Netárásir geti sett fjármálakerfið á hliðina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2024 13:14 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. vísir/vilhelm Netógnin er stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag og sá þáttur sem gæti sett það á hliðina, að mati varaseðlabankastjóra. Hann segir nauðsynlegt að auka samhæfingu og efla varnir þar sem gervigreind sé að skala upp getu netþrjóta. Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“ Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“
Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira