Magni kaupmaður látinn 88 ára að aldri Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 15:56 Magni og Steinunn, sem lifir mann sinn. Magni var ákaflega minnisstæður maður og var um langt skeið holdgervingur verslunar við Laugaveginn. Oddný Magni Reynir Magnússon kaupmaður lést á Landspítalanum 16. apríl á 89. aldursári. Magni fæddist í Reykavík 5. nóvember 1935 og ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Magni var gjarnan kenndur við spilabúð sína „Hjá Magna“ og setti hann heldur betur lit sinn á miðborgina. Hann bar af sér ákaflega góðan þokka, var sjentilmaður og einkar vinsæll meðal fjölmiðlamanna þegar þurfti að taka púlsinn á miðborgarstemmningunni. Það má því sannarlega segja að skarð sé fyrir skildi með brotthvarfi hans, miðborgin er önnur. Reykjavík er önnur en hún var eftir að bílaumferð var bönnuð og túristabúðirnar tóku yfir. En Magni var reyndar sestur í helgan stein. Magni rak Frímerkjamiðstöðina á Skólavörðustíg með viðskiptafélögum sínum. Þar höndlaði Magni með frímerki, myntir og ýmsa aðra safnmuni. Árið 1978 stofnaði Magni svo „Hjá Magna“ að Laugavegi 15 og þar bættust hin ýmsu spil við safnmunina. Magni rak þá verslun ásamt eiginkonu sinni Steinunni Guðlaugsdóttur og sagði hann í samtali við Vísi að galdurinn við að tóra svo lengi væri „að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun.“ Magni var einstaklega viðræðugóður og þegar hann lét af störfum að verða sjötugur sagðist hann vilja eiga einhvern tíma til að leika sér, hvort einhver vildi ekki kaupa og halda áfram að vera Jókerinn við Laugaveg. Þar segir að allar götur síðan 1979 hafi Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. „Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Magni var kvæntur Steinunni sem lifir mann sinn en hún er fædd 1942. Þá skilur hann eftir sig þrjú uppkomin börn: Oddnýju Elínu f. 1964, Guðmund Hauk f. 1969 og Ingibjörgu f. 1974, sex barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Andlát Verslun Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Magni var gjarnan kenndur við spilabúð sína „Hjá Magna“ og setti hann heldur betur lit sinn á miðborgina. Hann bar af sér ákaflega góðan þokka, var sjentilmaður og einkar vinsæll meðal fjölmiðlamanna þegar þurfti að taka púlsinn á miðborgarstemmningunni. Það má því sannarlega segja að skarð sé fyrir skildi með brotthvarfi hans, miðborgin er önnur. Reykjavík er önnur en hún var eftir að bílaumferð var bönnuð og túristabúðirnar tóku yfir. En Magni var reyndar sestur í helgan stein. Magni rak Frímerkjamiðstöðina á Skólavörðustíg með viðskiptafélögum sínum. Þar höndlaði Magni með frímerki, myntir og ýmsa aðra safnmuni. Árið 1978 stofnaði Magni svo „Hjá Magna“ að Laugavegi 15 og þar bættust hin ýmsu spil við safnmunina. Magni rak þá verslun ásamt eiginkonu sinni Steinunni Guðlaugsdóttur og sagði hann í samtali við Vísi að galdurinn við að tóra svo lengi væri „að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun.“ Magni var einstaklega viðræðugóður og þegar hann lét af störfum að verða sjötugur sagðist hann vilja eiga einhvern tíma til að leika sér, hvort einhver vildi ekki kaupa og halda áfram að vera Jókerinn við Laugaveg. Þar segir að allar götur síðan 1979 hafi Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. „Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Magni var kvæntur Steinunni sem lifir mann sinn en hún er fædd 1942. Þá skilur hann eftir sig þrjú uppkomin börn: Oddnýju Elínu f. 1964, Guðmund Hauk f. 1969 og Ingibjörgu f. 1974, sex barnabörn og þrjú barnabarnabörn.
Andlát Verslun Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira