Það er því ljóst að sigurgöngunni lýkur hjá öðru hvoru Texas-liðinu í nótt en bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Hið unga lið Rockets er í harði baráttu um síðasta sætið í umspilinu fyrir úrslitakeppnina með einum sigurleik minna en Golden State Warriors sem sitja í 10. sætinu.
Liðin í 7. - 10. sæti fara í svokallað "play-in" umspil um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni. Í 6. sætinu sitja Dallas Mavericks, örlítið á undan Phoenix Suns. Sigur í Houston í kvöld myndi koma þeim í góða stöðu fyrir lokasprettinn en flest liðin eiga um átta leiki eftir.
Luka Doncic leiðir lið Dallas í flestum tölfræðiflokkum. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað 29,4 stig að meðaltali, gefið rétt rúmar tíu stoðsendingar og tekið rétt tæp tíu fráköst.
Luka Don i in his last 10 games:
— MavsMuse (@MavsMuse) March 30, 2024
10-0
29.4 PPG
10.2 AST
9.7 REB
1.7 STL
+ 107
M.V.P. pic.twitter.com/mG0XPui5zk
Rockets misstu einn sinn besta leikmann, Alperen Şengün, í meiðsli fyrr í mánuðinum en Jalen Green hefur heldur betur stigið upp í hans fjarveru. Í síðustu tíu leikjum er hann með 30,5 stig að meðaltali, sjö fráköst og fjórar stoðsendingar.
The OKC game is the best game of Jalen Green s career SO FAR based on quality of opponent and what was on the line.
— RocketsMuse (@RocketsMuse) March 31, 2024
He WILLED the #Rockets to victory. Fingers crossed for tonight.
37 PTS | 10 REB | 7 AST | 74.4% TS
pic.twitter.com/HcdsU3l7xl
Bæði lið fengu eins dags hvíld og ættu því að mæta fersk til leiks í kvöld þar sem baráttan um Texas verður leidd til lykta.