Boðskapur frá forsetaframbjóðanda Ásdís Rán Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2024 15:01 Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi. Boðskapurinn sem ég kem með er: Allt er mögulegt sama hver þú ert eða hvaðan þú kemur - bara ef þú bara þorir! Flest okkar óttast breytingar og kannski líka nýjungar, aðrir elska þær, fyrir mér eru þær eins og hlaðborð af endalausum möguleikum því breytingar eru óumflýjanlegur partur af lífinu og ég hef lært að að taka á móti þeim með opnum hug, bros á vör og þakklæti. Sem frambjóðandi ætla ekki að lofa upp í ermarnar með pólitískri þvælu og innantómum loforðum en þú mátt hugsa mig sem konu sem er óhrædd við að standa upp þegar á móti blæs, tjá skoðun sína, konu sem skilur baráttu hversdagslífsins og sem trúir á ótrúlega möguleika okkar allra ásamt því að gefa von fyrir gamlar og nýjar kynslóðir, - það er ég. Við vitum það öll að gleði ásamt smá von er besta lyfið og við þurfum góðan skammt af því í okkar skammdegi, kulda og pólitíska umhverfi! Við saman erum hjarta og sál þessarar þjóðar og með samstöðu vöxum við í átt að bjartri framtíð og spennandi nýjum tímum. Mín kenning er að við þurfum ekki fleiri pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Forsetinn okkar á að vera ópólitískur, mannlegur og gæddur miklum persónutöfrum, hann þarf að vera trúr og traustur sinni þjóð, með kjark til að standa upp þegar á móti blæs. Hann þarf að getað hlustað á fólkið sitt og vera óhræddur með rödd til að vekja athygli á því sem betur má fara. Meðfram mínum fyrirsætu ferli hef starfað sem óskipaður sendiherra Íslands í mínum störfum erlendis síðustu áratugi og hef tekið þátt í hinum ýmsu viðskiptum ásamt því að koma fram fyrir hönd íslands í viðtölum og uppákomum. Fyrir utan fyrirsætustörf sem flestir þekkja mig fyrir þá er ég menntuð í viðskiptum-og stjórnun og svo er ég líka þyrluflugmaður. Með minni þátttöku í forsetakosningunum brjótum við blað í sögunni, opnum dyr fyrir nýjungum og fögnum fjölbreytileikanum. Við eigum að þora að láta okkur dreyma stórt, njóta þess að að vera til og halda í vonina um bjartari tíma og betra líf. Eins og flestir hafa tekið eftir er ég að safna meðmælum til að taka þátt í forsetabaráttunni en það gengur nú töluvert hægar þegar allur þessi fjöldi er að safna. Mig langar að hvetja ykkur til að gera baráttuna líflegri og skemmtilegri með minni þátttöku. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Til að skrá þitt meðmæli skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum á www.asdisran.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi. Boðskapurinn sem ég kem með er: Allt er mögulegt sama hver þú ert eða hvaðan þú kemur - bara ef þú bara þorir! Flest okkar óttast breytingar og kannski líka nýjungar, aðrir elska þær, fyrir mér eru þær eins og hlaðborð af endalausum möguleikum því breytingar eru óumflýjanlegur partur af lífinu og ég hef lært að að taka á móti þeim með opnum hug, bros á vör og þakklæti. Sem frambjóðandi ætla ekki að lofa upp í ermarnar með pólitískri þvælu og innantómum loforðum en þú mátt hugsa mig sem konu sem er óhrædd við að standa upp þegar á móti blæs, tjá skoðun sína, konu sem skilur baráttu hversdagslífsins og sem trúir á ótrúlega möguleika okkar allra ásamt því að gefa von fyrir gamlar og nýjar kynslóðir, - það er ég. Við vitum það öll að gleði ásamt smá von er besta lyfið og við þurfum góðan skammt af því í okkar skammdegi, kulda og pólitíska umhverfi! Við saman erum hjarta og sál þessarar þjóðar og með samstöðu vöxum við í átt að bjartri framtíð og spennandi nýjum tímum. Mín kenning er að við þurfum ekki fleiri pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Forsetinn okkar á að vera ópólitískur, mannlegur og gæddur miklum persónutöfrum, hann þarf að vera trúr og traustur sinni þjóð, með kjark til að standa upp þegar á móti blæs. Hann þarf að getað hlustað á fólkið sitt og vera óhræddur með rödd til að vekja athygli á því sem betur má fara. Meðfram mínum fyrirsætu ferli hef starfað sem óskipaður sendiherra Íslands í mínum störfum erlendis síðustu áratugi og hef tekið þátt í hinum ýmsu viðskiptum ásamt því að koma fram fyrir hönd íslands í viðtölum og uppákomum. Fyrir utan fyrirsætustörf sem flestir þekkja mig fyrir þá er ég menntuð í viðskiptum-og stjórnun og svo er ég líka þyrluflugmaður. Með minni þátttöku í forsetakosningunum brjótum við blað í sögunni, opnum dyr fyrir nýjungum og fögnum fjölbreytileikanum. Við eigum að þora að láta okkur dreyma stórt, njóta þess að að vera til og halda í vonina um bjartari tíma og betra líf. Eins og flestir hafa tekið eftir er ég að safna meðmælum til að taka þátt í forsetabaráttunni en það gengur nú töluvert hægar þegar allur þessi fjöldi er að safna. Mig langar að hvetja ykkur til að gera baráttuna líflegri og skemmtilegri með minni þátttöku. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Til að skrá þitt meðmæli skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum á www.asdisran.is
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar