Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. apríl 2024 14:32 Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Hvalveiðar Miðflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar