Boðskapur frá forsetaframbjóðanda Ásdís Rán Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2024 15:01 Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi. Boðskapurinn sem ég kem með er: Allt er mögulegt sama hver þú ert eða hvaðan þú kemur - bara ef þú bara þorir! Flest okkar óttast breytingar og kannski líka nýjungar, aðrir elska þær, fyrir mér eru þær eins og hlaðborð af endalausum möguleikum því breytingar eru óumflýjanlegur partur af lífinu og ég hef lært að að taka á móti þeim með opnum hug, bros á vör og þakklæti. Sem frambjóðandi ætla ekki að lofa upp í ermarnar með pólitískri þvælu og innantómum loforðum en þú mátt hugsa mig sem konu sem er óhrædd við að standa upp þegar á móti blæs, tjá skoðun sína, konu sem skilur baráttu hversdagslífsins og sem trúir á ótrúlega möguleika okkar allra ásamt því að gefa von fyrir gamlar og nýjar kynslóðir, - það er ég. Við vitum það öll að gleði ásamt smá von er besta lyfið og við þurfum góðan skammt af því í okkar skammdegi, kulda og pólitíska umhverfi! Við saman erum hjarta og sál þessarar þjóðar og með samstöðu vöxum við í átt að bjartri framtíð og spennandi nýjum tímum. Mín kenning er að við þurfum ekki fleiri pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Forsetinn okkar á að vera ópólitískur, mannlegur og gæddur miklum persónutöfrum, hann þarf að vera trúr og traustur sinni þjóð, með kjark til að standa upp þegar á móti blæs. Hann þarf að getað hlustað á fólkið sitt og vera óhræddur með rödd til að vekja athygli á því sem betur má fara. Meðfram mínum fyrirsætu ferli hef starfað sem óskipaður sendiherra Íslands í mínum störfum erlendis síðustu áratugi og hef tekið þátt í hinum ýmsu viðskiptum ásamt því að koma fram fyrir hönd íslands í viðtölum og uppákomum. Fyrir utan fyrirsætustörf sem flestir þekkja mig fyrir þá er ég menntuð í viðskiptum-og stjórnun og svo er ég líka þyrluflugmaður. Með minni þátttöku í forsetakosningunum brjótum við blað í sögunni, opnum dyr fyrir nýjungum og fögnum fjölbreytileikanum. Við eigum að þora að láta okkur dreyma stórt, njóta þess að að vera til og halda í vonina um bjartari tíma og betra líf. Eins og flestir hafa tekið eftir er ég að safna meðmælum til að taka þátt í forsetabaráttunni en það gengur nú töluvert hægar þegar allur þessi fjöldi er að safna. Mig langar að hvetja ykkur til að gera baráttuna líflegri og skemmtilegri með minni þátttöku. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Til að skrá þitt meðmæli skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum á www.asdisran.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi. Boðskapurinn sem ég kem með er: Allt er mögulegt sama hver þú ert eða hvaðan þú kemur - bara ef þú bara þorir! Flest okkar óttast breytingar og kannski líka nýjungar, aðrir elska þær, fyrir mér eru þær eins og hlaðborð af endalausum möguleikum því breytingar eru óumflýjanlegur partur af lífinu og ég hef lært að að taka á móti þeim með opnum hug, bros á vör og þakklæti. Sem frambjóðandi ætla ekki að lofa upp í ermarnar með pólitískri þvælu og innantómum loforðum en þú mátt hugsa mig sem konu sem er óhrædd við að standa upp þegar á móti blæs, tjá skoðun sína, konu sem skilur baráttu hversdagslífsins og sem trúir á ótrúlega möguleika okkar allra ásamt því að gefa von fyrir gamlar og nýjar kynslóðir, - það er ég. Við vitum það öll að gleði ásamt smá von er besta lyfið og við þurfum góðan skammt af því í okkar skammdegi, kulda og pólitíska umhverfi! Við saman erum hjarta og sál þessarar þjóðar og með samstöðu vöxum við í átt að bjartri framtíð og spennandi nýjum tímum. Mín kenning er að við þurfum ekki fleiri pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Forsetinn okkar á að vera ópólitískur, mannlegur og gæddur miklum persónutöfrum, hann þarf að vera trúr og traustur sinni þjóð, með kjark til að standa upp þegar á móti blæs. Hann þarf að getað hlustað á fólkið sitt og vera óhræddur með rödd til að vekja athygli á því sem betur má fara. Meðfram mínum fyrirsætu ferli hef starfað sem óskipaður sendiherra Íslands í mínum störfum erlendis síðustu áratugi og hef tekið þátt í hinum ýmsu viðskiptum ásamt því að koma fram fyrir hönd íslands í viðtölum og uppákomum. Fyrir utan fyrirsætustörf sem flestir þekkja mig fyrir þá er ég menntuð í viðskiptum-og stjórnun og svo er ég líka þyrluflugmaður. Með minni þátttöku í forsetakosningunum brjótum við blað í sögunni, opnum dyr fyrir nýjungum og fögnum fjölbreytileikanum. Við eigum að þora að láta okkur dreyma stórt, njóta þess að að vera til og halda í vonina um bjartari tíma og betra líf. Eins og flestir hafa tekið eftir er ég að safna meðmælum til að taka þátt í forsetabaráttunni en það gengur nú töluvert hægar þegar allur þessi fjöldi er að safna. Mig langar að hvetja ykkur til að gera baráttuna líflegri og skemmtilegri með minni þátttöku. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Til að skrá þitt meðmæli skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum á www.asdisran.is
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar