Örsaga um ál og auðlindir Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 5. apríl 2024 10:30 Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu. Réttilega eru álframleiðslufyrirtækin á Íslandi stórir notendur raforku. Álframleiðsla er orkusækinn iðnaður þar sem hreinn málmur er unninn úr áloxíði. Að sama skapi er álið umhverfisvænn málmur að því leyti að hann er léttur og því kjörinn efniviður t.d. í bíla og flugvélar en léttari farartæki þurfa minni orku til að komast áfram. Álið er auð endurvinnanlegt með tiltölulega litlum tilkostnaði. Kolefnisspor af álvinnslu á Íslandi er það minnsta í heiminum. Það er fyrst og fremst vegna þess að orkan sem við notum til álframleiðslu er vistvæn. Landsvirkjun, eign þjóðarinnar skilaði methagnaði á síðasta ári. Það var meðal annars vegna kaupa álveranna á raforku. Álframleiðsla á Íslandi leggur til 2000 bein og óbein störf og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu tæpir 400 milljaðar á árinu 2022. Þá mætti ræða í löngu máli samfélagslegu áhrifin í tengslum við uppbygginu álveranna. Til að mynda væri austurland ekki sá sterki kjarni í ferðaþjónustu ef ekki væri fyrir þá uppbyggingu sem þar átti sér stað í tengslum við álverið á Reyðarfirði svo ekki sé talað um jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæðisuppbyggingu og styrki til samfélagsverkefna. Það er sama hvernig á það er litið. Útflutningstekjur þjóðarinnar byggja á auðlindum okkar. Hvort sem það er fiskurinn í sjónum, raforkan eða streymi ferðamanna um þjóðlendur Íslands, erum við að nýta auðlindir okkar til þess að skapa okkur tekjur en þær eru grunnur hagsældar okkar sem byggjum þetta land. Það er gott að búa á Íslandi af því hér eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heiminum. Um leið og heimsmarkaðsverð á áli getur sveiflast til getur ferðaþjónustan brostið t.d. vegna eldgosa eða farsótta. Fiskurinn í sjónum gæti líka tekið upp á því að færa sig á önnur mið, það er aldrei á vísan að róa. Þá er gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu. Réttilega eru álframleiðslufyrirtækin á Íslandi stórir notendur raforku. Álframleiðsla er orkusækinn iðnaður þar sem hreinn málmur er unninn úr áloxíði. Að sama skapi er álið umhverfisvænn málmur að því leyti að hann er léttur og því kjörinn efniviður t.d. í bíla og flugvélar en léttari farartæki þurfa minni orku til að komast áfram. Álið er auð endurvinnanlegt með tiltölulega litlum tilkostnaði. Kolefnisspor af álvinnslu á Íslandi er það minnsta í heiminum. Það er fyrst og fremst vegna þess að orkan sem við notum til álframleiðslu er vistvæn. Landsvirkjun, eign þjóðarinnar skilaði methagnaði á síðasta ári. Það var meðal annars vegna kaupa álveranna á raforku. Álframleiðsla á Íslandi leggur til 2000 bein og óbein störf og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu tæpir 400 milljaðar á árinu 2022. Þá mætti ræða í löngu máli samfélagslegu áhrifin í tengslum við uppbygginu álveranna. Til að mynda væri austurland ekki sá sterki kjarni í ferðaþjónustu ef ekki væri fyrir þá uppbyggingu sem þar átti sér stað í tengslum við álverið á Reyðarfirði svo ekki sé talað um jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæðisuppbyggingu og styrki til samfélagsverkefna. Það er sama hvernig á það er litið. Útflutningstekjur þjóðarinnar byggja á auðlindum okkar. Hvort sem það er fiskurinn í sjónum, raforkan eða streymi ferðamanna um þjóðlendur Íslands, erum við að nýta auðlindir okkar til þess að skapa okkur tekjur en þær eru grunnur hagsældar okkar sem byggjum þetta land. Það er gott að búa á Íslandi af því hér eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heiminum. Um leið og heimsmarkaðsverð á áli getur sveiflast til getur ferðaþjónustan brostið t.d. vegna eldgosa eða farsótta. Fiskurinn í sjónum gæti líka tekið upp á því að færa sig á önnur mið, það er aldrei á vísan að róa. Þá er gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar