„Ólýsanleg stund“ fyrir Elínu Láru sem hljóp við hlið Ólympíueldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:00 Elín Lára Reynisdóttir í hópnum sem hljóp saman með Ólympíueldinn. Elín Lára Ísland átti fulltrúa þegar hlaupið var af stað með Ólympíueldinn í Ólympíu í Grikklandi í vikunni. Elín Lára Reynisdóttir segir þessa stund hafa gefið sér mikið. Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín. Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín.
Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira