Íslenskur morðingi neitar að hafa brotið á barni Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 08:01 Daníel Gunnarsson hlaut þungan fangelsisdóm á síðasta ári fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum. Skrifstofa saksóknaraembættisins í Kern sýslu. Íslendingurinn Daníel Gunnarsson, sem var á síðasta ári sakfelldur fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum, neitar sök í öðru máli þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Dómari í málinu ákvað í fyrirtöku málsins í fyrradag að tilefni væri til að ákæra Daníel formlega, þar sem honum þótti sönnunargögn málsins næg. Það þýðir að réttað verði yfir honum og að kviðdómur muni segja til um sekt eða sýknu hans. Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis, líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Sex hundruð barnaníðsmyndir Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru ákæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa þvingað barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða ákæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Í fyrirtöku málsins í fyrradag breytti saksóknari orðalagi ákærunnar sem varðar vörslu barnaníðsefnis. Samkvæmt nýju ákærunni er Daníel gefið að sök að hafa haft sex hundruð ljósmyndir sem sýna barn í kynferðislegum athöfnum. Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til ársins 2021, þegar hann fór í fangelsi vegna áðurnefnds morðmáls. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið. Mál Daníels Gunnarssonar Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50 Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25 Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Dómari í málinu ákvað í fyrirtöku málsins í fyrradag að tilefni væri til að ákæra Daníel formlega, þar sem honum þótti sönnunargögn málsins næg. Það þýðir að réttað verði yfir honum og að kviðdómur muni segja til um sekt eða sýknu hans. Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis, líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Sex hundruð barnaníðsmyndir Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru ákæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa þvingað barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða ákæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Í fyrirtöku málsins í fyrradag breytti saksóknari orðalagi ákærunnar sem varðar vörslu barnaníðsefnis. Samkvæmt nýju ákærunni er Daníel gefið að sök að hafa haft sex hundruð ljósmyndir sem sýna barn í kynferðislegum athöfnum. Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til ársins 2021, þegar hann fór í fangelsi vegna áðurnefnds morðmáls. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið.
Mál Daníels Gunnarssonar Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50 Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25 Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50
Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25
Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12