Ráðaleysi í grunnskólum og hvar í fjandanum er Mary Poppins? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 20. apríl 2024 16:30 Ég segi það oft og af innlifun, að ég elska vinnuna mína, enda starfa ég sem grunnskólakennari á yngsta stigi, þar sem einlægnin ræður ríkjum og árangur starfsins er sýnilegur. Það er að segja ég elska vinnuna mína þangað til ég er minnt à að ég er bara ein manneskja og ekki Mary Poppins. Ein manneskja stendur ekki undir öllum þeim mismunandi þörfum sem finna má í fjölbreyttum nemendahópi. Við skulum kíkja inn í kennslustund: Kennari byrjar á að útskýra námsefni à sama tíma og hann mætir hegðunarvanda á kantinum. Eftir innlögn dreifir hann verkefnum, sérverkefnum og aðlöguðu efni, allt eftir þörfum hvers og eins. Svo þarf að stökkva til og útskýra allt aftur, nema núna à öðrum tungumálum. À meðan á því stendur fara nokkrar hendur á loft með brennandi spurningar. Meðal þeirra sem eru með hendur á lofti eru nemendur með aðlagað efni vegna námserfiðleika, sem þurfa sér innlögn og útskýringar. Nú hringir tímavaki sem minnir á að einhverjir af þeim nemendum sem hafa verið í sér prógrammi eiga að fara í næsta verkefni og kennarinn þarf að lesa leiðbeiningarnar fyrir þá t.d. vegna lesblindu eða annars. Á meðan fjölgar höndum à lofti og tíminn er à enda. Eftir kennslu þarf að undirbúa innlögn, verkefni og nokkur mismunandi sérverkefni og aðlagað efni, fara yfir stærðfræðibækur og á foreldrafundi vegna enn frekari aðlögunar aðstæðna og námsefnis. Fikt teygjum bætt við undir borð órólegra nemenda og pælt í ljósastýringu með húsverðinum vegna þeirra sem þola illa ljós-áreiti. Eftir kennarafund er námskeið um hvernig kennarar geta mætt nemendum með áfallastreitu. Sumir kennarar enda daginn í Bónus, þar sem fjárfest er í pizzusnúðum fyrir þá sem ekki verða með nesti að heiman daginn eftir. Margir keyra heim, gjörsamlega tilfinningalega úrvinda. P.s. ég bý svo vel að vera í frábæru teymi og með stjórnendur sem eru boðnir og búnir til að hjálpa, styðja og styrkja. En enginn þeirra virðist geta töfrað mig í tvennu. Ok, það er kominn tími til að ég fái að vita sannleikann. Er Mary Poppins tilbúningur eða hvar í fjandanum felur hún sig? Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég segi það oft og af innlifun, að ég elska vinnuna mína, enda starfa ég sem grunnskólakennari á yngsta stigi, þar sem einlægnin ræður ríkjum og árangur starfsins er sýnilegur. Það er að segja ég elska vinnuna mína þangað til ég er minnt à að ég er bara ein manneskja og ekki Mary Poppins. Ein manneskja stendur ekki undir öllum þeim mismunandi þörfum sem finna má í fjölbreyttum nemendahópi. Við skulum kíkja inn í kennslustund: Kennari byrjar á að útskýra námsefni à sama tíma og hann mætir hegðunarvanda á kantinum. Eftir innlögn dreifir hann verkefnum, sérverkefnum og aðlöguðu efni, allt eftir þörfum hvers og eins. Svo þarf að stökkva til og útskýra allt aftur, nema núna à öðrum tungumálum. À meðan á því stendur fara nokkrar hendur á loft með brennandi spurningar. Meðal þeirra sem eru með hendur á lofti eru nemendur með aðlagað efni vegna námserfiðleika, sem þurfa sér innlögn og útskýringar. Nú hringir tímavaki sem minnir á að einhverjir af þeim nemendum sem hafa verið í sér prógrammi eiga að fara í næsta verkefni og kennarinn þarf að lesa leiðbeiningarnar fyrir þá t.d. vegna lesblindu eða annars. Á meðan fjölgar höndum à lofti og tíminn er à enda. Eftir kennslu þarf að undirbúa innlögn, verkefni og nokkur mismunandi sérverkefni og aðlagað efni, fara yfir stærðfræðibækur og á foreldrafundi vegna enn frekari aðlögunar aðstæðna og námsefnis. Fikt teygjum bætt við undir borð órólegra nemenda og pælt í ljósastýringu með húsverðinum vegna þeirra sem þola illa ljós-áreiti. Eftir kennarafund er námskeið um hvernig kennarar geta mætt nemendum með áfallastreitu. Sumir kennarar enda daginn í Bónus, þar sem fjárfest er í pizzusnúðum fyrir þá sem ekki verða með nesti að heiman daginn eftir. Margir keyra heim, gjörsamlega tilfinningalega úrvinda. P.s. ég bý svo vel að vera í frábæru teymi og með stjórnendur sem eru boðnir og búnir til að hjálpa, styðja og styrkja. En enginn þeirra virðist geta töfrað mig í tvennu. Ok, það er kominn tími til að ég fái að vita sannleikann. Er Mary Poppins tilbúningur eða hvar í fjandanum felur hún sig? Höfundur er grunnskólakennari.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun