„Ólýsanleg stund“ fyrir Elínu Láru sem hljóp við hlið Ólympíueldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:00 Elín Lára Reynisdóttir í hópnum sem hljóp saman með Ólympíueldinn. Elín Lára Ísland átti fulltrúa þegar hlaupið var af stað með Ólympíueldinn í Ólympíu í Grikklandi í vikunni. Elín Lára Reynisdóttir segir þessa stund hafa gefið sér mikið. Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín. Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Sjá meira
Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín.
Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti