Örsaga um ál og auðlindir Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 5. apríl 2024 10:30 Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu. Réttilega eru álframleiðslufyrirtækin á Íslandi stórir notendur raforku. Álframleiðsla er orkusækinn iðnaður þar sem hreinn málmur er unninn úr áloxíði. Að sama skapi er álið umhverfisvænn málmur að því leyti að hann er léttur og því kjörinn efniviður t.d. í bíla og flugvélar en léttari farartæki þurfa minni orku til að komast áfram. Álið er auð endurvinnanlegt með tiltölulega litlum tilkostnaði. Kolefnisspor af álvinnslu á Íslandi er það minnsta í heiminum. Það er fyrst og fremst vegna þess að orkan sem við notum til álframleiðslu er vistvæn. Landsvirkjun, eign þjóðarinnar skilaði methagnaði á síðasta ári. Það var meðal annars vegna kaupa álveranna á raforku. Álframleiðsla á Íslandi leggur til 2000 bein og óbein störf og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu tæpir 400 milljaðar á árinu 2022. Þá mætti ræða í löngu máli samfélagslegu áhrifin í tengslum við uppbygginu álveranna. Til að mynda væri austurland ekki sá sterki kjarni í ferðaþjónustu ef ekki væri fyrir þá uppbyggingu sem þar átti sér stað í tengslum við álverið á Reyðarfirði svo ekki sé talað um jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæðisuppbyggingu og styrki til samfélagsverkefna. Það er sama hvernig á það er litið. Útflutningstekjur þjóðarinnar byggja á auðlindum okkar. Hvort sem það er fiskurinn í sjónum, raforkan eða streymi ferðamanna um þjóðlendur Íslands, erum við að nýta auðlindir okkar til þess að skapa okkur tekjur en þær eru grunnur hagsældar okkar sem byggjum þetta land. Það er gott að búa á Íslandi af því hér eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heiminum. Um leið og heimsmarkaðsverð á áli getur sveiflast til getur ferðaþjónustan brostið t.d. vegna eldgosa eða farsótta. Fiskurinn í sjónum gæti líka tekið upp á því að færa sig á önnur mið, það er aldrei á vísan að róa. Þá er gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu. Réttilega eru álframleiðslufyrirtækin á Íslandi stórir notendur raforku. Álframleiðsla er orkusækinn iðnaður þar sem hreinn málmur er unninn úr áloxíði. Að sama skapi er álið umhverfisvænn málmur að því leyti að hann er léttur og því kjörinn efniviður t.d. í bíla og flugvélar en léttari farartæki þurfa minni orku til að komast áfram. Álið er auð endurvinnanlegt með tiltölulega litlum tilkostnaði. Kolefnisspor af álvinnslu á Íslandi er það minnsta í heiminum. Það er fyrst og fremst vegna þess að orkan sem við notum til álframleiðslu er vistvæn. Landsvirkjun, eign þjóðarinnar skilaði methagnaði á síðasta ári. Það var meðal annars vegna kaupa álveranna á raforku. Álframleiðsla á Íslandi leggur til 2000 bein og óbein störf og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu tæpir 400 milljaðar á árinu 2022. Þá mætti ræða í löngu máli samfélagslegu áhrifin í tengslum við uppbygginu álveranna. Til að mynda væri austurland ekki sá sterki kjarni í ferðaþjónustu ef ekki væri fyrir þá uppbyggingu sem þar átti sér stað í tengslum við álverið á Reyðarfirði svo ekki sé talað um jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæðisuppbyggingu og styrki til samfélagsverkefna. Það er sama hvernig á það er litið. Útflutningstekjur þjóðarinnar byggja á auðlindum okkar. Hvort sem það er fiskurinn í sjónum, raforkan eða streymi ferðamanna um þjóðlendur Íslands, erum við að nýta auðlindir okkar til þess að skapa okkur tekjur en þær eru grunnur hagsældar okkar sem byggjum þetta land. Það er gott að búa á Íslandi af því hér eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heiminum. Um leið og heimsmarkaðsverð á áli getur sveiflast til getur ferðaþjónustan brostið t.d. vegna eldgosa eða farsótta. Fiskurinn í sjónum gæti líka tekið upp á því að færa sig á önnur mið, það er aldrei á vísan að róa. Þá er gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun