Celtics og Thunder deildarmeistarar og umspilið klárt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 23:01 Shai Gilgeous-Alexander spilaði 16 mínútur og skoraði 15 stig í kvöld. Joshua Gateley/Getty Images Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú lokið. Boston Celtics fór með sigur af hólmi í Austrinu og Oklahoma City Thunder í Vestrinu. Þá er ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni. Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024 Körfubolti NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024
Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina.
Körfubolti NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira