Segir Samfylkinguna tilbúna í kosningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. apríl 2024 11:31 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúna fyrir þingkosningar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í kosningar. Flokkurinn hafi unnið vel síðustu ár að langtímahugmyndum fyrir næstu ríkisstjórn. Samfylkingin mælist nú með tæplega 31 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með síðan 2009. Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga fengi flokkurinn 21 þingmann, sem er meira en ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt, með nítján þingmenn. Kristrún segir ekki sjálfgefið að njóta jafn mikils stuðnings og flokkurinn gerir nú. „Það er bara frábært að finna fyrir þessum stuðningi. Við erum mjög meðvituð um það að þetta eru bara kannanir en það skiptir máli að finna að þjóðin er að hlusta á okkur,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hefur síðustu fundi ferðast um landið að ræða atvinnu- og samgöngumál. Í byrjun árs hafi hann heimsótt 180 fyrirtæki og síðan haldið 25 opna fundi um allt land. Þá nefnir Kristrún að 20. apríl næstkomandi verði haldinn flokksstjórnarfundur á Laugarbakka. „Þannig að kannski getur eitthvað af þessu tengst því en við höfum bara verið að vinna vinnuna okkar og tala við fólkið í landinu.“ Eru þið tilbúin í kosningar? „Samfylkingin er auðvitað bara tilbúin. Við höfum verið að vinna vinnuna okkar jafnt og þétt í mjög marga mánuði. Þessi vinna í atvinnu-og samgöngumálum er stór partur af því, við vorum með útspil í heilbrigðismálum fyrir jól, við erum að fara í húsnæðis- og kjaramálin en erum líka með sterkan grunn til að vinna á þar,“ segir Kristrún. „Þetta hefur ekki verið skammtímavinna hjá okkur, þetta eru langtímahugmyndir sem við erum að vinna í um hvað er raunhæft í næstu ríkisstjórn og það er bara komin ágætismynd á það þannig að við verðum alltaf tilbúin.“ Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22 Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með tæplega 31 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með síðan 2009. Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga fengi flokkurinn 21 þingmann, sem er meira en ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt, með nítján þingmenn. Kristrún segir ekki sjálfgefið að njóta jafn mikils stuðnings og flokkurinn gerir nú. „Það er bara frábært að finna fyrir þessum stuðningi. Við erum mjög meðvituð um það að þetta eru bara kannanir en það skiptir máli að finna að þjóðin er að hlusta á okkur,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hefur síðustu fundi ferðast um landið að ræða atvinnu- og samgöngumál. Í byrjun árs hafi hann heimsótt 180 fyrirtæki og síðan haldið 25 opna fundi um allt land. Þá nefnir Kristrún að 20. apríl næstkomandi verði haldinn flokksstjórnarfundur á Laugarbakka. „Þannig að kannski getur eitthvað af þessu tengst því en við höfum bara verið að vinna vinnuna okkar og tala við fólkið í landinu.“ Eru þið tilbúin í kosningar? „Samfylkingin er auðvitað bara tilbúin. Við höfum verið að vinna vinnuna okkar jafnt og þétt í mjög marga mánuði. Þessi vinna í atvinnu-og samgöngumálum er stór partur af því, við vorum með útspil í heilbrigðismálum fyrir jól, við erum að fara í húsnæðis- og kjaramálin en erum líka með sterkan grunn til að vinna á þar,“ segir Kristrún. „Þetta hefur ekki verið skammtímavinna hjá okkur, þetta eru langtímahugmyndir sem við erum að vinna í um hvað er raunhæft í næstu ríkisstjórn og það er bara komin ágætismynd á það þannig að við verðum alltaf tilbúin.“
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22 Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22
Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22