Stuðningur barna í grunnskóla- hvar liggur vandinn? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 22. apríl 2024 08:31 Fyrir nokkrum árum var tekið það skref að búa til kerfi sem heitir samræmd móttaka flóttafólks. Þetta voru mikilvæg skref til að samræma þjónustu og gera hana betri, skilvirkari og á jafnréttis grunnvelli. Í þeirri vinnu var mjög margt gert vel þegar kemur að félagsþjónustu. En það „gleymdist“ mikilvægi þess að huga að stuðningi við skóla þegar kemur að börnum á flótta sem koma úr miserfiðum aðstæðum. Þessi börn þurfa oft á tíðum sértæka þjónustu í skólakerfinu og hún getur stafað af ýmsum toga. Hér er áætlun að ræða stuðning við íslensku kennslu í skólanum þó það megi einnig huga að öðrum þáttum. Sveitarfélög hafa oft rætt um skort á stuðningi frá ríkinu í skólakerfinu þegar kemur að kennslu flóttabarna í grunnskólum landsins. En umræða á opinberum vettvangi hefur ekki náð neinum hæðum og það er athyglisvert út af fyrir sig. Þar til núna þar sem skólakerfið er að bugast. Við þurfum að velta því fyrir okkur af hverju það sé enginn stuðningur innifalinn í samningi um samræmdu móttöku flóttafólks eins og eðlilegt þykir? Sveitarfélög þurfa viðbótar fjármagn við það sem ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) kennsla er nú þegar að veita. Síðan þarf að endurskoða ÍSAT kennslu og veita fjármagn í samræmi við þarfir barna sem eru með annað tungumál. Einfalda svarið virðist vera að það vanti verðskrá á skólaþjónustu. Hvað er átt við því? Við vitum að hvert barn kostar ákveðið mikið í skólakerfinu og þar með ættum við hafa upplýsingar um hvað stuðningur við flóttabarn til að fá ÍSAT kennslu ætti að kosta. Það er að segja, við eigum að hafa upplýsingar um hversu mikinn stuðning hvert flóttabarn eða barn af erlendum uppruna þarf til að læra íslensku. Því það segir sig sjálft að flóttabörn og börn af erlendum uppruna þurfa að ná þessum grunni í íslensku. Þar sem íslensk börn eru nú þegar talandi tungumálið og töluvert betur stakk búin til að læra allt námsefnið í skólanum. Nú kemur að því að flóttabarn og flóttabarn er í rauninni ekki það sama og ekki heldur flóttabarn og innflytjenda barn. Ýmsar skýringar eru bak við þetta. Innflytjenda börn flytja yfirleitt til landsins með foreldrum sínum og koma beint úr öðrum skóla. Þau eru yfirleitt með grunn skólafærni og þekkja hefðbundna skólaumhverfið. Þau hafa því gengið í skóla, eru læs og skrifandi. Flestir nota latneska stafi og hafa ekki mikla áfallasögu. Flóttabörn koma úr mis slæmum aðstæðum. Flest þeirra eru jafnvel að glíma við áfallastreitu og með mikla áfallasögu. Þau hafa jafnvel búið í flóttamannabúðum og sum þeirra þekkja jafnvel ekkert annað. Margir hverjir hafa lítið gengið í skóla og sum aldrei. Sum flóttabörn eru jafnvel ekki skrifandi eða læs og sum þeirra kunna ekki latneska stafrófið. Það gefur auga leið að þessi hópur þurfi mis mikinn stuðning, mis mikinn tíma á viku í íslensku kennslu og engu síður áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir til að læra. Að því sögðu þá þarf verðleggja þjónustu eftir þörfum barnsins. Það þarf að gera stöðumat á flóttabörnum þegar þau koma fyrst í skóla. Það þyrfti að fá það á hreint hversu mikinn stuðning þau þurfa. Stuðningur í íslenskukennslu þarf að vera í samræmi við þarfir barnsins, það er eftir þroska og færni barna. Við þurfum í rauninni að vera með kerfi sem flokkar og býr til líkan þar sem sem tiltekin þjónusta er sett í verðflokka. Í dag er það þannig hjá félagsþjónustu í samræmdri móttöku. Hver liður í þjónustunni er skilgreindur og verðlagður. Það er að segja hversu margar klukkustundir og mínútur fara í ákveðna þjónustu og hversu mikið hver einstaklingur þarf í þjónustu eftir flokkum. Þannig vitum við nákvæmlega hvað hver einstaklingur kostar miða við þjónustu þörfina. Þannig fæst fjármagn frá ríkinu til að þjónusta þessa einstaklinga. Í samningaviðræðum um stuðning barna á flótta í skólakerfinu hefur þetta verið rætt, a.m.k. á þeim fundum sem höfundur greinar hefur setið en niðurstaða hefur aldrei fengist í máli. Aftur á móti til að fá fjármagn frá ríkinu í slíkt verkefni þá veit höfundur af eigin reynslu við að vinna