leggja til samtal um samfélagsþjónustu ungs fólks. Það myndi gera unga fólkinu okkar sem og samfélaginu gott að verja ári af ævi sinni í þjónustu fyrir okkar góða samfélag. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun