75 ára afmæli friðarbandalags Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. apríl 2024 11:31 Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims. Fáeinum dögum áður hafði Alþingi samþykkt inngöngu Íslands í NATO. Mikill stuðningur var við aðildina í Sjálfstæðisflokknum sem þá sat í ríkisstjórn. Ekki voru þó allir sáttir við inngöngu Íslands í bandalagið. Henni var harðlega mótmælt , m.a. á Austurvelli daginn sem Alþingi samþykkti inngönguna. Á þeim 75 árum sem eru liðin hefur varnarbandalagið sannað gildi sitt, enda hefur friður haldist í aðildarlöndum þess allan þennan tíma. Mikill meirihluti Íslendinga er því skiljanlega fylgjandi aðild Íslands að NATO. Undanfarin tvö ár hafa þó sannkölluð óveðursský verið á lofti í öryggis- og varnarmálum í okkar heimshluta. Ólögmæt allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu er stærsta ógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sú staðreynd hefur leitt til gjörbreytts öryggismats í álfunni og til inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO. Inngöngu sem hafði áður þótt óhugsandi, en nýtur nú ríks stuðnings meðal þjóðanna og fulls skilnings okkar heimshluta að fáum undaskildum. Hér heyrast ennþá lágværar en fámennar furðuraddir sem mótmæla aðild Íslands að NATO. Þeim er að vísu gefið vægi með óskiptri athygli Ríkisútvarpsins, en e.t.v. eru starfsmenn þess eins hlessa og aðrir. Svokallaðir friðarsinnar kalla þannig eftir því af fullri alvöru, m.a. með skrifum hér í Vísi, að Ísland gangi úr NATO! (Rang)hugsunin er sú að aðild að varnarbandalagi geri okkur að skotmarki – varnalaust Ísland væri mun öruggara og ólíklegra skotmark stórvelda í vígahug. Í gegnum söguna hafa misvitrir menn talað fyrir ýmsum leiðum að friði. Þannig réttlætti Chamberlain „friðar“samningana í Munchen 1938. Við vitum hvernig það fór. Árum saman bugtuðu forystumenn í Evrópu sig fyrir ágengni Pútíns í von um frið. Við vitum hvernig það fór. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna. Ef það er eitthvað sem við getum lært af sögunni er það að það eina sem stöðvar framgang illra afla er hervald og öflugur fælingarmáttur. Samstaða lýðræðisríkja í þessu öflugasta varnarbandalagi sögunnar hefur tryggt frið milli aðildarríkjanna í 75 ár og komið í veg fyrir utanaðkomandi hernaðarárásir. Aðild Íslands að NATO er algjör lykilstoð í vörnum okkar. Við getum því verið stolt og þakklát á þessum tímamótum. Það er næsta víst að margir vildu vera í okkar sporum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims. Fáeinum dögum áður hafði Alþingi samþykkt inngöngu Íslands í NATO. Mikill stuðningur var við aðildina í Sjálfstæðisflokknum sem þá sat í ríkisstjórn. Ekki voru þó allir sáttir við inngöngu Íslands í bandalagið. Henni var harðlega mótmælt , m.a. á Austurvelli daginn sem Alþingi samþykkti inngönguna. Á þeim 75 árum sem eru liðin hefur varnarbandalagið sannað gildi sitt, enda hefur friður haldist í aðildarlöndum þess allan þennan tíma. Mikill meirihluti Íslendinga er því skiljanlega fylgjandi aðild Íslands að NATO. Undanfarin tvö ár hafa þó sannkölluð óveðursský verið á lofti í öryggis- og varnarmálum í okkar heimshluta. Ólögmæt allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu er stærsta ógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sú staðreynd hefur leitt til gjörbreytts öryggismats í álfunni og til inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO. Inngöngu sem hafði áður þótt óhugsandi, en nýtur nú ríks stuðnings meðal þjóðanna og fulls skilnings okkar heimshluta að fáum undaskildum. Hér heyrast ennþá lágværar en fámennar furðuraddir sem mótmæla aðild Íslands að NATO. Þeim er að vísu gefið vægi með óskiptri athygli Ríkisútvarpsins, en e.t.v. eru starfsmenn þess eins hlessa og aðrir. Svokallaðir friðarsinnar kalla þannig eftir því af fullri alvöru, m.a. með skrifum hér í Vísi, að Ísland gangi úr NATO! (Rang)hugsunin er sú að aðild að varnarbandalagi geri okkur að skotmarki – varnalaust Ísland væri mun öruggara og ólíklegra skotmark stórvelda í vígahug. Í gegnum söguna hafa misvitrir menn talað fyrir ýmsum leiðum að friði. Þannig réttlætti Chamberlain „friðar“samningana í Munchen 1938. Við vitum hvernig það fór. Árum saman bugtuðu forystumenn í Evrópu sig fyrir ágengni Pútíns í von um frið. Við vitum hvernig það fór. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna. Ef það er eitthvað sem við getum lært af sögunni er það að það eina sem stöðvar framgang illra afla er hervald og öflugur fælingarmáttur. Samstaða lýðræðisríkja í þessu öflugasta varnarbandalagi sögunnar hefur tryggt frið milli aðildarríkjanna í 75 ár og komið í veg fyrir utanaðkomandi hernaðarárásir. Aðild Íslands að NATO er algjör lykilstoð í vörnum okkar. Við getum því verið stolt og þakklát á þessum tímamótum. Það er næsta víst að margir vildu vera í okkar sporum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun