Magni kaupmaður látinn 88 ára að aldri Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 15:56 Magni og Steinunn, sem lifir mann sinn. Magni var ákaflega minnisstæður maður og var um langt skeið holdgervingur verslunar við Laugaveginn. Oddný Magni Reynir Magnússon kaupmaður lést á Landspítalanum 16. apríl á 89. aldursári. Magni fæddist í Reykavík 5. nóvember 1935 og ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Magni var gjarnan kenndur við spilabúð sína „Hjá Magna“ og setti hann heldur betur lit sinn á miðborgina. Hann bar af sér ákaflega góðan þokka, var sjentilmaður og einkar vinsæll meðal fjölmiðlamanna þegar þurfti að taka púlsinn á miðborgarstemmningunni. Það má því sannarlega segja að skarð sé fyrir skildi með brotthvarfi hans, miðborgin er önnur. Reykjavík er önnur en hún var eftir að bílaumferð var bönnuð og túristabúðirnar tóku yfir. En Magni var reyndar sestur í helgan stein. Magni rak Frímerkjamiðstöðina á Skólavörðustíg með viðskiptafélögum sínum. Þar höndlaði Magni með frímerki, myntir og ýmsa aðra safnmuni. Árið 1978 stofnaði Magni svo „Hjá Magna“ að Laugavegi 15 og þar bættust hin ýmsu spil við safnmunina. Magni rak þá verslun ásamt eiginkonu sinni Steinunni Guðlaugsdóttur og sagði hann í samtali við Vísi að galdurinn við að tóra svo lengi væri „að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun.“ Magni var einstaklega viðræðugóður og þegar hann lét af störfum að verða sjötugur sagðist hann vilja eiga einhvern tíma til að leika sér, hvort einhver vildi ekki kaupa og halda áfram að vera Jókerinn við Laugaveg. Þar segir að allar götur síðan 1979 hafi Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. „Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Magni var kvæntur Steinunni sem lifir mann sinn en hún er fædd 1942. Þá skilur hann eftir sig þrjú uppkomin börn: Oddnýju Elínu f. 1964, Guðmund Hauk f. 1969 og Ingibjörgu f. 1974, sex barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Andlát Verslun Reykjavík Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Magni var gjarnan kenndur við spilabúð sína „Hjá Magna“ og setti hann heldur betur lit sinn á miðborgina. Hann bar af sér ákaflega góðan þokka, var sjentilmaður og einkar vinsæll meðal fjölmiðlamanna þegar þurfti að taka púlsinn á miðborgarstemmningunni. Það má því sannarlega segja að skarð sé fyrir skildi með brotthvarfi hans, miðborgin er önnur. Reykjavík er önnur en hún var eftir að bílaumferð var bönnuð og túristabúðirnar tóku yfir. En Magni var reyndar sestur í helgan stein. Magni rak Frímerkjamiðstöðina á Skólavörðustíg með viðskiptafélögum sínum. Þar höndlaði Magni með frímerki, myntir og ýmsa aðra safnmuni. Árið 1978 stofnaði Magni svo „Hjá Magna“ að Laugavegi 15 og þar bættust hin ýmsu spil við safnmunina. Magni rak þá verslun ásamt eiginkonu sinni Steinunni Guðlaugsdóttur og sagði hann í samtali við Vísi að galdurinn við að tóra svo lengi væri „að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun.“ Magni var einstaklega viðræðugóður og þegar hann lét af störfum að verða sjötugur sagðist hann vilja eiga einhvern tíma til að leika sér, hvort einhver vildi ekki kaupa og halda áfram að vera Jókerinn við Laugaveg. Þar segir að allar götur síðan 1979 hafi Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. „Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Magni var kvæntur Steinunni sem lifir mann sinn en hún er fædd 1942. Þá skilur hann eftir sig þrjú uppkomin börn: Oddnýju Elínu f. 1964, Guðmund Hauk f. 1969 og Ingibjörgu f. 1974, sex barnabörn og þrjú barnabarnabörn.
Andlát Verslun Reykjavík Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira