Umfangsmikið verkefni að hreinsa til eftir slysið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 09:43 Vöruflutningaskipinu The Dali var siglt á brúna Scott Key Bridge í borginni Baltimore í Maryland aðfaranótt þriðjudags. AP Ríkisstjórn Joe Biden í Bandaríkjunum hefur samþykkt fjárframlög upp á sextíu milljónir Bandaríkjadala til Maryland-ríkis svo hægt verði að hreinsa upp brakið sem varð til þegar brú hrundi í borginni Baltimore fyrr í vikunni. Minnst sex létust þegar fraktskipi var siglt á brúna með þeim afleiðingum að hún hrundi aðfaranótt þriðjudags. Skipið varð vélarvana stuttu áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna, en samkvæmt nýju mati var brúin, sem reist var árið 1976, ekki byggð með nútíma öryggisstaðla í huga. Wes Moore ríkisstjóri Maryland lagði fram áætlun um hvernig farið yrði að því að fjarlægja skipið og brak af svæðinu og að reisa brúna upp á nýtt á blaðamannafundi í gær. „Við eigum langt í land, “ sagði hann á fundinum og að fram undan væru margar áskoranir hvað aðgerðina varðar. Ein þeirra væri lengd flutningaskipsins, sem er nærri jafn langt og Eiffelturninn. Stærsti krani Bandaríkjanna notaður Moore líkti ástandinu við atvikið þegar flutningaskipið Evergreen festist í Súesskurðinum í Egyptalandi árið 2021. Munurinn sé þó sá að brúin liggi ofan á skipinu í þetta skipti, en hann áætlar að þrjú til fjögur þúsund tonn af stáli liggi á því. Hann sagði vatnið í ánni svo dökkt og brakið svo þykkt að kafarar sæju ekki lengra en um hálfan metra fram fyrir sig. Þá sagðist hann eiga von á að 907 tonna krani, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum, komi til Baltimore í dag. Kraninn komi til með að færa brak úr ánni. Annar fjögur hundruð tonna krani komi á morgun í sama tilgangi. Moore sagði að nú þyrfti að finna leið til þess að búta niður þann hluta brúarinnar sem liggi á skipinu til þess að hægt yrði að fjarlægja hana af skipinu með krananum. Mikið magn eldfimra efna er að finna í gámum flutningaskipsins, þar með talið litíumrafhlöður og ilmvötn. Talsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna áætlaði að 764 tonn af ætandi eða eldfimum efnum væru um borð á skipinu. Moore sagði að nú lægi mest á að opna siglingaleiðina á ný. Sérfræðingar hafa sagt að lokun brúarinnar til lengri tíma gæti ógnað vöruflutningum á heimsvísu. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Minnst sex létust þegar fraktskipi var siglt á brúna með þeim afleiðingum að hún hrundi aðfaranótt þriðjudags. Skipið varð vélarvana stuttu áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna, en samkvæmt nýju mati var brúin, sem reist var árið 1976, ekki byggð með nútíma öryggisstaðla í huga. Wes Moore ríkisstjóri Maryland lagði fram áætlun um hvernig farið yrði að því að fjarlægja skipið og brak af svæðinu og að reisa brúna upp á nýtt á blaðamannafundi í gær. „Við eigum langt í land, “ sagði hann á fundinum og að fram undan væru margar áskoranir hvað aðgerðina varðar. Ein þeirra væri lengd flutningaskipsins, sem er nærri jafn langt og Eiffelturninn. Stærsti krani Bandaríkjanna notaður Moore líkti ástandinu við atvikið þegar flutningaskipið Evergreen festist í Súesskurðinum í Egyptalandi árið 2021. Munurinn sé þó sá að brúin liggi ofan á skipinu í þetta skipti, en hann áætlar að þrjú til fjögur þúsund tonn af stáli liggi á því. Hann sagði vatnið í ánni svo dökkt og brakið svo þykkt að kafarar sæju ekki lengra en um hálfan metra fram fyrir sig. Þá sagðist hann eiga von á að 907 tonna krani, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum, komi til Baltimore í dag. Kraninn komi til með að færa brak úr ánni. Annar fjögur hundruð tonna krani komi á morgun í sama tilgangi. Moore sagði að nú þyrfti að finna leið til þess að búta niður þann hluta brúarinnar sem liggi á skipinu til þess að hægt yrði að fjarlægja hana af skipinu með krananum. Mikið magn eldfimra efna er að finna í gámum flutningaskipsins, þar með talið litíumrafhlöður og ilmvötn. Talsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna áætlaði að 764 tonn af ætandi eða eldfimum efnum væru um borð á skipinu. Moore sagði að nú lægi mest á að opna siglingaleiðina á ný. Sérfræðingar hafa sagt að lokun brúarinnar til lengri tíma gæti ógnað vöruflutningum á heimsvísu.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira