„Ekki eitt einasta færi þegar við vorum einum fleiri“ Hinrik Wöhler skrifar 1. apríl 2024 23:53 Glæsilegur Arnar Grétarsson skartaði skemmtilegum skóbúnaði á hliðarlínunni í kvöld. vísir / hulda margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var vonsvikinn að hafa ekki náð að kreista fram sigur á Víkingsvellinum í kvöld. „Þetta er bara svekkjandi, þetta var lokaður leikur og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Þetta var jafn leikur en ekki mikið um opin færi. Mér fannst Víkingar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik mun öflugri en við, með sterka pressu á okkur. Við gáfum þeim nokkur dauðafæri,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Svo breytist leikurinn við rauða spjaldið og þar erum við frekar hægir að hreyfa boltann. Ég er svekktur því það voru rúmar 20 mínútur eftir og við vorum í basli að láta boltann ganga. Vissulega er veðrið ekki að hjálpa, það hægir á öllu þegar er kalt og boltinn fer ekki hratt en við hefðum getað gert betur. Svo er auðvitað alltaf svekkjandi að tapa í vító, þetta er í annað skiptið á stuttum tíma,” bætti Arnar við en liðið féll úr leik í undanúrslitum Lengjubikarsins á móti ÍA í vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru í vandræðum með að skapa sér álitleg marktækifæri þegar þeir voru einum fleiri og Arnar vildi sjá sína leikmenn nýta stöðuna betur. „Við hefðum átt að gera það betur, við eigum að geta skapað betri stöður og koma okkur í betri færi. Við sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi þegar við vorum einum fleiri, ég man allavega ekki eftir því. Allavega tók það okkur dágóðan tíma að taka stjórnina eftir að við vorum einum fleiri. Eftir við gerðum það þá fannst mér við geta gert aðeins betur.“ Eftir sex daga koma Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda og er markmiðið skýrt í fyrsta leik í Bestu deildinni. „Staðan er fín á hópnum og auðvitað hefðum við viljað fá aðeins betri frammistöðu í kvöld. Við spiluðum á móti fínu liði, í jöfnum leik og töpum svo í vító. Við þurfum bara að núllstilla og sækja þrjú stig í fyrsta leik og það er bara næsta verkefni,“ sagði Arnar að lokum. Íslenski boltinn Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi, þetta var lokaður leikur og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Þetta var jafn leikur en ekki mikið um opin færi. Mér fannst Víkingar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik mun öflugri en við, með sterka pressu á okkur. Við gáfum þeim nokkur dauðafæri,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Svo breytist leikurinn við rauða spjaldið og þar erum við frekar hægir að hreyfa boltann. Ég er svekktur því það voru rúmar 20 mínútur eftir og við vorum í basli að láta boltann ganga. Vissulega er veðrið ekki að hjálpa, það hægir á öllu þegar er kalt og boltinn fer ekki hratt en við hefðum getað gert betur. Svo er auðvitað alltaf svekkjandi að tapa í vító, þetta er í annað skiptið á stuttum tíma,” bætti Arnar við en liðið féll úr leik í undanúrslitum Lengjubikarsins á móti ÍA í vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru í vandræðum með að skapa sér álitleg marktækifæri þegar þeir voru einum fleiri og Arnar vildi sjá sína leikmenn nýta stöðuna betur. „Við hefðum átt að gera það betur, við eigum að geta skapað betri stöður og koma okkur í betri færi. Við sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi þegar við vorum einum fleiri, ég man allavega ekki eftir því. Allavega tók það okkur dágóðan tíma að taka stjórnina eftir að við vorum einum fleiri. Eftir við gerðum það þá fannst mér við geta gert aðeins betur.“ Eftir sex daga koma Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda og er markmiðið skýrt í fyrsta leik í Bestu deildinni. „Staðan er fín á hópnum og auðvitað hefðum við viljað fá aðeins betri frammistöðu í kvöld. Við spiluðum á móti fínu liði, í jöfnum leik og töpum svo í vító. Við þurfum bara að núllstilla og sækja þrjú stig í fyrsta leik og það er bara næsta verkefni,“ sagði Arnar að lokum.
Íslenski boltinn Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira