Nýr Kjalvegur - Hraðbraut í gegnum hálendið Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. apríl 2024 08:01 Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Alþingi Ágústa Ágústsdóttir Bláskógabyggð Húnabyggð Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun