Kallaði eftir aðstoð dráttarbáts skömmu fyrir slysið Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 17:55 Skipið lenti á einum burðarstólpa brúarinnar á töluverðum hraða. AP/Matt Rourke Stýrimaður gámaflutningaskipsins sem lenti á Francis Scott Key-brúnni í Baltimore í Bandaríkjunum á þriðjudag hafði kallað eftir aðstoð dráttarbáts nokkrum mínútum áður en skipið lenti á brúnni. Hann hafði einnig tilkynnt að skipið hafði misst afl, samkvæmt upptökum úr samskiptakerfi skipsins. Rannsakendur segja að brúin, sem reist var árið 1976, hafi ekki verið byggð með nútíma öryggisstaðla í huga og því hefði hún verið viðkvæmari en nýrri brýr og meiri líkur á því að hún myndi hrynja við slys sem þetta. Verið var að sigla skipinu úr höfn í Baltimore þegar það missti afl og lenti af miklum krafti á einum af burðarstólpum brúarinnar. Stór hluti hennar hrundi nánast samstundis en átta verkamenn voru á brúnni við viðgerðir. Tveimur var bjargað samdægurs, tvö lík fundust í nótt og fjögurra er enn saknað og hefur leit verið hætt í bili. Sjá einnig: Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Samkvæmt frétt Reuters fundust líkin tvö í bíl sem fannst á sjávarbotni á tæplega átta metra dýpi en aðstæður til leitar eru hættulegar fyrir kafara vegna mikils braks og þá er útlit fyrir að aðrir bílar sitji fastir undir braki úr brúnni Höfnin í Baltimore, sem er ein mest notaða höfn á austurströnd Bandaríkjanna, er lokuð og verður það líklega um nokkuð skeið. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að lokunin muni hafa umfangsmikil áhrif á vöruflutninga á heimsvísu þar sem aðrar hafnir á svæðinu geti fyllt í skarðið, ef svo má segja. Ekki liggur fyrir af hverju skipið missti afl AP fréttaveitan segir að vél skipsins hafi fengið hefðbundið viðhald við bryggju. Þá var skipið skoðað af sérfræðingum Strandgæslu Bandaríkjanna í september og leiddi sú skoðun ekkert í ljós. Brú hrynur í Baltimore Bandaríkin Tengdar fréttir Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50 Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13 Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Rannsakendur segja að brúin, sem reist var árið 1976, hafi ekki verið byggð með nútíma öryggisstaðla í huga og því hefði hún verið viðkvæmari en nýrri brýr og meiri líkur á því að hún myndi hrynja við slys sem þetta. Verið var að sigla skipinu úr höfn í Baltimore þegar það missti afl og lenti af miklum krafti á einum af burðarstólpum brúarinnar. Stór hluti hennar hrundi nánast samstundis en átta verkamenn voru á brúnni við viðgerðir. Tveimur var bjargað samdægurs, tvö lík fundust í nótt og fjögurra er enn saknað og hefur leit verið hætt í bili. Sjá einnig: Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Samkvæmt frétt Reuters fundust líkin tvö í bíl sem fannst á sjávarbotni á tæplega átta metra dýpi en aðstæður til leitar eru hættulegar fyrir kafara vegna mikils braks og þá er útlit fyrir að aðrir bílar sitji fastir undir braki úr brúnni Höfnin í Baltimore, sem er ein mest notaða höfn á austurströnd Bandaríkjanna, er lokuð og verður það líklega um nokkuð skeið. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að lokunin muni hafa umfangsmikil áhrif á vöruflutninga á heimsvísu þar sem aðrar hafnir á svæðinu geti fyllt í skarðið, ef svo má segja. Ekki liggur fyrir af hverju skipið missti afl AP fréttaveitan segir að vél skipsins hafi fengið hefðbundið viðhald við bryggju. Þá var skipið skoðað af sérfræðingum Strandgæslu Bandaríkjanna í september og leiddi sú skoðun ekkert í ljós.
Brú hrynur í Baltimore Bandaríkin Tengdar fréttir Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50 Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13 Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50
Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13
Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17