Telur ekkert að því að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti fyrir fund þeirra í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra baðst lausnar úr embætti sínu í dag til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Fráfarandi forseti segir atburðarásina ekki óheppilega en ráðherra telur ríkisstjórnina ekki falla gangi hún frá borðinu. Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira