Segir Samfylkinguna tilbúna í kosningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. apríl 2024 11:31 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúna fyrir þingkosningar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í kosningar. Flokkurinn hafi unnið vel síðustu ár að langtímahugmyndum fyrir næstu ríkisstjórn. Samfylkingin mælist nú með tæplega 31 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með síðan 2009. Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga fengi flokkurinn 21 þingmann, sem er meira en ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt, með nítján þingmenn. Kristrún segir ekki sjálfgefið að njóta jafn mikils stuðnings og flokkurinn gerir nú. „Það er bara frábært að finna fyrir þessum stuðningi. Við erum mjög meðvituð um það að þetta eru bara kannanir en það skiptir máli að finna að þjóðin er að hlusta á okkur,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hefur síðustu fundi ferðast um landið að ræða atvinnu- og samgöngumál. Í byrjun árs hafi hann heimsótt 180 fyrirtæki og síðan haldið 25 opna fundi um allt land. Þá nefnir Kristrún að 20. apríl næstkomandi verði haldinn flokksstjórnarfundur á Laugarbakka. „Þannig að kannski getur eitthvað af þessu tengst því en við höfum bara verið að vinna vinnuna okkar og tala við fólkið í landinu.“ Eru þið tilbúin í kosningar? „Samfylkingin er auðvitað bara tilbúin. Við höfum verið að vinna vinnuna okkar jafnt og þétt í mjög marga mánuði. Þessi vinna í atvinnu-og samgöngumálum er stór partur af því, við vorum með útspil í heilbrigðismálum fyrir jól, við erum að fara í húsnæðis- og kjaramálin en erum líka með sterkan grunn til að vinna á þar,“ segir Kristrún. „Þetta hefur ekki verið skammtímavinna hjá okkur, þetta eru langtímahugmyndir sem við erum að vinna í um hvað er raunhæft í næstu ríkisstjórn og það er bara komin ágætismynd á það þannig að við verðum alltaf tilbúin.“ Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22 Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með tæplega 31 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með síðan 2009. Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga fengi flokkurinn 21 þingmann, sem er meira en ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt, með nítján þingmenn. Kristrún segir ekki sjálfgefið að njóta jafn mikils stuðnings og flokkurinn gerir nú. „Það er bara frábært að finna fyrir þessum stuðningi. Við erum mjög meðvituð um það að þetta eru bara kannanir en það skiptir máli að finna að þjóðin er að hlusta á okkur,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hefur síðustu fundi ferðast um landið að ræða atvinnu- og samgöngumál. Í byrjun árs hafi hann heimsótt 180 fyrirtæki og síðan haldið 25 opna fundi um allt land. Þá nefnir Kristrún að 20. apríl næstkomandi verði haldinn flokksstjórnarfundur á Laugarbakka. „Þannig að kannski getur eitthvað af þessu tengst því en við höfum bara verið að vinna vinnuna okkar og tala við fólkið í landinu.“ Eru þið tilbúin í kosningar? „Samfylkingin er auðvitað bara tilbúin. Við höfum verið að vinna vinnuna okkar jafnt og þétt í mjög marga mánuði. Þessi vinna í atvinnu-og samgöngumálum er stór partur af því, við vorum með útspil í heilbrigðismálum fyrir jól, við erum að fara í húsnæðis- og kjaramálin en erum líka með sterkan grunn til að vinna á þar,“ segir Kristrún. „Þetta hefur ekki verið skammtímavinna hjá okkur, þetta eru langtímahugmyndir sem við erum að vinna í um hvað er raunhæft í næstu ríkisstjórn og það er bara komin ágætismynd á það þannig að við verðum alltaf tilbúin.“
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22 Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22
Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22