Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 09:45 Pawel lýsir vorinu sem endalausri og vonlausri baráttu við veturinn og segir að sér finnist best að taka pásu frá áfengi á þessum tíma. Vísir/Arnar Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi Viðreisnar er á degi þrjátíu í áfengispásu. Hann segist aldrei hafa haft eins mikinn tíma í sólarhringnum. Pawel gerir þetta reglulega, einu sinni tvisvar á ári, oftast á vorin sem hann lýsir sem langbesta tímanum í þetta. Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira