Konur sem eiga ekki að eignast börn Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. apríl 2024 08:30 Jöfn staða fólks eftir kyni er tryggð í stjórnarskrá Íslands. Jafn réttur og jöfn staða fólks er jafnframt tíunduð í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um skyldur atvinnurekenda til að auðvelda starfsfólki að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof. Þá er atvinnurekendum óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku og almenn vinnuskilyrði starfsfólks. Atvinnurekendur sem brjóta gegn lögunum geta orðið skaðabótaskyldir samkvæmt almennum reglum þar um. Nýlega steig kona fram á þessum vettvangi og greindi frá því að henni hefði verið boðið lægri staða og laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Í frásögn hennar kom fram að hún hefði eignast tvö börn með stuttu millibili, en þegar hún stefndi að endurkomu var henni síður en svo tekið opnum örmum. Henni stæði til boða að taka við nýju starfi af lægri tign og lækka þar með um tvo launaflokka. Þessi saga er ekki einsdæmi. Alltof oft hef ég heyrt svipaðar sögur frá vinkonum og kunningjakonum. Ég hef því sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvort atvinnuréttindi kvenna sem snúa til vinnu að loknu fæðingarorlofi séu nægilega tryggð í lögum. Ef ekki, hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að svo verði. Það verður fróðlegt að heyra svör ráðherrans. Mæður taka almennt talsvert lengra orlof en feður, auk þess sem þær geta þurft að hverfa fyrr af vinnumarkaði á meðgöngu. Reynslusögur eru líka sagðar af atvinnuviðtölum þar sem konurnar eru spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Undir rós auðvitað, svo lögbrotið sé ekki eins augljóst. Frjósemi íslenskra kvenna heldur áfram að minnka og meðalaldur mæðra að hækka. Viðhorf til kvenna á vinnumarkaði hefur þar eflaust mikið að segja, þótt vandinn í dagvistunarmálum, sérstaklega í Reykjavík, sé að vísu oft nefnd í þessu samhengi. Þeir sem segjast hafa áhyggjur af þróun aldurspýramídans hérlendis ættu að hafa þetta hugfast. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Frjósemi Fæðingarorlof Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Jöfn staða fólks eftir kyni er tryggð í stjórnarskrá Íslands. Jafn réttur og jöfn staða fólks er jafnframt tíunduð í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um skyldur atvinnurekenda til að auðvelda starfsfólki að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof. Þá er atvinnurekendum óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku og almenn vinnuskilyrði starfsfólks. Atvinnurekendur sem brjóta gegn lögunum geta orðið skaðabótaskyldir samkvæmt almennum reglum þar um. Nýlega steig kona fram á þessum vettvangi og greindi frá því að henni hefði verið boðið lægri staða og laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Í frásögn hennar kom fram að hún hefði eignast tvö börn með stuttu millibili, en þegar hún stefndi að endurkomu var henni síður en svo tekið opnum örmum. Henni stæði til boða að taka við nýju starfi af lægri tign og lækka þar með um tvo launaflokka. Þessi saga er ekki einsdæmi. Alltof oft hef ég heyrt svipaðar sögur frá vinkonum og kunningjakonum. Ég hef því sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvort atvinnuréttindi kvenna sem snúa til vinnu að loknu fæðingarorlofi séu nægilega tryggð í lögum. Ef ekki, hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að svo verði. Það verður fróðlegt að heyra svör ráðherrans. Mæður taka almennt talsvert lengra orlof en feður, auk þess sem þær geta þurft að hverfa fyrr af vinnumarkaði á meðgöngu. Reynslusögur eru líka sagðar af atvinnuviðtölum þar sem konurnar eru spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Undir rós auðvitað, svo lögbrotið sé ekki eins augljóst. Frjósemi íslenskra kvenna heldur áfram að minnka og meðalaldur mæðra að hækka. Viðhorf til kvenna á vinnumarkaði hefur þar eflaust mikið að segja, þótt vandinn í dagvistunarmálum, sérstaklega í Reykjavík, sé að vísu oft nefnd í þessu samhengi. Þeir sem segjast hafa áhyggjur af þróun aldurspýramídans hérlendis ættu að hafa þetta hugfast. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun