„Ekki eitt einasta færi þegar við vorum einum fleiri“ Hinrik Wöhler skrifar 1. apríl 2024 23:53 Glæsilegur Arnar Grétarsson skartaði skemmtilegum skóbúnaði á hliðarlínunni í kvöld. vísir / hulda margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var vonsvikinn að hafa ekki náð að kreista fram sigur á Víkingsvellinum í kvöld. „Þetta er bara svekkjandi, þetta var lokaður leikur og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Þetta var jafn leikur en ekki mikið um opin færi. Mér fannst Víkingar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik mun öflugri en við, með sterka pressu á okkur. Við gáfum þeim nokkur dauðafæri,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Svo breytist leikurinn við rauða spjaldið og þar erum við frekar hægir að hreyfa boltann. Ég er svekktur því það voru rúmar 20 mínútur eftir og við vorum í basli að láta boltann ganga. Vissulega er veðrið ekki að hjálpa, það hægir á öllu þegar er kalt og boltinn fer ekki hratt en við hefðum getað gert betur. Svo er auðvitað alltaf svekkjandi að tapa í vító, þetta er í annað skiptið á stuttum tíma,” bætti Arnar við en liðið féll úr leik í undanúrslitum Lengjubikarsins á móti ÍA í vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru í vandræðum með að skapa sér álitleg marktækifæri þegar þeir voru einum fleiri og Arnar vildi sjá sína leikmenn nýta stöðuna betur. „Við hefðum átt að gera það betur, við eigum að geta skapað betri stöður og koma okkur í betri færi. Við sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi þegar við vorum einum fleiri, ég man allavega ekki eftir því. Allavega tók það okkur dágóðan tíma að taka stjórnina eftir að við vorum einum fleiri. Eftir við gerðum það þá fannst mér við geta gert aðeins betur.“ Eftir sex daga koma Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda og er markmiðið skýrt í fyrsta leik í Bestu deildinni. „Staðan er fín á hópnum og auðvitað hefðum við viljað fá aðeins betri frammistöðu í kvöld. Við spiluðum á móti fínu liði, í jöfnum leik og töpum svo í vító. Við þurfum bara að núllstilla og sækja þrjú stig í fyrsta leik og það er bara næsta verkefni,“ sagði Arnar að lokum. Íslenski boltinn Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi, þetta var lokaður leikur og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Þetta var jafn leikur en ekki mikið um opin færi. Mér fannst Víkingar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik mun öflugri en við, með sterka pressu á okkur. Við gáfum þeim nokkur dauðafæri,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Svo breytist leikurinn við rauða spjaldið og þar erum við frekar hægir að hreyfa boltann. Ég er svekktur því það voru rúmar 20 mínútur eftir og við vorum í basli að láta boltann ganga. Vissulega er veðrið ekki að hjálpa, það hægir á öllu þegar er kalt og boltinn fer ekki hratt en við hefðum getað gert betur. Svo er auðvitað alltaf svekkjandi að tapa í vító, þetta er í annað skiptið á stuttum tíma,” bætti Arnar við en liðið féll úr leik í undanúrslitum Lengjubikarsins á móti ÍA í vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru í vandræðum með að skapa sér álitleg marktækifæri þegar þeir voru einum fleiri og Arnar vildi sjá sína leikmenn nýta stöðuna betur. „Við hefðum átt að gera það betur, við eigum að geta skapað betri stöður og koma okkur í betri færi. Við sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi þegar við vorum einum fleiri, ég man allavega ekki eftir því. Allavega tók það okkur dágóðan tíma að taka stjórnina eftir að við vorum einum fleiri. Eftir við gerðum það þá fannst mér við geta gert aðeins betur.“ Eftir sex daga koma Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda og er markmiðið skýrt í fyrsta leik í Bestu deildinni. „Staðan er fín á hópnum og auðvitað hefðum við viljað fá aðeins betri frammistöðu í kvöld. Við spiluðum á móti fínu liði, í jöfnum leik og töpum svo í vító. Við þurfum bara að núllstilla og sækja þrjú stig í fyrsta leik og það er bara næsta verkefni,“ sagði Arnar að lokum.
Íslenski boltinn Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira