Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2024 12:03 Donald Trump á sakabekk í réttarsalnum á Manhattan í New York í gær. AP/Jabin Botsford Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. Sakamálið í New York er það fyrsta þar sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur. Trump er ákærður fyrir að falsa gögn til þess að fela greiðslu til fyrrverandi klámstjörnu til að koma í veg fyrir að hún segði frá kynferðislegu sambandi þeirra. Tugum möglegra kviðdómenda var vísað frá þeir þeir sögðust ekki telja að þeir gætu verið hlutlægir og óvilhallir í gær. Velja þarf tólf kviðdómendur og sex varamenn. Enn á eftir að ganga á tugi kviðdómendaefna. AP-fréttastofan segir að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að fylla kviðdóminn. Trump virtist ekki æsa sig sérstaklega yfir kviðdómendavalinu í gær. Hann sást draga ýsur á meðan dómari las leiðbeiningar til kviðdómendaefna. Washington Post segir að fyrrverandi forsetanum hafi virst áhugalaus á meðan verjendur hans og saksóknarar tókust á um hvaða sönnunargögn yrðu lögð fram í málinu. Í sama streng tók Maggie Haberman, blaðamaður New York Times sem hefur fjallað um Trump um árabil. Fyrrverandi forsetinn hafi virst eirðarlaus og honum leiðst þegar hún fylgdist með honum í réttarsalnum. „Honum leiðist auðveldlega, hann fiktar mikið. Hann þarf að sitja þarna og hann getur ekki verið í símanum sínum, hann getur ekki skoðað [samfélagsmiðil sinn] Truth Social. Hann getur ekki gert það sem hann gerir venjulega. Það verður honum erfitt, held ég,“ sagði Haberman í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni. Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Sakamálið í New York er það fyrsta þar sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur. Trump er ákærður fyrir að falsa gögn til þess að fela greiðslu til fyrrverandi klámstjörnu til að koma í veg fyrir að hún segði frá kynferðislegu sambandi þeirra. Tugum möglegra kviðdómenda var vísað frá þeir þeir sögðust ekki telja að þeir gætu verið hlutlægir og óvilhallir í gær. Velja þarf tólf kviðdómendur og sex varamenn. Enn á eftir að ganga á tugi kviðdómendaefna. AP-fréttastofan segir að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að fylla kviðdóminn. Trump virtist ekki æsa sig sérstaklega yfir kviðdómendavalinu í gær. Hann sást draga ýsur á meðan dómari las leiðbeiningar til kviðdómendaefna. Washington Post segir að fyrrverandi forsetanum hafi virst áhugalaus á meðan verjendur hans og saksóknarar tókust á um hvaða sönnunargögn yrðu lögð fram í málinu. Í sama streng tók Maggie Haberman, blaðamaður New York Times sem hefur fjallað um Trump um árabil. Fyrrverandi forsetinn hafi virst eirðarlaus og honum leiðst þegar hún fylgdist með honum í réttarsalnum. „Honum leiðist auðveldlega, hann fiktar mikið. Hann þarf að sitja þarna og hann getur ekki verið í símanum sínum, hann getur ekki skoðað [samfélagsmiðil sinn] Truth Social. Hann getur ekki gert það sem hann gerir venjulega. Það verður honum erfitt, held ég,“ sagði Haberman í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni.
Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40