Reschenthaler segir í færslu á X að Trump sé „besti forseti [sinnar] lífstíðar“ og að forysta hans hafi stuðlað að frelsi, hagsæld og styrk. Því hafi hann ákveðið að leggja fram frumvarpið þannig að flugvöllurinn, sem er einungis um fjörutíu kílómetrum frá Hvíta húsinu, verði kenndur við Trump.
Reschenthaler, sem er þingmaður Pennsylvaníu, lagði fram frumvarpið á föstudaginn en auk Reschenthaler er að finna nokkra meðflutningsmenn líkt og Troy Nehls, þingmann frá Texas, og Paul Gosar, þingmann frá Arizona.
Dulles-flugvöllur er nefndur í höfuðið á John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Repúblikanans Dwight Eisenhower á sjötta áratugnum. Flugvöllurinn sinnir að stórum hluta flugumferð til og frá höfuðborgarinnar Washington DC og svæðið í grennd við Baltimore.
Til að tillagan nái í gegn þyrftu báðar deildir Bandaríkjaþings að samþykkja hana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar eru með meirihluta í öldundadeildinni. Því má telja harla ólíklegt að frumvarpið verður að lögum.
Hæðast að hugmyndinni
Gerry Connolly, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, er í hópi þeirra sem hafa hæðst að hugmynd Reschenthaler. „Donald Trump á yfir höfði sér 91 ákæru. Vilji Repúblikanar nefna eitthvað i höfuðið á honum, þá legg ég til að það verði alríkisfangelsi.“
Jennifer Wexton, þingmaður Demókrata, tekur undir með Connolly og segir málið enn eitt dæmið um hvað Repúblikanar væru veruleikafirrtir og lítið alvörugefnir.
This is just another in a long list of instances where extreme House Republicans have shown how unserious & delusional they are.
— Rep. Jennifer Wexton (@RepWexton) April 2, 2024
Let's get to work on the real issues the American people sent us here for not renaming an airport after someone who sought to undermine our democracy. https://t.co/47fnIOyceu