Lokaumferð NBA-deildarinnar aldrei verið jafn spennandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 08:01 LeBron James og félagar þurfa sigur til að halda í 8. sætið. Justin Ford/Getty Images Í kvöld fer 82. og síðasta umferð deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fram. Eins ótrúlega og það hljómar þá er fjöldi leikja sem skipta enn máli enda gríðarlega margt sem getur breyst eftir lokaumferðina. NBA-leiktíðin hefur verið æsispennandi og reikna má með að úrslitakeppnin verði áframhald á því. Fyrst þarf þó að fara í gegnum umspilið en enn er alls óvíst hvaða lið enda í 7. til 10. sæti, umspilssætunum sjálfum. Klukkan 19.30 er leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers á dagskrá Stöð 2 Sport. Er leikurinn sýndur á ESport rásinni vegna fjölda beinna útsendinga. LeBron James og félagar í Lakers eru sem stendur í 8. sæti en geta fallið niður í 9. eða 10. sæti með tapi. Pelicans eru á sama tíma í 6. sæti en gætu fallið niður 7. sæti – og þar með í umspilssæti – með tapi. Það er því nóg undir í New Orleans í kvöld. Hvaða aðra leiki sem tengjast umspilssætum varðar: 1 game separates 5-8 in the East. ORL, IND & PHI tied record-wise.All 4 teams still alive for the 5 seed. Watch the action unfold on the final day of the regular season tomorrow starting at 1:00pm/et on the NBA App. pic.twitter.com/sRKImCoZAt— NBA (@NBA) April 13, 2024 Brooklyn Nets tekur á móti Philadelphia 76ers. Gestirnir gætu fallið niður í umspilssæti í Austrinu. 76ers er sem stendur í 6. sæti með sama sigurhlutfall og Indiana Pacers. Milwaukee Bucks tekur á móti Orlando Magic. Bucks þurfa sigur til að tryggja sér 2. sætið í Austrinu á meðan Magic gæti fallið niður í umspilssæti með tapi. Toronto Raptors tekur á móti Miami Heat. Gestirnir eiga enn möguleika á að komast úr umspilssæti en þeir eru sem stendur í 8. sæti, einum sigri frá Pacers og 76ers. Pacers heimsækja Atlanta Hawks og þurfa sigur til að forðast umspilið. Sacramento Kings heimsækja Portland Trail Blazers. Kóngarnir eiga enn möguleika á 8. sæti sem þýðir að þeir þurfa aðeins einn sigur í umspilinu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State Warriors mæta Utah Jazz í þeirri von um að tryggja sér 8. sætið í Vestrinu. Phoenix Suns fær Minnesota Timberwolves í heimsókn. Gestirnir geta enn unnið Vesturdeildina en Sólirnar geta með sigri komist beint inn í úrslitakeppnina og sleppt umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. There have NEVER BEEN three teams tied record-wise for a chance at the #1 seed with 1 game left pic.twitter.com/mEtXSKyaMb— NBA (@NBA) April 13, 2024 Á meðan Boston Celtics hefur nú þegar tryggt sér 1. sæti Austurdeildar geta þrjú lið farið með sigur af hólmi í Vestrinu; Oklahoma City Thunder, Timberwolves og Denver Nuggets. Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
NBA-leiktíðin hefur verið æsispennandi og reikna má með að úrslitakeppnin verði áframhald á því. Fyrst þarf þó að fara í gegnum umspilið en enn er alls óvíst hvaða lið enda í 7. til 10. sæti, umspilssætunum sjálfum. Klukkan 19.30 er leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers á dagskrá Stöð 2 Sport. Er leikurinn sýndur á ESport rásinni vegna fjölda beinna útsendinga. LeBron James og félagar í Lakers eru sem stendur í 8. sæti en geta fallið niður í 9. eða 10. sæti með tapi. Pelicans eru á sama tíma í 6. sæti en gætu fallið niður 7. sæti – og þar með í umspilssæti – með tapi. Það er því nóg undir í New Orleans í kvöld. Hvaða aðra leiki sem tengjast umspilssætum varðar: 1 game separates 5-8 in the East. ORL, IND & PHI tied record-wise.All 4 teams still alive for the 5 seed. Watch the action unfold on the final day of the regular season tomorrow starting at 1:00pm/et on the NBA App. pic.twitter.com/sRKImCoZAt— NBA (@NBA) April 13, 2024 Brooklyn Nets tekur á móti Philadelphia 76ers. Gestirnir gætu fallið niður í umspilssæti í Austrinu. 76ers er sem stendur í 6. sæti með sama sigurhlutfall og Indiana Pacers. Milwaukee Bucks tekur á móti Orlando Magic. Bucks þurfa sigur til að tryggja sér 2. sætið í Austrinu á meðan Magic gæti fallið niður í umspilssæti með tapi. Toronto Raptors tekur á móti Miami Heat. Gestirnir eiga enn möguleika á að komast úr umspilssæti en þeir eru sem stendur í 8. sæti, einum sigri frá Pacers og 76ers. Pacers heimsækja Atlanta Hawks og þurfa sigur til að forðast umspilið. Sacramento Kings heimsækja Portland Trail Blazers. Kóngarnir eiga enn möguleika á 8. sæti sem þýðir að þeir þurfa aðeins einn sigur í umspilinu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State Warriors mæta Utah Jazz í þeirri von um að tryggja sér 8. sætið í Vestrinu. Phoenix Suns fær Minnesota Timberwolves í heimsókn. Gestirnir geta enn unnið Vesturdeildina en Sólirnar geta með sigri komist beint inn í úrslitakeppnina og sleppt umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. There have NEVER BEEN three teams tied record-wise for a chance at the #1 seed with 1 game left pic.twitter.com/mEtXSKyaMb— NBA (@NBA) April 13, 2024 Á meðan Boston Celtics hefur nú þegar tryggt sér 1. sæti Austurdeildar geta þrjú lið farið með sigur af hólmi í Vestrinu; Oklahoma City Thunder, Timberwolves og Denver Nuggets.
Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira