Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 09:45 Pawel lýsir vorinu sem endalausri og vonlausri baráttu við veturinn og segir að sér finnist best að taka pásu frá áfengi á þessum tíma. Vísir/Arnar Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi Viðreisnar er á degi þrjátíu í áfengispásu. Hann segist aldrei hafa haft eins mikinn tíma í sólarhringnum. Pawel gerir þetta reglulega, einu sinni tvisvar á ári, oftast á vorin sem hann lýsir sem langbesta tímanum í þetta. Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira