Vilja koma böndum á bókhald trúfélaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 21:41 Guðrún Hafsteinsdóttir er fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkvæmt frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, á að skikka áðurnefnda forsvarsmenn til að halda bókhald um rekstur trú- og lífsskoðunarfélaga og gera ársreikninga. Þetta eigi að gera utanumhald fjármuna skýrara. Ársreikningum á að skila til sýslumanns og honum yrði gert að leggja sektir á félög sem skiluðu þeim ekki. Þá er einnig lagt til í frumvarpinu að að breytingar verði gerðar og nýtt ákvæði sett í lög sem kveði á um hæfisskilyrði stjórnarmanna trú- og lífsskoðunarfélaga. „Eru þetta m.a. hæfisskilyrði er varða lögræði, búsforræði og búsetu. Þá er lagt til ákvæði um viðurlög við brotum á lögunum.“' Sjá einnig: Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Í greinargerð frumvarpsins segir að Ísland sé skuldbundið til þess að samræma löggjöf sína að tilmælum alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins Financial Action Task Force, eða FATF. Greining og áhættumat ríkislögreglustjóra hafi sýnt fram á að regluverkið hér á landi skapi hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjá einnig: Vill breyta lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti Bæði í gegnum trú- og lífsskoðunarfélög og sjóði og stofnanir sem starfi samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. „Það er opinber stefna íslenskra stjórnvalda að íslensk löggjöf skuli á hverjum tíma innihalda fullnægjandi varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og uppfylla þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til varna gegn slíkum brotum,“ segir í greinargerðinni. Mikilvægt þykir að þessar lagabreytingar hafi tekið gildi þegar næsta úttekt FATF fer fram hér á landi á næsta ári. Trúmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Tengdar fréttir Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. 27. desember 2023 17:58 Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31. október 2023 09:18 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, á að skikka áðurnefnda forsvarsmenn til að halda bókhald um rekstur trú- og lífsskoðunarfélaga og gera ársreikninga. Þetta eigi að gera utanumhald fjármuna skýrara. Ársreikningum á að skila til sýslumanns og honum yrði gert að leggja sektir á félög sem skiluðu þeim ekki. Þá er einnig lagt til í frumvarpinu að að breytingar verði gerðar og nýtt ákvæði sett í lög sem kveði á um hæfisskilyrði stjórnarmanna trú- og lífsskoðunarfélaga. „Eru þetta m.a. hæfisskilyrði er varða lögræði, búsforræði og búsetu. Þá er lagt til ákvæði um viðurlög við brotum á lögunum.“' Sjá einnig: Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Í greinargerð frumvarpsins segir að Ísland sé skuldbundið til þess að samræma löggjöf sína að tilmælum alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins Financial Action Task Force, eða FATF. Greining og áhættumat ríkislögreglustjóra hafi sýnt fram á að regluverkið hér á landi skapi hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjá einnig: Vill breyta lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti Bæði í gegnum trú- og lífsskoðunarfélög og sjóði og stofnanir sem starfi samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. „Það er opinber stefna íslenskra stjórnvalda að íslensk löggjöf skuli á hverjum tíma innihalda fullnægjandi varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og uppfylla þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til varna gegn slíkum brotum,“ segir í greinargerðinni. Mikilvægt þykir að þessar lagabreytingar hafi tekið gildi þegar næsta úttekt FATF fer fram hér á landi á næsta ári.
Trúmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Tengdar fréttir Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. 27. desember 2023 17:58 Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31. október 2023 09:18 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. 27. desember 2023 17:58
Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31. október 2023 09:18