Líknardeild Landspítala 25 ára Ólöf Ásdís Ólafsdóttir og Arna Dögg Einarsdóttir skrifa 16. apríl 2024 10:31 Í dag, 16. apríl er 25 ára afmæli Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Deildinni var komið á fót með sameiginlegu átaki Landspítala og Oddfellow reglunnar á Íslandi, sem ákvað í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar að veita fé til uppbyggingar fyrstu og einu sérhæfðu líknardeildar landsins. Í aðdraganda opnunar deildarinnar og á fyrstu árum hennar var unnið mikið grasrótarstarf leitt af fagfólki sem brann fyrir þróun líknarmeðferðar á Íslandi. Á þeim árum var áherslan fyrst og fremst á að sinna einstaklingum með krabbamein á lokastigum sjúkdómsferlis, en síðan hefur líknarmeðferð þróast þannig að hún á við í meðferð allra langvinnra lífsógnandi sjúkdóma svo sem hjarta-, tauga-, lungna- og nýrnasjúkdóma og á öllum stigum sjúkdóms þó vissulega aukist vægi hennar eftir því sem veikindin ágerast. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra. Áherslan er á heildrænt mat og meðferð einkenna til að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, andlegri og sálfélagslegri þjáningu. Áhersla er lögð á lífið og lífsgæði en litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Á deildinni starfar öflugt teymi fagfólks; sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, prestur, sjúkraþjálfari og sérhæft starfsfólk. Þá er mikil og góð samvinna við sálfræðinga, félagsráðgjafa, næringarfræðinga og aðrar sérgreinar lækninga spítalans, allt eftir þörfum hvers skjólstæðings hverju sinni. Með öldrun og fjölgun þjóðar mun fjöldi þeirra sem greinast með langvinna lífsógnandi sjúkdóma halda áfram að aukast á komandi árum. Meðferðum fleygir fram og ljóst að fólk lifir mun lengur með þessa sjúkdóma og fylgikvilla þeirra en áður fyrr. Þörfin fyrir góða líknarmeðferð mun því einnig aukast. Þannig verði fólki hjálpað að eiga sem best lífsgæði þrátt fyrir veikindi og ekki síður tryggð góð meðferð þegar ljóst er að lífslokin nálgast. Það var mikil gæfa að félagar í Oddfellow reglunni skyldu af miklum myndugleik standa að endurbótum á húsnæðinu í Kópavogi og gefa Landspítala, ekki aðeins fjármagn heldur einnig ómælda vinnu og þannig stuðla að opnun deildarinnar. Þeirri sögu er haldið til haga og enn njótum við góðvildar Oddfellow sem reglulega hafa stutt við starfssemi deildarinnar þessi 25 ár. Fyrir það erum við sem störfum á deildinni afar þakklát. Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 16. apríl er 25 ára afmæli Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Deildinni var komið á fót með sameiginlegu átaki Landspítala og Oddfellow reglunnar á Íslandi, sem ákvað í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar að veita fé til uppbyggingar fyrstu og einu sérhæfðu líknardeildar landsins. Í aðdraganda opnunar deildarinnar og á fyrstu árum hennar var unnið mikið grasrótarstarf leitt af fagfólki sem brann fyrir þróun líknarmeðferðar á Íslandi. Á þeim árum var áherslan fyrst og fremst á að sinna einstaklingum með krabbamein á lokastigum sjúkdómsferlis, en síðan hefur líknarmeðferð þróast þannig að hún á við í meðferð allra langvinnra lífsógnandi sjúkdóma svo sem hjarta-, tauga-, lungna- og nýrnasjúkdóma og á öllum stigum sjúkdóms þó vissulega aukist vægi hennar eftir því sem veikindin ágerast. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra. Áherslan er á heildrænt mat og meðferð einkenna til að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, andlegri og sálfélagslegri þjáningu. Áhersla er lögð á lífið og lífsgæði en litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Á deildinni starfar öflugt teymi fagfólks; sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, prestur, sjúkraþjálfari og sérhæft starfsfólk. Þá er mikil og góð samvinna við sálfræðinga, félagsráðgjafa, næringarfræðinga og aðrar sérgreinar lækninga spítalans, allt eftir þörfum hvers skjólstæðings hverju sinni. Með öldrun og fjölgun þjóðar mun fjöldi þeirra sem greinast með langvinna lífsógnandi sjúkdóma halda áfram að aukast á komandi árum. Meðferðum fleygir fram og ljóst að fólk lifir mun lengur með þessa sjúkdóma og fylgikvilla þeirra en áður fyrr. Þörfin fyrir góða líknarmeðferð mun því einnig aukast. Þannig verði fólki hjálpað að eiga sem best lífsgæði þrátt fyrir veikindi og ekki síður tryggð góð meðferð þegar ljóst er að lífslokin nálgast. Það var mikil gæfa að félagar í Oddfellow reglunni skyldu af miklum myndugleik standa að endurbótum á húsnæðinu í Kópavogi og gefa Landspítala, ekki aðeins fjármagn heldur einnig ómælda vinnu og þannig stuðla að opnun deildarinnar. Þeirri sögu er haldið til haga og enn njótum við góðvildar Oddfellow sem reglulega hafa stutt við starfssemi deildarinnar þessi 25 ár. Fyrir það erum við sem störfum á deildinni afar þakklát. Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir Líknardeildar Landspítala í Kópavogi.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar