Ráðaleysi í grunnskólum og hvar í fjandanum er Mary Poppins? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 20. apríl 2024 16:30 Ég segi það oft og af innlifun, að ég elska vinnuna mína, enda starfa ég sem grunnskólakennari á yngsta stigi, þar sem einlægnin ræður ríkjum og árangur starfsins er sýnilegur. Það er að segja ég elska vinnuna mína þangað til ég er minnt à að ég er bara ein manneskja og ekki Mary Poppins. Ein manneskja stendur ekki undir öllum þeim mismunandi þörfum sem finna má í fjölbreyttum nemendahópi. Við skulum kíkja inn í kennslustund: Kennari byrjar á að útskýra námsefni à sama tíma og hann mætir hegðunarvanda á kantinum. Eftir innlögn dreifir hann verkefnum, sérverkefnum og aðlöguðu efni, allt eftir þörfum hvers og eins. Svo þarf að stökkva til og útskýra allt aftur, nema núna à öðrum tungumálum. À meðan á því stendur fara nokkrar hendur á loft með brennandi spurningar. Meðal þeirra sem eru með hendur á lofti eru nemendur með aðlagað efni vegna námserfiðleika, sem þurfa sér innlögn og útskýringar. Nú hringir tímavaki sem minnir á að einhverjir af þeim nemendum sem hafa verið í sér prógrammi eiga að fara í næsta verkefni og kennarinn þarf að lesa leiðbeiningarnar fyrir þá t.d. vegna lesblindu eða annars. Á meðan fjölgar höndum à lofti og tíminn er à enda. Eftir kennslu þarf að undirbúa innlögn, verkefni og nokkur mismunandi sérverkefni og aðlagað efni, fara yfir stærðfræðibækur og á foreldrafundi vegna enn frekari aðlögunar aðstæðna og námsefnis. Fikt teygjum bætt við undir borð órólegra nemenda og pælt í ljósastýringu með húsverðinum vegna þeirra sem þola illa ljós-áreiti. Eftir kennarafund er námskeið um hvernig kennarar geta mætt nemendum með áfallastreitu. Sumir kennarar enda daginn í Bónus, þar sem fjárfest er í pizzusnúðum fyrir þá sem ekki verða með nesti að heiman daginn eftir. Margir keyra heim, gjörsamlega tilfinningalega úrvinda. P.s. ég bý svo vel að vera í frábæru teymi og með stjórnendur sem eru boðnir og búnir til að hjálpa, styðja og styrkja. En enginn þeirra virðist geta töfrað mig í tvennu. Ok, það er kominn tími til að ég fái að vita sannleikann. Er Mary Poppins tilbúningur eða hvar í fjandanum felur hún sig? Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég segi það oft og af innlifun, að ég elska vinnuna mína, enda starfa ég sem grunnskólakennari á yngsta stigi, þar sem einlægnin ræður ríkjum og árangur starfsins er sýnilegur. Það er að segja ég elska vinnuna mína þangað til ég er minnt à að ég er bara ein manneskja og ekki Mary Poppins. Ein manneskja stendur ekki undir öllum þeim mismunandi þörfum sem finna má í fjölbreyttum nemendahópi. Við skulum kíkja inn í kennslustund: Kennari byrjar á að útskýra námsefni à sama tíma og hann mætir hegðunarvanda á kantinum. Eftir innlögn dreifir hann verkefnum, sérverkefnum og aðlöguðu efni, allt eftir þörfum hvers og eins. Svo þarf að stökkva til og útskýra allt aftur, nema núna à öðrum tungumálum. À meðan á því stendur fara nokkrar hendur á loft með brennandi spurningar. Meðal þeirra sem eru með hendur á lofti eru nemendur með aðlagað efni vegna námserfiðleika, sem þurfa sér innlögn og útskýringar. Nú hringir tímavaki sem minnir á að einhverjir af þeim nemendum sem hafa verið í sér prógrammi eiga að fara í næsta verkefni og kennarinn þarf að lesa leiðbeiningarnar fyrir þá t.d. vegna lesblindu eða annars. Á meðan fjölgar höndum à lofti og tíminn er à enda. Eftir kennslu þarf að undirbúa innlögn, verkefni og nokkur mismunandi sérverkefni og aðlagað efni, fara yfir stærðfræðibækur og á foreldrafundi vegna enn frekari aðlögunar aðstæðna og námsefnis. Fikt teygjum bætt við undir borð órólegra nemenda og pælt í ljósastýringu með húsverðinum vegna þeirra sem þola illa ljós-áreiti. Eftir kennarafund er námskeið um hvernig kennarar geta mætt nemendum með áfallastreitu. Sumir kennarar enda daginn í Bónus, þar sem fjárfest er í pizzusnúðum fyrir þá sem ekki verða með nesti að heiman daginn eftir. Margir keyra heim, gjörsamlega tilfinningalega úrvinda. P.s. ég bý svo vel að vera í frábæru teymi og með stjórnendur sem eru boðnir og búnir til að hjálpa, styðja og styrkja. En enginn þeirra virðist geta töfrað mig í tvennu. Ok, það er kominn tími til að ég fái að vita sannleikann. Er Mary Poppins tilbúningur eða hvar í fjandanum felur hún sig? Höfundur er grunnskólakennari.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun