Verður aftur laglega ljóskan Elle Woods Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2024 11:19 Reese Witherspoon varð sannkölluð ofurstjarna þegar Legally Blonde sló í gegn. Amy Sussman/Getty Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti. Þetta kemur fram í umfjöllun Deadline þar sem segir að Amazon MGM kvikmyndaverið hafi þáttaröðina í bígerð, sem verður svokölluð hliðarsaga (e. spinoff) frá myndunum. Fyrsta myndin kom út árið 2001 og gerði Reese Witherspoon að sannkallaðri ofurstjörnu. Myndin fjallar um Elle Woods, einkar glæsilega píu sem er skyndilega sagt upp af kærastanum. Ástæðan sú að hann er á leiðinni í lögfræðinám í Harvard og telur hana of vitlausa fyrir sig. Elle sýnir kauða hinsvegar í tvo heimana, skráir sig sjálf í lögfræðinám í Harvard og slær einfaldlega í gegn. Myndin sló í gegn svo um munar og kom út framhaldsmynd árið 2003. Í þeirri mynd bætir Elle Woods um betur og tekur til starfa á bandaríska þinginu í Washington D.C. Vilja gera fleiri en eina seríu Í umfjöllun Deadline kemur fram að fátt sé vitað um væntanlega sjónvarpsþáttaseríu að svo stöddu. Hún verður skrifuð af Josh Schwartz og Stephanie Savage sem þekktust eru fyrir að hafa skrifað handritið að Gossip Girl þáttunum. Þá kemur fram að Amazon hafi í huga að gera fleiri en eina seríu tileinkaða Legally Blonde. Þá hefur þriðja Legally Blonde myndin verið í bígerð um nokkurra ára skeið og vinna þau Mindy Kaling og Dan Goor að handriti þeirrar myndar. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Deadline þar sem segir að Amazon MGM kvikmyndaverið hafi þáttaröðina í bígerð, sem verður svokölluð hliðarsaga (e. spinoff) frá myndunum. Fyrsta myndin kom út árið 2001 og gerði Reese Witherspoon að sannkallaðri ofurstjörnu. Myndin fjallar um Elle Woods, einkar glæsilega píu sem er skyndilega sagt upp af kærastanum. Ástæðan sú að hann er á leiðinni í lögfræðinám í Harvard og telur hana of vitlausa fyrir sig. Elle sýnir kauða hinsvegar í tvo heimana, skráir sig sjálf í lögfræðinám í Harvard og slær einfaldlega í gegn. Myndin sló í gegn svo um munar og kom út framhaldsmynd árið 2003. Í þeirri mynd bætir Elle Woods um betur og tekur til starfa á bandaríska þinginu í Washington D.C. Vilja gera fleiri en eina seríu Í umfjöllun Deadline kemur fram að fátt sé vitað um væntanlega sjónvarpsþáttaseríu að svo stöddu. Hún verður skrifuð af Josh Schwartz og Stephanie Savage sem þekktust eru fyrir að hafa skrifað handritið að Gossip Girl þáttunum. Þá kemur fram að Amazon hafi í huga að gera fleiri en eina seríu tileinkaða Legally Blonde. Þá hefur þriðja Legally Blonde myndin verið í bígerð um nokkurra ára skeið og vinna þau Mindy Kaling og Dan Goor að handriti þeirrar myndar.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning