„Svona leikir eru leikir andans“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2024 21:16 Kjartan Atli var líflegur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Vilhelm Álftnesingar unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni efstu deildar í kvöld þegar liðið lagði Keflavík nokkuð örugglega, 77-56. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness var afskaplega stoltur í leikslok, bæði af sínu liði og körfuboltasamfélaginu á Álftanesi. „Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira