Hefur trú á að kvennaíþróttir geti vaxið enn frekar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2024 20:00 Caitlin Clark vonar að kvennaíþróttir haldi áfram að vaxa. Thien-An Truong/Getty Images Caitlin Clark hefur lokið leik í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur sviðið sem stigahæsti leikmaður í sögu háskólaboltans, bæði karla- og kvenna megin. Ofan á það hefur hún hjálpað til við að brjóta hvert áhorfsmetið á fætur öðru. Hin 22 ára gamla Clark hefur verið mikið í fréttum undanfarið enda verið að gera hluti sem hafa varla sést áður. Hún endaði háskólaferil sinn þegar lið hennar, Iowa Hawkeyes, tapaði fyrir Suður Karólínu-háskólanum í úrslitum, 87-75. Skoraði Clark 30 stig í leiknum en á háskólaferli sínum skoraði hún meira en 3900 stig. „Öll geta séð áhorfstölurnar. Þegar þær fá tækifærið þá hafa kvennaíþróttir blómstrað og það er það svalasta við vegferð mína til þessa,“ sagði Caitlin eftir leik. „Við byrjuðum tímabilið á að spila fyrir framan 55 þúsund manns. Við endum það á að spila fyrir framan samtals 15 milljónir. Þetta verður bara betra og mun aldrei stoppa.“ Clark trúir einnig að ef lagt er jafn mikið í kvennaíþróttir og karla þá muni þær halda áfram að blómstra. Það mun ýta kvennaíþróttum enn lengra í framtíðinni að hennar mati. „Fólk mun muna eftir augnablikinu sem það deildi með börnunum sínum yfir leikjunum okkar. Það man eftir því hversu spenntur krakkinn var að sjá okkur spila. Það er frekar töff, það eru hlutirnir sem skipta mig mestu máli.“ The Phoenix Mercury are marketing their game against the Indiana Fever as The GOAT vs. The Rook before Caitlin Clark has been drafted. pic.twitter.com/XhH8K789Nl— Front Office Sports (@FOS) April 8, 2024 Clark mun þó ekki spila aftur í háskólaboltanum heldur í WNBA-deildinni. Talið er næsta öruggt að hún fari fyrst í komandi nýliðavali og muni því spila með Indiana Fever á komandi leiktíð. Þá gæti hún farið með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París síðar á árinu. Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. 2. apríl 2024 17:30 Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00 „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Hin 22 ára gamla Clark hefur verið mikið í fréttum undanfarið enda verið að gera hluti sem hafa varla sést áður. Hún endaði háskólaferil sinn þegar lið hennar, Iowa Hawkeyes, tapaði fyrir Suður Karólínu-háskólanum í úrslitum, 87-75. Skoraði Clark 30 stig í leiknum en á háskólaferli sínum skoraði hún meira en 3900 stig. „Öll geta séð áhorfstölurnar. Þegar þær fá tækifærið þá hafa kvennaíþróttir blómstrað og það er það svalasta við vegferð mína til þessa,“ sagði Caitlin eftir leik. „Við byrjuðum tímabilið á að spila fyrir framan 55 þúsund manns. Við endum það á að spila fyrir framan samtals 15 milljónir. Þetta verður bara betra og mun aldrei stoppa.“ Clark trúir einnig að ef lagt er jafn mikið í kvennaíþróttir og karla þá muni þær halda áfram að blómstra. Það mun ýta kvennaíþróttum enn lengra í framtíðinni að hennar mati. „Fólk mun muna eftir augnablikinu sem það deildi með börnunum sínum yfir leikjunum okkar. Það man eftir því hversu spenntur krakkinn var að sjá okkur spila. Það er frekar töff, það eru hlutirnir sem skipta mig mestu máli.“ The Phoenix Mercury are marketing their game against the Indiana Fever as The GOAT vs. The Rook before Caitlin Clark has been drafted. pic.twitter.com/XhH8K789Nl— Front Office Sports (@FOS) April 8, 2024 Clark mun þó ekki spila aftur í háskólaboltanum heldur í WNBA-deildinni. Talið er næsta öruggt að hún fari fyrst í komandi nýliðavali og muni því spila með Indiana Fever á komandi leiktíð. Þá gæti hún farið með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París síðar á árinu.
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. 2. apríl 2024 17:30 Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00 „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. 2. apríl 2024 17:30
Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00
„Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01
Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16