í opinberri stjórnsýslu í yfir 20 ár og með menntun í stjórnsýslufræðum ( er líka stjórnmálafræðingur), að svona vinna þarf vera vel ígrunduð og með gögn sem sýna fram á útreikninga. Slíkt plagg þarf vera unnið af sveitarfélögum og af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfa að liggja fyrir skýr rök um hvað og hversu mikil þörf sé á ákveðinni þjónustu. Helst að skilgreint sé hverja mínútu og hverja krónu sem fer í þjónustu. Síðan þurfa ráðuneyti að fá þessi gögn og leggja fyrir ráðherra til að fá pólitískt samþykki fyrir slíku fyrirkomulagi. Eftir það þarf þetta fara fyrir Alþingi og fjárlaganefnd Alþingis því það eru þau sem hafa ákvörðunarvaldið um hvort fjármagnið verði samþykkt eða ekki. Þessi vinna er nauðsynleg svo við getum veitt flóttabörnum og börnum með annað móðurmál en íslensku viðeigandi þjónustu í skólakerfinu. Við verðum að fara hugsa um hvað sé best fyrir börnin og hvernig við getum leyst þær áskoranir sem mæta okkur. Við þurfum að bretta upp ermar og ljúka þessari vinnu! Þetta verkefni er á ábyrgð bæði ríkis og sveitarfélaga og við þurfum að komast að niðurstöðu, ekki seinna en í gær. Ábyrgð sveitarfélaga felst í því að búa til líkan og vinna grunnvinnu. Ábyrgð ríkisins er að veita fjármagnið sem þarf til að gera vinnuna að raunveruleika. Það er ekki boðlegt að bjóða fólki að setjast að á Íslandi og segjast ætla hjálpa þeim en ætla svo ekki veita þeim þann stuðning sem þau þurfa til menntunar. Það má segja að stefnuleysi stjórnvalda til margra ára í þessu málaflokki sé sökudólgurinn. Ég vil aftur á móti meina að þetta snúist frekar um vanþekkingu og slaka forgangsröðun. Okkur skortir jafnframt þekkingu í stjórnsýslunni til að leysa flókin mál en ásamt því vantar okkur rétta forgangsröðun í verkefnum. Börn eru framtíð okkar allra. Velferð okkar er háð því hvernig við styðjum við börnin á þeirra yngri árum og undirbúum þau til að geta tekið við af okkur. Höfundur er stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf, sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttabarna. Höfundur er sjálf innflytjandi og flóttabarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var tekið það skref að búa til kerfi sem heitir samræmd móttaka flóttafólks. Þetta voru mikilvæg skref til að samræma þjónustu og gera hana betri, skilvirkari og á jafnréttis grunnvelli. Í þeirri vinnu var mjög margt gert vel þegar kemur að félagsþjónustu. En það „gleymdist“ mikilvægi þess að huga að stuðningi við skóla þegar kemur að börnum á flótta sem koma úr miserfiðum aðstæðum. Þessi börn þurfa oft á tíðum sértæka þjónustu í skólakerfinu og hún getur stafað af ýmsum toga. Hér er áætlun að ræða stuðning við íslensku kennslu í skólanum þó það megi einnig huga að öðrum þáttum. Sveitarfélög hafa oft rætt um skort á stuðningi frá ríkinu í skólakerfinu þegar kemur að kennslu flóttabarna í grunnskólum landsins. En umræða á opinberum vettvangi hefur ekki náð neinum hæðum og það er athyglisvert út af fyrir sig. Þar til núna þar sem skólakerfið er að bugast. Við þurfum að velta því fyrir okkur af hverju það sé enginn stuðningur innifalinn í samningi um samræmdu móttöku flóttafólks eins og eðlilegt þykir? Sveitarfélög þurfa viðbótar fjármagn við það sem ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) kennsla er nú þegar að veita. Síðan þarf að endurskoða ÍSAT kennslu og veita fjármagn í samræmi við þarfir barna sem eru með annað tungumál. Einfalda svarið virðist vera að það vanti verðskrá á skólaþjónustu. Hvað er átt við því? Við vitum að hvert barn kostar ákveðið mikið í skólakerfinu og þar með ættum við hafa upplýsingar um hvað stuðningur við flóttabarn til að fá ÍSAT kennslu ætti að kosta. Það er að segja, við eigum að hafa upplýsingar um hversu mikinn stuðning hvert flóttabarn eða barn af erlendum uppruna þarf til að læra íslensku. Því það segir sig sjálft að flóttabörn og börn af erlendum uppruna þurfa að ná þessum grunni í íslensku. Þar sem íslensk börn eru nú þegar talandi tungumálið og töluvert betur stakk búin til að læra allt námsefnið í skólanum. Nú kemur að því að flóttabarn og flóttabarn er í rauninni ekki það sama og ekki heldur flóttabarn og innflytjenda barn. Ýmsar skýringar eru bak við þetta. Innflytjenda börn flytja yfirleitt til landsins með foreldrum sínum og koma beint úr öðrum skóla. Þau eru yfirleitt með grunn skólafærni og þekkja hefðbundna skólaumhverfið. Þau hafa því gengið í skóla, eru læs og skrifandi. Flestir nota latneska stafi og hafa ekki mikla áfallasögu. Flóttabörn koma úr mis slæmum aðstæðum. Flest þeirra eru jafnvel að glíma við áfallastreitu og með mikla áfallasögu. Þau hafa jafnvel búið í flóttamannabúðum og sum þeirra þekkja jafnvel ekkert annað. Margir hverjir hafa lítið gengið í skóla og sum aldrei. Sum flóttabörn eru jafnvel ekki skrifandi eða læs og sum þeirra kunna ekki latneska stafrófið. Það gefur auga leið að þessi hópur þurfi mis mikinn stuðning, mis mikinn tíma á viku í íslensku kennslu og engu síður áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir til að læra. Að því sögðu þá þarf verðleggja þjónustu eftir þörfum barnsins. Það þarf að gera stöðumat á flóttabörnum þegar þau koma fyrst í skóla. Það þyrfti að fá það á hreint hversu mikinn stuðning þau þurfa. Stuðningur í íslenskukennslu þarf að vera í samræmi við þarfir barnsins, það er eftir þroska og færni barna. Við þurfum í rauninni að vera með kerfi sem flokkar og býr til líkan þar sem sem tiltekin þjónusta er sett í verðflokka. Í dag er það þannig hjá félagsþjónustu í samræmdri móttöku. Hver liður í þjónustunni er skilgreindur og verðlagður. Það er að segja hversu margar klukkustundir og mínútur fara í ákveðna þjónustu og hversu mikið hver einstaklingur þarf í þjónustu eftir flokkum. Þannig vitum við nákvæmlega hvað hver einstaklingur kostar miða við þjónustu þörfina. Þannig fæst fjármagn frá ríkinu til að þjónusta þessa einstaklinga. Í samningaviðræðum um stuðning barna á flótta í skólakerfinu hefur þetta verið rætt, a.m.k. á þeim fundum sem höfundur greinar hefur setið en niðurstaða hefur aldrei fengist í máli. Aftur á móti til að fá fjármagn frá ríkinu í slíkt verkefni þá veit höfundur af eigin reynslu við að vinna í opinberri stjórnsýslu í yfir 20 ár og með menntun í stjórnsýslufræðum ( er líka stjórnmálafræðingur), að svona vinna þarf vera vel ígrunduð og með gögn sem sýna fram á útreikninga. Slíkt plagg þarf vera unnið af sveitarfélögum og af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfa að liggja fyrir skýr rök um hvað og hversu mikil þörf sé á ákveðinni þjónustu. Helst að skilgreint sé hverja mínútu og hverja krónu sem fer í þjónustu. Síðan þurfa ráðuneyti að fá þessi gögn og leggja fyrir ráðherra til að fá pólitískt samþykki fyrir slíku fyrirkomulagi. Eftir það þarf þetta fara fyrir Alþingi og fjárlaganefnd Alþingis því það eru þau sem hafa ákvörðunarvaldið um hvort fjármagnið verði samþykkt eða ekki. Þessi vinna er nauðsynleg svo við getum veitt flóttabörnum og börnum með annað móðurmál en íslensku viðeigandi þjónustu í skólakerfinu. Við verðum að fara hugsa um hvað sé best fyrir börnin og hvernig við getum leyst þær áskoranir sem mæta okkur. Við þurfum að bretta upp ermar og ljúka þessari vinnu! Þetta verkefni er á ábyrgð bæði ríkis og sveitarfélaga og við þurfum að komast að niðurstöðu, ekki seinna en í gær. Ábyrgð sveitarfélaga felst í því að búa til líkan og vinna grunnvinnu. Ábyrgð ríkisins er að veita fjármagnið sem þarf til að gera vinnuna að raunveruleika. Það er ekki boðlegt að bjóða fólki að setjast að á Íslandi og segjast ætla hjálpa þeim en ætla svo ekki veita þeim þann stuðning sem þau þurfa til menntunar. Það má segja að stefnuleysi stjórnvalda til margra ára í þessu málaflokki sé sökudólgurinn. Ég vil aftur á móti meina að þetta snúist frekar um vanþekkingu og slaka forgangsröðun. Okkur skortir jafnframt þekkingu í stjórnsýslunni til að leysa flókin mál en ásamt því vantar okkur rétta forgangsröðun í verkefnum. Börn eru framtíð okkar allra. Velferð okkar er háð því hvernig við styðjum við börnin á þeirra yngri árum og undirbúum þau til að geta tekið við af okkur. Höfundur er stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf, sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttabarna. Höfundur er sjálf innflytjandi og flóttabarn.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar